Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Qupperneq 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Qupperneq 17
Ingibjörg Þorgeirsdóttir: ÆVINTÝRI Drottinn allsherjar sat í hásæti sínu á himnum í allri sinni dýrð og veldi. Umhverfis hann stóðu herskarar heilagra engla í geislandi klæðum með skínandi vængi og ljómandi ásjónur; hinir æðstu næstir hásætinu, aðrir útífrá. Við vinstri hlið hásætisins stóð höfuðengill vizkunnar með undrun og lotningu hinna órannsakanlegu leyndardóma í svipnum. En hægra megin stóð höfuðengill kærleikans. Undursamleg mildi og ástúð lýsti upp andlit hans, augun voru himindjúp og geislandi. Og þó hvíldi einhver sorgþrungin alvara yfir svip hans, þar sem óblandin, himnesk gleði skein af ásjónum hinna englanna. Á vissum tímum skyldu englamir ganga fram fyrir hástól drottins og tjá honum óskir sínar og taka á móti boðum hans, og það gerðu þeir einmitt nú. Fyrst gengu fram kerúbar með gullslita vængi og bamsleg andlit. Einum tug af þeim skipaði drottinn að fylgja nokkrum sálum frá einu af fjarliggjandi stjörnuríkjum hans til ódáinslandsins, er því tilheyrði. Nokkrir fengu leyfi til þess að heimsækja eina af stjömuþokum himingeimsins og skoða þar nýjan, stóran heim, sem var í smíðum, og enn aðrir voru sendir með mikilsvarðandi skilaboð til ljósvaka heimanna, sem andarnir byggðu. Þannig gekk hver englasveitin af annarri fram fyrir drottin unz öllum hafði verið veitt áheyrn eða falið, nokkurt erindi. Að síðustu sté höfuðengill kærleikans fram og kraup fyrir hásæti drottins. „Hvers óskar þú? ástvinur lífsins", spyr drottinn. „Herra, leyf mér að fara til jarðarinnar og lifa þar eitt æviskeið meðal mannanna", svaraði engillinn. „Vilt þú fara og dvelja meðal mannanna?“ spyr drottinn með undrun í röddinni. „Veistu ekki, hvemig þeir eru? Þeir eru skemmst komnir af öllum mínum mannlegu þegnum innan vébanda míns óendanlega veldis, og hafa upp á lítið annað að bjóða en grimmd og þjáningu". „Ég veit það herra“, svaraði engillinn. „Dag eftir dag hefi ég setið í hliðskjálf himinsins og horft niður á hina fögm, en syndum þjáðu jörð. Ég hefi séð sólina sveipa hana geislaljóma og mátt þinn skrýða hana dýrðarskrúði vorsins og helgilíni vetrarins og — láta óteljandi auðlindir hennar standa opnar öllum hennar börnum til boða, — og ég hefi séð líf mannanna, sem þú gafst þessa jörð. Þrátt fyrir fegurð Ingibjörg Þorgeirsdóttir. og gnægð j arðar sinnar, líða þeir skort og þjáningar, af því að þeir hafa ekki ennþá lært að lifa eftir hinu einfalda lögmáli kærieikans. Herra, þeir hata — og þjást. — Hinir ungu hrindast á og berja hvern annan í leikjum sínum, og hinir fullorðnu fylla hug sinn af sorta eigingiminnar og sora lyginnar og flekka tungur sínar með rógburði og hendur sínar í blóði bræðra sinna. Á hljóðum nóttum hefi ég heyrt, hversu hjörtu þeirra titra og slá í angist og kvíða, af heiftog harmi. Ég hefi hlustað á stunur þeirra og andvörp—og heyrt þá hrópa á kærleikann úr djúpum sálarinnar, — kærleikann, sem þeir þó jafnharðan eyða í eldi hatursins". „Ekki þarftu að dvelja meðal mannanna til að kynnast lífi þeirra", segir þá drottinn, „þú virðist þekkja það mæta vel“. „Já herra“, svarar engillinn, „en einmitt þess vegna, einmitt af því að ég þekki þjáningar þeirra og fávisku, vil ég lifa meðal þeirra. Ég vil kenna þeim að lifa eftir lögmáli kærleikans með því að lifa sjálfur eftir því meðal þeirra. Því að eru þeir ekki einnig bræður mínir — mínir minnstu bræður!" — Þá lítur drottinn óendanlega blíðum og mildum augum á engilinn og mælti: „Veistu, hvað fyrir þér liggur, ef þú ferð til mannanna?" „Já herra, ég veit að mennimir rétta að mér þann beizkasta bikar, sem fávizka og hatur getur byrlað, en elskan óttast ekki þjáninguna“. Þá réttir drottinn hendur sínar blessandi yfir höfuð englinum. Undursamlegur ljómi og kraftur streymir út frá þeim, og rödd hans hefir dýpt básúnunnar og mýkt hinnar viðkvæmu hörpu, þegar hann segir. „Þú ert sendiboðinn, sem ég hefi beðið eftir í þúsundir ára, sá eini, er getur frelsað mennina, sá eini, er fær tendrað það ljós, er að lokum fær lýst þeim út úr myrkrum haturs og þjáningar. Far þú í friði. Blessun mín og kraftur fylgir þér. Þá færðist ljómandi milt og bjart bros yfirhið alvarlega andlit engilsins, og augun geisluðu ennþá fegurr en fyrr. Hann hneigði höfuð sitt í þökk og auðmýkt og vék frá hástóli drottins. En drottinn kallaði á sjö þúsundir bjartra engla og bauð þeim að fylgja sendiboða kærleikans til jarðarinnar. Og englarnir breiddu úr skínandi vængjunum og svifu lofsyngjandi um blátt og stjörnuskreytt djúpið til jarðar og hin mikla hvelfing himinsins endurómaði hinn dásamlega söng þeirra: „Dýrð sé guði í upphæðum, friður á jörðu með mönnunum, sem hann hefur velþóknun á“. Ingibjörg Þorgeirsdóttir. Sú mœta heiðurskona sem þetta œvintýri samdi fyrir margt löngu er lesendum vel kunn og kœrlega erhenni þakkað þekkt cevintýri, sem minnir okkur svo undurvel á hoðskap jólahátíðarinnar. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.