Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Qupperneq 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Qupperneq 22
Dísa Pálsdóttir: „Verndaðir vinnustaðir“ Góðir ráðstefnugestir. Mér er ætlað það hlutverk að ræða atvinnumál fatlaðra frá sjónar- hóli þeirra sem starfa á vemduðum vinnustöðum. Sjálfvinnégáeinumaf allmörgum vinnustöðum, Örtækni sem rekinn er af Ö.B.Í. Þar er unnið á tveim vinnustofum og er önnur þeirra saumastofa, þar sem tólf öryrkjar gegna 6 og hálfu stöðugildi. A saumastofunni eru meðal annars framleiddir fermingarkyrtlar, ýmiss konar vinnufatnaður, sængurföt og fleira. Hin stofan er annars vegar verkstæði, þar sem unnið er fyrir Póst og síma, t.d. framleiddarframlenging- arsnúrur, gert við biluð símtæki, sett saman veggtengi og fleira, hins vegar tölvu- og rafeindaverkstæði, þar sem mikið er framleitt af ýmislegum tölvusnúrum og unnið fyrir mörg tölvufyrirtæki. Að sjálfsögðu greiða fyrirtækin, Póstur og sími jafnt sem aðrir, fyrir þá þjónustu sem þarna er keypt. Á þessari vinnustofu starfa 13 einstaklingar og stöðugildin eru 6 og hálft. Alls starfa því í Örtækni 25 öryrkjar og fylla 12 og hálft stöðugildi. Allir sem starfa í Örtækni, fá sem byrjunarlaun 80% af taxtalaunum Iðju. Eftir einn reynslumánuð geta þeir sem standa sig skrifað undir sjö mánaða vinnusamning og fá þáfull taxtalaun. Eins og sjá má af þessari fáorðu lýsingu á vinnustað mínum er þar verið að vinna að talsvert sérhæfðum verkefnum og stundum allflóknum. Þess vegna þarf umtalsverða starfs- þjálfun fyrir þá sem þar vinna og raunverulega ekki hægt að segja að vinnustaðurinn uppfylli þau skilyrði sem lög gera ráð fyrir um verndaða vinnustaði að þeir séu stökkpallur fyrir fólk út í hið almenna atvinnulíf. Örtækni má einfaldlega ekki við að missa starfsmenn sína um leið og þeir hafa öðlast þjálfun. Hér er því um að ræða vemdaðan vinnustað með sérstök einkenni, hann sinnir sérhæfðum Dísa Pálsdóttir. verkefnum og verndun er því fyrst og fremst fólgin í atvinnuöryggi, við þurfum ekki að lifa við óttann um að verða fyrst látin fara ef harðnar á dalnum hjá fyrirtækinu, við vinnum sennilega oftast undir minna álagi en væri, ef Örtækni væri að öllu leyti almennur vinnustaður. / Eg vona sannarlega að það velkist enginn í vafa um það á okkar tímum að vemdaðir vinnustaðir í lagaskilningi orðanna séu sjálfsagðir og nauðsynlegir, en ég leyfi mér líka að vona að mönnum aukist skilningur á að vinnustaðir á borð við Örtækni eru líka nauðsynlegir. Vinna telst til mannréttinda og við, sem köllumst öryrkjar, eigum líka heimtingu á þeim mannréttindum, ekki sem þriðja flokks fólk heldur sem fullgildir einstaklingar á þeim sviðum sem við höfum fullt valdá. Meðfjölgun slíkrastaðafjölgar líka þeim einstaklingum þessa sam- félags sem geta gengið uppréttir, að minnsta kosti í yfirfærðri merkingu þeirra orða. Hins vegar eru ævinlega skugga- hliðar á málum. Örtækni er — ná- kvæmlega eins og aðrir verndaðir vinnustaðir — láglaunastaður. Fyrir heilsdags starf eru greiddar 39.100 krónur á mánuði. Það sér hver heilvita maður að það eru ekki laun sem nokkur starfsmaður getur talist fullsæmdur af, að minnsta kosti ekki ef hann telst vinna verk sem er fyllilega nothæft, samkeppnisfært við verk annarra. Samt er okkur boðinn sá skilningur að þetta séu of há laun til að við höldum óskertri tekjutryggingu og heimilis- uppbót. Til þess mættum við einungis hafa 14.800 krónurámánuði! Þetta er að sjálfsögðu kerfi sem einungis getur virkað vinnuletjandi, að minnsta kosti fyrir þá sem ekki hafa endanlega tileinkað sér það heimsfræga slagorð að „vinnan mun gjöra yður frjálsa". Nátengd launamálunum eru annars konar mannréttindi. Hingað til hefur gengið illa að fá viðurkenndan rétt okkar til þess að greiða í lífeyrissjóði verkalýðs- félaganna. Okkur er þó greitt samkvæmt töxtum Iðju og sýnist eðlilegt að við njótum almennra mannréttinda líka á þessu sviði. Það er nauðsynlegt að láta á það reyna með fullum þunga hvort verka- lýðsfélögin og samfélagið allt eru reiðubúin að sýna það í verki það sem einatt er haft á orði: að allir séu jafnir bæði fyrir Guði og mönnum. Þó svo við getum áreiðanlega öll verið sammála um að æskilegasta hlutverk vemdaðra vinnustaða sé að byggja brú yfir í hið almenna atvinnulíf, hafa kynni mín af Örtækni og ómetanlegum starfsfélögum minum þar sannfært mig um að við þurfum á mörgum slíkum vinnu- stöðum að halda, stöðum þar sem atvinnuöryggið og verndin gefa þeim, sem ekki geta spjarað sig í hörku samkeppninnar, kost á að vera menn með mönnum, skila fullgildu verki, taka þátt í mannlífinu í öllum marg- breytileik þess. Dísa Pálsdóttir. Dísu er þakkað þarft framlag. 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.