Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Side 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Side 25
Starfsfólk Blindrafélagsins stillir sér upp. Remploy og aðrir vinnustaðir hafa tekið í vinnu fatlaða með minni starfsgetu. í Svíþjóð er starfrækt fyrirtækið Samhall sem gegnir svipuðu hlutverki ogRemploy.Samhallvarstofnað 1980 og munurinn á þessu sænska fyrirtæki og breska fyrirtækinu Remploy er í aðalatriðum sá að sænska fyrirtækið hefur líka það hlutverk að þjálfa fólk til þess að vinna á almennum markaði og leggur áherslu á að fá sænsk fyrirtæki til samstarfs, t.d. með því að útvega fötluðum starf hjá öðrum fyrirtækjum á þeirra starfsvettvangi. Fjárfest er í öðrum fyrirtækj um í þessu skyni. Ársskýrslur Samhall og Remploy eru stórfróðleg lesning og þar kemur fram margt um starfsemi fyrirtækjanna sem of langt mál yrði að telja upp hér. Aðalatriði málsins er það að ég tel að það megi margt læra af því hvemig aðrar þjóðir standa að uppbyggingu á vernduðum langtímavinnustöðum. SAMANBURÐUR Nú ætla ég að gera mjög lauslegan samanburð á styrkjum hins opinbera til atvinnumála fatlaðra á íslandi, Bretlandi og í Svíþjóð, án þess að gera tilraun til þess að reikna inn í dæmið hvað það sparar ríkinu mikið í öðrum útgjöldum að fatlaðir hafi vinnu. Samkvæmt skýrslu nefndar félagsmálaráðuneytisins um atvinnu- mál fatlaðra, bls. 4, voru ríkisstyrkir til rekstrar og stofnkostnaðar 11 verndaðra vinnustaða samtals kr. 87.838.000 árið 1988. Þessir vinnustaðir veittu samtals 185 fötluðum vinnu við framleiðslu að því er skýrslan segir. Þama eru einungis taldir þeir staðir sem njóta beinna ríkisstyrkja en ekki eru taldir með staðir sem eru reknir af rrkisspítöl- unum þ.e.a.s. Bergiðjan Víðihlíð og Kleppsvegi og alls ekki er minnst á Sólheima og ef til vill fleiri staði, sem ég þekki þá ekki. Vinnustaðir SÍBS, Múlalundur og Reykjalundur, eru heldur ekki taldir með þar sem þeir fengu ekki ríkisstyrki. Ríkisstyrkur vegna hvers af 185 starfsmönnum á 11 vemduðum vinnustöðum var því kr. 474.000. Ef Múlalundur og Reykja- lundur sem standa undir sér eru taldir með en ríkisspítalastöðunum sleppt eru starfsmenn samtals 246. Þá kemur í ljós að ríkisstyrkur á hvem starfsmann er kr. 357.000. Árið 1986 veitti Remploy í Bretlandi 9.000 fötluðum vinnu og fékkíríkisstyrk48,8milljónirbreskra punda. Ríkisstyrkur með hverjum fötluðum starfsmanni Remploy var því 5422 pund. Þetta þýðir umreiknað í ísl. kr. að ríkisstyrkurinn var kr. 416.000 miðað við meðalgengi ísl. krónunnar gagnvart pundi árið 1988. Árið 1988 veitti Samhall í Svíþjóð 30.000 fötluðum vinnu og fékk í ríkisstyrk sama ár 3.470 milljónir sænskra króna eða sem nemur 115.700 sænskum kr. á starfsmann. Umreiknað yfir í ísl. kr. þýðir þetta á meðalgengi ísl. kr. gagnvart sænskri kr. árið 1988 um það bil kr. 814.000 á hvem fatlaðan starfsmann. Ef við tökum þetta saman þá var ísland með kr. 357.000, Bretland kr. 416.000 og Svíþjóð kr. 814.000. Ég ítreka það að ég hef ekki gert tilraun til þess að meta hversu miklu hver starfsmaður skilar til baka til rrkisins með einum eða öðrum hætti, en ég leyfi mér að fullyrða að það séu a.m.k. 4/5 hlutar án þess að ég ætli að rökstyðja það hér. Af þessum samanburði dreg ég þá ályktun að við búum verr að atvinnumálum fatlaðra heldur en þessar þjóðir gera, bæði í fjármunum talið og atvinnulega séð. Ég hef hins vegar ekki gert tilraun til að kryfja þessi mál til mergjar en það styður þessa ályktun lfka að árið 1988 var liðlega 31 milljón af 87 milljón króna rrkisstyrk hér á landi úr Framkvæmda- sjóði fatlaðra vegna stofnkostnaðar. Ég efast um að svo hátt hlutfall hafi verið vegna stofnkostnaðar í Svíþjóð og Bretlandi. FRAMTÍÐIN Ég tel að Félagmálaráðuneytið, öryrkjafélögin og Samband vemdaðra vinnustaða eigi að taka höndum saman um það að stofnaríkisstyrkt hlutafélag sem taki yfir rekstur allra eða sem flestra vinnustaðanna. Þetta nýja hlutafélag fái það hlutverk að sjá til þess að ávallt sé til nægilega mikið af endurhæfingarstörfum og langtíma- störfum fyrir fatlaða á þeim stöðum á landinu þar sem þörf er fyrir þau. Fllutafélagið nái þessu markmiði með þvf að framleiða vörur og þjónustu og skal markmiðið ávallt vera að þjálfa og endurhæfa fatlaða til þátttöku á almennum vinnumarkaði. Auk þess skal markmiðið vera að skapa möguleika fyrir fatlaða á starfi hjá fyrirtækjum á almennum markaði. Eðlilega hljóta menn að spyrja sem svo: Flver er ávinningurinn? Er ekki verið að búa til eitt óskilvirka „apparatið“ ennþá? Svar við þessum spumingum þarf að vera í fjölmörgum liðum og þær krefjast þess að þær séu ræddar ítarlega. Ég vil hins vegar benda á nokkur atriði. Stórt fyrirtæki sem þetta, verður mun hagkvæmara í rekstri en mörg og smá fyrirtæki eins og við erum með í dag. Það hefur mun betri möguleika á að hafa fleiri sérfræðinga og þjálfa sína yfirmenn og leiðbeinendur til starfa með fötluðum, það hefur mun betri möguleika til að stunda vöruþróun og það hefur mun betri FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.