Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 20
Atvinnumálaráðstefna Ö.B.Í Atvinnumálaráðstefna Öryrkja- bandalagsins var sett kl. 9.15 í Borgartúni 6 hinn 12. okt. sl. og voru þá mættir ríflega 100 ráðstefnugestir. Formaður bandalagsins Amþór Helgason flutti setningarávarp og rakti nokkra þætti í þróun atvinnumála fatlaðra. Kveikjan að Öryrkjabanda- laginu var ekki sízt vandi fatlaðra í atvinnumálum. Endurhæfingarráð styrkti á sínum tíma verulega atvinnumál fatlaðra bæði með beinum styrkjum og lánum. Stofnstyrkimir eru nú hjá Framkvæmdasjóði fatlaðra. Meginstefnan verður að vera sú, að sem allra flestir komist út á hinn almenna vinnumarkað. Þar þarf samstarfhinsopinbera,vinnuveitenda og ekki sízt launþegahreyfingar við öryrkjasamtökin.Launþegahreyfingin hefur ríkar skyldur í réttindamálum fatlaðra. Öryrkjavinnan í samstarfi viðT.R. kemst vonandi í betri farveg með nýjum lögum um almannatryggingar. Ráðstefnan skilar okkur vonandi á veg fram, sagði Amþór. Bað hann síðan Hrafn Sæmundsson og Ásgerði Ingimarsdóttur að stýra ráðstefnunni og sagði hana setta. Fyrsta innlegg dagsins var frá B imi Önundarsyni tryggingayfirlækni. Atvinnumál fatlaðra og öryrkja verið olnbogabarn, sagði Björn. Bæði löggjafi og launþegahreyfing sofið um of á verðinum, því víða erlendis láta launþegasamtökin vinnurétt fatlaðra sig miklu skipta. Tómlæti vinnu- veitenda og lítið frumkvæði hér. Dýrmæti starfsins hafið yfir efa. Ræddi hlutverk tryggingakerfis varðandi öryrkjavinnuna, en lög þ.a.l. væru meingölluð, enda lítið nýtt. Hann vék að endurhæfingarlífeyrinum. Fullar bætur á meðan eiga að tryggja afkomu. Hér er skylduverk að vinna hjá öllum viðkomandi. Endur- menntunarlífeyrir ætti að vera jafnsjálfsagður. Nú njóta 4900 einstaklingar örorkulífeyris og 2600 örorkustyrks. Nokkur meirihluti kvenna og ungir öryrkjar fleiri hér en víðast annars staðar. Fötluðum og öryrkjum of margar bjargir bannaðar. Hann kom inn á fáein atriði framtíðarsýnar: Skyldafyrirtæki með lögum að taka ákveðið hlutfall öryrkja í vinnu — ívilnanir á móti. T.R. ætti að sjá um vinnustað fyrir öryrkjana m.a. til að sinna upplýsingaþjónustu. T æknina á enn frekar að taka í þjónustu öryrkja. Frumkvæði þarf á hverjum tímaað komafráráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála. Þá fluttu þær Ágústa Guðmunds- dóttir og Dísa Pálsdóttir sínar tölur af sjónarhóli fatlaðra, sem báðar eru birtar hér í Fréttabréfinu. Næst kynnti Margrét Margeirs- dóttir deildarstjóri í ítarlegu máli og myndum skýrslu þá sem unnin var í félagsmálaráðuneytinu um vemdaða vinnustaði og almenna vinnumarkað- inn. Aðeins er hér tæpt á örfáum atriðum, því skýrslunni verða síðar gerð skil. 15 vemdaðir vinnustaðir eru á landinu 1988 skv. skýrslunni með 292 starfsmönnum. Aldur frá 17—76 ár. Fötlunarhópar sem fjölmennastir eru: Greindarskertir, þroskaheftir: 120. Með geðræn vandamál: 67. 15,7% eru í stéttarfélögum og 21,7% greiða í lífeyrissjóð. Samtals voru launagreiðslur 1988 48 millj. Rekstrarstyrkir til 11 vinnustaða voru 56 millj. og 31 millj. kom í stofnkostnað úr Framkvæmda- sjóði fatlaðra. Á almenna markaðnum var um 92ja vinnustaða úrtak að ræða. 14 höfðu fatlaða í vinnu, 30 alls. Sambærileg laun og reynsla mjög góð. Þeir sem neituðu sögðu flestir, að engir fatlaðir hefðu sótt. Að lokum fór hún yfir helztu tillögur nefndarinnar, sem kynntar verða síðar. Þá var komið að Sigurði E. Guðmundssyni framkvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins, en hans ræða mun birt hér. Frá sjónarhóli atvinnurekenda, en þaðan talaði Kristinn Bjömsson forstjóri Shell. Kristinn rakti góða reynslu sína af fötluðum starfs- mönnum sem forstjóri hjá iðnfyrir- tækjunum Nóa-Síríus og Hreini. Þar leituðu þeir sérstaklega eftir fötluðum starfskröftum, því honum væri vel ljóst hversu hættuleg atvinnuleg einangrun fatlaðra væri. Aðgengið mjög slæmt, en allir boðnir og búnir til aðstoðar. Reynslan: Samvizkusemi og iðni ásamt góðri mætingu. Viðhorf ísl. atvinnurekenda sífellt jákvæðari, enda hefur kynning á mál- efnum fatlaðra og fræðsla verið ómetanleg. Hann taldi hugmyndir Félags íslenzkra iðnrekenda um atvinnu- möguleika fatlaðra mj ög jákvæðar og vilja þar á bæ til úrlausna. V araði hins vegar við samkeppni frá vemduðum vinnustöðum við framleiðslu á vörum, 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.