Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 21
sem þegar væru fyrir hendi og fatlaðir ynnu við. A.S.Í. fulltrúinn var lögfræðingur þess Lára V. Júlíusdóttir. Hún benti á þá hættu, sem væri af því, ef atvinnuleysi yrði viðvarandi. Hingað til hafa fleiri fatlaðir verið hér á vinnumarkaði en annars staðar sakir hins góða atvinnuástands. Hin kalda markaðshyggja dæmir fatlaða úr leik fyrr en aðra. Hún hvatti til sem beztrar atvinnu- leitar og vinnumiðlunar sem víðast samfara góðri fræðslu um vanda fatlaðra. Lára sagði samtök fatlaðra eiga að leita til A.S.Í. og lagði til samhliða kjaraviðræðurlaunþegahreyfingar— fatlaðra — atvinnurekenda og ríkisvalds. A.S.I. væri sem fyrr reiðubúið til að leggja réttindamálum fatlaðra lið. Ögmundur Jónasson fulltrúi B.S.R.B. lagði áherzlu á vinnurétt handaöllum. Atvinnuþátttakafatlaðra annars vegar drjúgur hluti lífsgæfu þeirra og samfélagslegur gróði af verðmætasköpuninni hafinn yfir allan efa. Þvímeirivinna—þeimmunminni opinber aðstoð. Einhæfni atvinnulífs alltof víða gerði fötluðum erfitt fyrir, þó tölvutæknin hefði opnað nýjar dyr. Skipulag vinnunar þyrfti einnig að aðlagast hinum fatlaða betur ásamt aðgenginu. Sveigjanleiki í vinnutíma — opnara og aðgengilegra mennta- kerfi ásamt breyttum áherzlum og endurmati kjarabaráttunnar — allt þyrfti til að koma sem allra fyrst. Meginmálið: Hin staðlaða manneskja víki — einstaklingurinn fái að njóta sín. Að loknum stuttum umræðum og matarhléi tók Soffía Lárusdóttir frá Svæðisstjóm Austurlands til máls, en hennar erindi er birt hér í Fréttabréfinu. Sömuleiðis er birt erindi Aðalsteins Steinþórssonar form. Sambands vemdaðra vinnustaða, sem kom þar næst í ræðustól. Um atvinnuleit og vinnumiðlun fjallaði svo erindi Elísabetar Guttormsdóttur deildarstj. Hverjir sækja mest eftir vinnu? Fólk með geðræn vandamál efst á blaði og svo koma þroskaheftir. Vandamálið er ekki hinn fatlaði heldur skortur á úrræðum—sívaxandi m.a.s. Þeir fatlaðir sem leitaeftir vinnu skiptast í þá sem einungis má ætla að fari á vemdaða vinnustaði, en þar bíða mjög margir og svo þeir sem geta farið út á hinn almenna vinnumarkað með aðstoð. Hvoru tveggjaþarf: Fleiri pláss með fjölbreyttari verkefni á vemduðum vinnustöðum og góður stuðningur við atvinnurekendur s.s. öryrkjavinnan ætti að gera með lagabótum. Svo eru tveir hópar betur settra. Annars vegar fólk sem þarf að reyna sig og fá eftirfylgd í einhvem tíma til að ná fullri fótfestu. Þar þyrfti aðstoð einnig. Síðan er svo það fólk sem unnt er að mæla með beint út á vinnu- markaðinn. Stórauka þyrfti kynningu á atvinnumálum fatlaðra í fyrirtækjum svo og þarf námskeið fyrirfatlaða um atvinnuleiðir og möguleika í fyrirtækjunum. Fjölbreyttar lausnir þyrftu að vera fyrir hendi. Setti fram ýmsar hugmyndir m.a. um skýld störf í fyrirtækjum, skylda vinnuveitendur til að taka ákveðið hlutfall fatlaðra í vinnu, verðlauna fyrirtæki sem veittu fötluðum vinnu, kaupa hlut í fyrir- tækjum með skilyrðum, styrkja vélakaup, sem auðvelduðu fötluðum vinnu o.s.frv. Þar næst kom Guðrún Hannes- dóttir í ræðustól og lagði út af orðunum: Vinnan er dyggð allra dyggða, það að láta ekki verk úr hendi falla. Ræða Guðrúnar eða meginatriði munu komast til skila fyrir lesendur síðar. Síðastur á mælendaskrá var Davíð Scheving Thorsteinssonfr.kv.stj. um efnið: Viðbrögð við breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu m.t.t. framtíðarstöðu fatlaðra á vinnu- markaði. Öll störf í nútíð og framtíð eru breytingum háð. Alltaf meira af sérþjálfuðu fólki til starfa. Störfum t.d. í verksmiðjuvinnu fækkar ótrúlega ört. Þurfa ekki að vera slæm tíðindi fyrir fatlaða. Þeir mæta einmitt betur en aðrir hinni almennu kröfu um samvizku- samt vinnuafl, stöðugt og áreiðanlegt, sem leggur sig fram. Lagði áherzlu á liðveizlu á þjálfunartíma og ákveðna eftirfylgd. Æ algengara m.a. vestan hafs að fólk taki verkefni heim til sín—tæknin gerir þetta allt auðvelt. Auðveldar fötluðum, sem fái þá að ráða vinnutíma og vinnuhraða. Davíð hvatti að lokum til samvinnu allra aðila um atvinnumálin. Á eftir voru fjörugar umræður sem ýmsir tóku þátt í m.a. eini þing- maðurinn sem sótti ráðstefnuna Karl Steinar Guðnason. Um þær umræður allar mun ekki fjallað hér, en margt var þar mælt af skynsemi og þekkingu, en nóg mun kveðið hér að sinni. Formaður sleit ráðstefnunni kl. 16.45 og bað menn heila heim að halda með þökk fyrir góða og gagnlega ráðstefnu, sem vonandi ætti eftir að skila einhverjum baráttumálum áleiðis. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.