Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 24
Aðalsteinn Steinþórsson, formaður Sambands vemdaðra vinnustaða: Vemdaðir vinnustaðir og framtíð þeirra Erindi flutt á ráðstefnu Ö.B.Í. INNGANGUR Hver er framtíð verndaðra vinnustaða? Stórt er spurt og til að fá svar við því sem framtíðin ber í skauti sér þarf að hyggja að mörgu. Það þarf m.a. að hyggja að fortíðinni og reyna að draga lærdóm af henni. Það þarf að líta í kringum sig og athuga hvernig aðrar þjóðir byggja upp verndaða vinnustaði. Þannig þarf að safna upplýsingum og álykta með hliðsjón af þeim hvað framtíð verndaðra vinnustaða ber í skauti sér. Verndaðir langtímavinnustaðir eiga að vera til, svo segir skýrsla nefndar á vegum félagsmálaráðuney t- isins um atvinnumál fatlaðra. Ég vil segja það við ykkur hér að ég tel að verndaðir vinnustaðir eigi að vera til og skortur á atvinnutækifærum fyrir fatlaða með minni starfsgetu styður þesa skoðun. En hvernig á lang- tímavinnustaður að vera? Hvemig eigunt við að byggja upp vemdaða vinnu á Islandi? Ég ætla í þessu erindi meðal annars að reifa hugmyndir sem kalla á margar lagabrey tingar ef í þær verður ráðist. FORTÍÐIN Ég tel að Félagsmálaráðuneytið þurfi að breyta stefnu sinni í upp- byggingu vemdaðra vinnustaða fyrir fatlaða í grundvallaratriðum. Það fjármagn sem hið opinbera leggur í uppbyggingu vemdaðra vinnustaða skilar ekki þeirri arðsemi og fjölda starfa fyrir fatlaða sem gera verður kröfu um að það geri. Þetta verður nú rökstutt. Komið hefur verið á fót vinnu- stöðum sem hafa ekki haft verkefni sem vit hefur verið í og hefur beinlínis verið stefnt í samkeppni við aðra verndaða vinnustaði. Aðalsteinn Steinþórsson. Komið hefur verið á fót vinnu- stöðum sem ætlað hefir verið að taka ákveðinn fjölda fatlaðra í vinnu en ekki hefur verið hugað að því hvort til staðar eru verkefni til að vinna á viðkomandi verkstað. Þannig liggur fjárfesting í húsnæði og vélum sem ekki nýtist vegna þess að það er ekkert fyrir fólkið og vélarnar að gera. Komið hefur verið á fót vinnu- stöðum sem ekki er gert kleift að ráða til sín eða hafa á sínum vegum sér- menntað fólk. Ég nefni sérmenntaða leiðbeinendur, iðjuþjálfa, sálfræðinga, félagsráðgjafa og fleiri. Stefnustjómvaldamálýsaþannig: Félagsmálaráðherra opnar verndaðan vinnustað með ræðu. Eftir stendur síðan vinnustaðurinn, verkefnalítill með of litla fjárveitingu fyrir eðli- legum hráefnabirgðum til að hægt sé að halda uppi framleiðslu og algjört skilningsleysi á því að vélar og húsnæði þurfi viðhald. Þetta er það sem oft er nefnt óviðunandi rekstrar- grundvöllur hjá talsmönnum hags- munasamtaka ýmsra atvinnugreina. Ég tel að af þessu megi draga þann lærdóm að ákvarðanir um upp- byggingu vemdaðrar vinnu séu teknar á rangan hátt og af röngum aðila. UPPBYGGING ERLENDIS Ég nefndi það í upphafi að við þyrftum að líta í kringum okkur til annarra þjóða til þess m.a. að fá hugmyndir og öðlast víðsýni. Nú ætla ég í mjög grófum dráttum að fara yfir uppbyggingu og skipulag á vemdaðri vinnu í Bretlandi og Svíþjóð eins og ég hef lesið mér til um hana. I Bretlandi er málum þannig háttað að til er ríkisstyrkta fyrirtækið Remploy sem hefur það sem markmið að veita þeim fötluðum uppbyggilega og innihaldsríka iðnaðarvinnu sem vilja vinna að lokinni þjálfun og endurhæfingu en geta vegna fötlunar sinnar af einhverjum ástæðum ekki unnið iðnaðarvinnu á almennum markaði. Remploy var stofnað fyrir meira en 40 árum síðan og er ætlað að vera iðnfyrirtæki í samkeppni við önnur iðnfyrirtæki en Remploy er ekki ætlað að vera dagvistarstofnun og Remploy er ekki ætlað að þjálfa fólk til þátttöku á almennum vinnumarkaði. Atvinnumálaráðuneytið skipar stjórn Remploy, en stjómin saman- stendur af framkvæmdastjórum fyrirtækisins og fulltrúum ýmissa aðila svo sem samtökum iðnaðarins, verka- lýðsfélaga og fleiri. Remploy er langstærsti en ekki eini aðilinn í Bretlandi sem býður fötluðum vinnu. í Bretlandi eru lög sem segja að ef fyrirtæki eru með yfir 20 manns í vinnu þá skuli 3% starfsmanna vera fatlaðir. Auk þess eru vinnustaðir reknir af sveitar- félögum („local authorities") og góðgerðarstofnunum. Reynsla hefur sýnt að fyrirtækin sem þurfa að uppfylla 3% kvótann hafa tekið fatlaða með mestu starfsgetuna í vinnu en 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.