Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 19
Glasgow í Skotlandi í sumar unnu þeir 15 verðlaun. Innan íþróttasambands fatlaðra eru sextán félög: íþróttafélag fatlaðra á Suðurlandi; íþróttafélagið Ægir í Vestmannaeyjum; íþróttafélag fatlaðra á ísafirði og nágrenni; íþróttafélagið Snerpa á Siglufirði; íþróttafélagið Örvar á Egilsstöðum; Iþróttafélagið Viljinn á Seyðisfirði, íþróttafélagið Akur á Akureyri; íþróttafélagið Eik á Akureyri; íþróttafélagið Ösp í Reykjavík; íþróttafélagið Björk í Reykjavík; íþróttafélagið Gáski í Skálatúni; íþróttafélagið Tjaldur á Tjaldanesi í Mosfellsbæ; íþróttafélagið Hlynur á Kópavogshæli, íþróttafélag heymar- lausra og íþróttafélagið Gnýr Sólheimum. íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík nær yfir höfuðborgarsvæðið. Hjá félaginu eru æfðar eftirtaldar greinar: Boccia í íþróttahúsi Hlíðaskóla á mánudögum kl. 18.10—19.40 og fimmtudögum kl. 20.30—22.10; í bogfimi í Hátúni 10A kjallara á mánudögumkl. 20—23,þriðjudögum kl. 15.30—19.00 og laugardögum kl. 14—17; borðtennis í íþróttahúsi Hlíðaskólaámánudögumkl. 18.10— 19.40 og fimmtudögum kl. 20.30— 22.10; fótbolti í íþróttahúsi Hlíðaskóla á mánudögum kl. 17—18; lyftingar í íþróttahúsi fatlaðra Hátúni 14 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18—20; sund í sundlaug Sjálfsbjargar Hátúni 12, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16—20 og svo frjálsar íþróttir; vetraríþróttir og trimm. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands lagði 27. september hornstein að fþróttahúsi fatlaðra í Hátúni 14 sem verður ómetanleg lyftistöng fyrir íþróttir fatlaðra í framtíðinni. Iþróttahúsið býður upp á mikla möguleika ti 1 íþróttaiðkunar sem ekki hefur verið fyrir hendi áður. Með tilkomu þess skapast t.d. auknir möguleikar til þess að hinn fjölmenni hópur nágranna þess, eins og í Hátúni 10 og 12 og víðar geti iðkað þar íþróttir sér til heilsubótar og ánægju. Húsið hefur að nokkru leyti verið tekið í notkun, æfingar í lyftingum eru hafnar þar og félagsmiðstöðin er nú þar til húsa. íþróttahúsið verður væntanlega tekið í fulla notkun 1991. Það geta allir tekið þátt í einhver- jum íþróttum, þó ekki væri annað en að hreyfa sig svolítið. Vert er að hafa í huga að með kyrrsetulífi minnkar hæfni til að nýta súrefni og vöðvar rýrna, því er hreyfing öllum nauðsynleg. Þeir ná langt í lífinu sem halda áfram að reyna. Vertu með í íþróttum. Það er aldrei of seint að byrja. Sigurgeir Þorgrímsson. Hornsteinn lagður að íþróttahúsi f.F.R. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands lagði hornstein að íþróttahúsi íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík að Hátúni 14, fimmtudaginn 27. sept. sl. Annars staðar er ítarleg og vönduð grein Sigurgeirs Þorgrímssonar um félagið í heild, húsið, og þar er einnig inn á þetta komið. Félagsmálafulltrúi og ritstjóri Fréttabréfs (einn og sami maður að sjálfsögðu) fékk fararleyfi til þessarar athafnar með formanni Öryrkjabandalagsins, sem auðvitað var sérlega boðinn til þessa fagnaðar. Það var Samúel Ólafsson fulltrúi bygginganefndar sem bauð gesti velkomna og stjómaði athöfninni. Arnór Pétursson form. bygginganefndar flutti ávarp og lagði út af orðunum: Að láta sig dreyma er eitt, að láta drauminn rætast er annað. Nú væri ljóst að draumur I.F.R. yrði að gleðilegum veruleika og þar ættu margir mikið hrós. Bað síðan forseta Islands að leggja homsteininn, sem frú Vigdís gerði með glæsibrag s.s. allt annað er hún leggur að hönd og hug. Forsetinn bað húsinu og aðstandendum þess auðnu og blessunar. Ávörp fluttu svo þeir Ólafur Jensson formaður Iþróttasambands fatlaðra, Jóhann Pétur Sveinsson og Arnþór Helgason, sem ámuðu félaginu allra heilla og kváðu hér stórvirki unnið, öllum hlutaðeigandi til mikils sóma. Formaður vor kvað það glæsilega þróun hversu íþróttimar hefðu fangað hug margra fatlaða og fræknir fulltrúar þeirra hefðu skapað heimsathygli fyrir afrek sín. Síðast en ekki sízt ber að geta þess að einn þáttur þeirrar fjáröflunar, sem gert hefurdraum Amórs og félags hans að svo vænum virkileika fólst í sölu jólakorta, sem listakonan Elínrós Eyjólfsdóttir hafði gert oggefið, en Iþróttasamband fatlaðra séð um alla gerð kortanna Í.F.R. að kostnaðarlausu. Elínrós afhenti svo félaginu í gær frummyndina í fallegri umgjörð sem gjöf, að hún mætti hanga uppi í hinum nýju salarkynnum. Hún hafði einnig málað aðra mynd á jólakortiðíár. VarElínrósuóspart klappað lof í lófa. Að þessari stuttu en hlýlegu athöfn lokinni þáðu gestir svo góðar kaffiveitingar í boði félagsins, en að öðru leyti læt ég Sigurgeiri Þorgrímssyni eftir að greina frá öllu markverðu um félag sitt, fortíð sem framtíð. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.