Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 18
/ Sigurgeir Þorgrímsson fv. form. I.F.R.: Það er aldrei of seint að byrja I dag er mikið rætt urn heilsurækt, fólk er meira farið að hugsa um hollustu, að rækta líkama sinn og sál. Við sem erum fötluð þurfum ekki síður að hugsa um þessa hluti og oft miklu frekar en aðrir, því að við förum oft ámis við þáhreyfingu sem aðrir geta leyft sér. Iþróttir fatlaðra eru tiltölulega ungar á Islandi. Það var ekki fyrr en með stofnun fyrsta íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, að fatlaðir fóru að æfa og stunda íþrótt ir að einh verj u ráði. Þegar íþróttafélagið var stofnað voru fatlaðir aðeins áhorfendur að íþróttum, en síðan hafa þeir stöðugt orðið virkari þátttakendur. Iþróttir hafa mikið gildi fyrir fatlaða til þess að sigrast á þeim hindrunum sem fötl unin setur þeim. Iþróttir auka lífshamingju fatlaðra, efla líkamlega hreysti og rjúfa félagslega einangrun þeirra. Þær byggja upp sjálfstraust þeirra og gefa fötluðum kost á að njóta hæfileika sinna og þroska þá. Vísindamenn eru sammála um að líkamsþjálfun hafi holl áhrif á líkamann efna- fræðilega og lífeðlisfræðilega. Iþróttir eru besta endurhæfingin fyrir fatlaða og koma í veg fyrir ótímabæra hrörnun og geta opnað fötluðum leið til virkari þátttöku í þjóðfélaginu. íþróttir eru ekki aðeins keppni og æfing, þær eru andleg og líkamleg uppbygging sem eykur þrótt og þor. Með þátttöku í íþróttum skiptir ekki öllu máli að sigra í mótum heldur að ná persónulegum árangri og verameð. Þaðerekkisíðurmikilvægtfyrir aldraða að stunda íþróttir en þá sem yngri eru. Líkamsstarfsemi og almenn færni einstaklingsins minnkar með aldrinum og því mikilvægt fyrir þá sem eldri eru að stunda líkamsþjálfun á einn eða annan hátt. Margir fatlaðir æfa íþróttir sér til heilsubótar og taka þátt í starfi íþróttafélaganna. Einnig Sigurgeir Þorgrímsson. er starfandi trimmklúbbur Eddu Bergmann sem t.d. býður upp á trimm, sund og leikfimi. Það er reynsla okkar að best sé að ætla sér ákveðna daga og tíma í æfingar, en ekki aðeins stöku sinnum þegar maður nennir. Eru flestir sammála um að líðan eftir á sé best þegar maður varla nennir en hefur samt drifið sig. En mestu skiptir að hafa gaman af þeirri hreyfingu sem stunduð er. Mörg böm og unglingar fá ekki lögboðna kennslu í leikfimi og sundi, hluti af þessum börnum hafa fengið þjálfun í íþróttafélögum fatlaðra. Við höfum sérstaklega séð góðan árangur hjá börnum og unglingum sem hafa stundað íþróttir, að þau hafa orðið dugmeiri og áræðnari einstaklingar gagnvart sínum jafnöldrum í námi og starfi. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður til æfinga hafa fatlaðir sýnt að þeir geta staðið jafnfætis ófötluðum íþróttamönnum. Nokkrir fatlaðir íþróttamenn voru t.d. kosnir íþróttamenn sinnabæjarfélaga 1988: Haukur Gunnarsson, Reykjavíkur; ÓlafurEiríksson, Kópavogs; Jónas Óskarsson, Húsavíkur og Lilja María Snorradóttir, Sauðárkróks. Islenskir íþróttamenn eru í fremstu röðfatlaðra íþróttamanna í heim- inum og hafa verið mjög sigursælir áalþjóðlegummótum. ÁÓlympíu- leikum fatlaðra í Seoul 1988, unnu þeir2 gullverðlaun, 2 silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun. A opnu MálmeyjarleikunumíSvíþjóð 1989 unnu þeir 11 gullverðlaun, 7 silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun. A heimsleikum fatlaðra í Assen í Hollandi í sumar unnu þeir 6 gullverðlaun, 8 silfurverðlaun og 4 bronsverðlaun og á sérstökum Ólympíuleikum þroskaheftra í 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.