Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Síða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Síða 26
Margt er vandaverkið. Frá Blindravinnustofu. möguleika til að byggja öflugt sölukerfi með virkri markaðssetningu áþeirri vöruog þjónustu semframleidd er. Atvinnutækifæri verða til þegar framleidd er gæðavara sem hægt er að selja, þetta er staðreynd sem oft vill gleymast. Fyrirtæki sem þetta verður ekki óskilvirktbákn. Við uppbygginguþess verður einfaldlega að gæta þess að svo verði ekki og það verður meðal annars gert með því að skipuleggja fyrirtækið á eftirfarandi hátt: Treysta verður sjálfstæði hvers vinnustaðar og þeir verða að hafa hvatningu að ákveðnum markmiðum,. Stjóm fyrirtækisins þarf að vera skipuð fulltrúum félagsmálaráðu- neytis, menntamálaráðuneytis, verkalýðsfélaga, iðnrekenda, for- stöðumanna vemdaðra vinnustaða og ef til vill fleiri aðila. Fyrirtækið verður að njóta ríkisstyrks vegna viðbótarkostnaðar sem rekstur verndaðra vinnustaða hefur í för með sér umfram rekstur venjulegra fyrirtækja og vegna stofnkostnaðar. Fyrirtækið á að fá ákvörðunarvald um stofnun eða uppbygginguvinnustaðaogútdeilingu rekstrarstyrkja og stöðugilda sem félagsmálaráðuneytið eða stjórnar- nefnd um málefni fatlaðra hefur í dag í umboði þess. Þarna komi til valdframsal sem ætti tvímælalaust að skila betri nýtingu á fjármagni heldur en er í dag og jafnar möguleika einstakra vinnustaða til að fá fjárveitingu og þjónustu. Það er með öllu óþolandi að rekstraraðilar sumra vemdaðra vinnustaða geti vaðið í fjárveitingum til rekstrar og ráðningar starfsfólks á meðan aðrir eru hafðir gjörsamlega í svelti. LOKAORÐ Það er vandasamt að spá í framtíð og framvindu mála, ekki síst framtíð vemdaðra vinnustaða sem eru flestir hverjir mikið háðir stuðningi og stefnu ýmsra áhrifamikilla aðila eins og t.d. ríkisvaldsins, samtaka fatlaðra, sérfræðinga og aðstandenda fatlaðra. Ég tel hins vegar að með því að endurskipuleggja atvinnumál fatlaðra eins og ég hef lýst í þessu erindi mínu megi bylta viðhorfi almennings og stjómvalda til fatlaðra þannig að viðhorfið verði ekki áfram það að það sé vandamál að hafa fatlaða í vinnu. Við eigum að leggja niður orðin verndaður vinnustaður sem hafa neikvæða merkingu. Það er ekki verið að vernda eitt eða neitt fyrir einum eða neinum. Við eigum ekki að vemda fatlaða fyrir því að vinna á almennum vinnu- markaði, við eigum að stuðla að því að þeir geti það ef þeir vilja það sjálfir. Ef þeir vilja það ekki sjálfir eigum við að bjóða þeim vinnu í myndarlegu fyrirtæki sem ereins og önnurfyrirtæki að öðru leyti en því að það er ef til vill örlítið flóknara vegna þess að það er ekki endilega byggt upp eftir markaðslögmálum, heldur er það byggt upp eftir félagslegum þörfum einstaklinganna sem vinna hjá því. Aðalsteinn Steinþórsson. LJOÐ Við spegilslétt vatnið sit ég einn læt litbrigði sólseturs töfra mig um stund burt frá amstri daga. Við ilm haustlaufa halla ég mér að þér móðir jörð lít birtu bregða mjúkt myrkrið hefja stjörnum lýsta nótt. Spyrjandi ég virði fyrir mér óendanleik hininhvolfsins við blikandi mergð Ijósa fylltur þakklæti fyrir að hafa aftur fengið að líta dagsins Ijós. Og í eftirvæntingu þeirri sem að sönnu ríkir í tilveru minni þræða margbrotnar tilfinningar hugskot mitt. Ein hefur sest að í hjarta mínu. Ágúst Óli. HLERAÐ í HORNUM Framhald af bls. 31 Haukur pressari, sem lengi var á Vífilsstöðum var alltaf á spani með pressujárn og tilheyrandi. Einu sinni fékk hann vinnu hjá Loftleiðum við að pressa einkennisbúninga og fór jafnvel heim til manna þeirra erinda. Einu sinni sá hann kunningja sinn hinum megin götu í Austurstræti og kallaði: „Ég er búinn að fá embætti". „Jæja“, kallaði hinn, „hvaða embætti er nú það?“ „Pressembætti". var svarið. * Fljótfær var Haukur og mismælti sig illa. Einu sinni sagði hann: „Hevítið hann Gísli bóndi, ólyginn og merki- legur." 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.