Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 27
AF S TJÓRNARVETTVANGI Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalagsins miðviku- daginn 26. sept. kl. 16.30. Fyrst var nokkuð rætt um aðalfund og atvinnumálaráðstefnu þá sem greint er frá í glöggu máli annars staðar í Fréttabréfinu. Þá var Tölvumiðstöð fatlaðra og framtíð hennar tekin fyrir og var það mál reifað af Ólöfu Ríkarðsdóttur. Brýn nauðsyn þykir að tengja saman starfsemi Tölvumiðstöðvar og Hjálpartækjabankans. Fyrirhugað er því að Sigurjón Einarsson verði næstu sex mánuði í starfi fyrir báðar þessar stofnanir, en Helgi Hróðmarsson hefur á hendi forstöðu Tölvumiðstöðvarinnar sama tíma í fjórðungi starfs. Gefið verður út sérstakt fræðslu- efni um Tölvumiðstöðina, en varð- andi nafngiftina minnti Vilhjálmur Vilhjálmsson á hugmynd sína um heitið: Leiðbeiningaþjónusta fyrir tölvunotkun fatlaðra, svo allir mættu skilja hvað við væri átt. Þá var greint frá samstarfi Öryrkja- bandalagsins og Þroskahjálpar. Samvinnunefnd samtakanna starfarnú á ný og starfsreglur hafa verið samþykktar af báðum aðilum. Nýr ráðningarsamningur verður gerður við Helga Hróðmarsson í ljósi þess að hann er nú starfsmaður Öryrkjabandalagsins, þó hann gegni að sjálfsögðu áfram umsjón með sameiginlegum verkefnum samtak- anna beggja. Rættvarnokkuð um sameiginlega fulltrúa í svæðisstjórnum og stjómar- nefnd, sem yrðu að gera sér þess ljósa grein að þeir væru fulltrúar beggja samtakanna jafnt. Einhugur var um að viðhalda sem beztu samstarfi þessara heildarsam- taka fatlaðra í landinu. Þá var tekið fyrir bréf frá ferðamálaráði um viðurkenningu til einhvers þess aðila, sem bezt hefði staðið sig varðandi aðgengis- og ferlimál fatlaðra. Öllum félögum hafði verið skrifað með beiðni um ábendingar, en hvergi bólaði á svörum. Á nokkra aðila var minnzt, sem sýnt höfðu lofsverða viðleitni í þessum efnum, en Amþóri, Ásgerði og Ólöfu falið að ganga frá málinu í samráði við Carl Brand. Þá komu málefni Glits til umræðu. Þrír valinkunnir menn höfðu farið ofan í saumana á ástandi og horfum hjá Glit h.f. samkvæmt síðasta stjórnar- fundi og hafði Hafliði Hjartarson orð fyrir því áliti. Álitlegt sýnist að auka hlutafé og gera Glit að hálfvemduðum vinnustað. Reykjavíkurborg mun koma inn í myndina og bæði félags- málaráðuneytið og S.Í.B.S. eru með málið til vandlegrar skoðunar með aðild fyrir augum. Samþykkt einróma að leggja til við aðalfund að Öryrkjabandalagið kaupi hlutabréf í Glit fyrir eina milljón króna. Öryrkjar vinna þama í dag í veru- legum mæli og unnt er að fjölga störfum fyrir öryrkja verulega. Þá reifaði Arnþór málefni Bréfaskólans en 1. okt. sl. var 50 ára afmæli skólans og móttaka af því tilefni 15. okt., þar sem starfsemi skólans var sérstaklega kynnt. Hlutverk Bréfaskólans verður æ þýðingarmeira á endurmenntunars viði og beiðnir um starfstengt námsefni hafa orðið æ meira áberandi. Hins vegar gerist það sama í Bréfaskólanum og gildir um fullorðinsfræðslu almennt, að fólk flosnar upp í auknum mæli. í umræðum kom fram að frekara námsefni þyrfti að fást sem tengdist möguleikum öryrkja. Óskað var eftir frekari kynningu meðal öryrkja á því námsefni, sem Bréfaskólinn er með. Varðandi nýtt námsefni benti Jóna Sveinsdóttir á það að hún hefði á stjómarfundum Bréfaskólans ítrekað kynnt hugmyndir sínar um námsefni fyrir heyrnarlausa og aðstandendur sem aðra — myndir og leiðbeiningar í táknmáli — undirstöðuatriði. Samþykkt var að hafa kynningu á Bréfaskólanum á aðalfundi og upplýst að væntanlegur væri kynningarbækl- ingur um skólann. Bréf kom frá menntamálaráðuneytinu varðandi nefnd um ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustu skóla. Óskað samstarfs við Öryrkjabandalagið og ákveðið að Hafdís Hannesdóttir yrði tengiliður Ö.B.Í. við nefnd þessa. Þá var frá því greint að í stað Páls Svavarssonartæki ÞórirÞorvarðarson sæti í stjóm Ö.B.Í. af hálfu Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra. Ymis fleiri erindi voru rædd, en þeim ekki gerð skil hér, því það væri að æra óstöðugan. Annar stjórnarfundur var svo haldinn 12.nóvemberundirfor- sæti Ólafar Ríkarðsdóttur þar sem formaður var austur í Kína. Þar fór fram fulltrúakj ör á aðalfund í slenzkrar getspár og voru þessi kjörin: Anna Ingvarsdóttir, Arinbjöm Kolbeinsson, Amþór Helgason, Björn Ástmundsson og Magnús Kristinsson. í stjóm íslenzkrargetspártilnæstu tveggjaáravoruþeirkjömir: Arinbjörn Kolbeinsson og Bjöm Ástmundsson og til vara: Magnús Kristinsson og Ólöf Ríkarðsdóttir. Kynnt var frumvarp sent okkur til umsagnar um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heymarskertra. Það frumvarp og framgangur þess mun síðar verða kynnt hér í Fréttabréfinu. Frumvarpið skal skoðað með Félagi heyrnarlausra og Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra og voru Jóna Sveinsdóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Helgi Seljan sett til þess verks. Þá voru málefni Glits h.f. rædd nokkuð, en fyrir Framkvæmdasjóði fatlaðra liggur nú bréf frá ráðherra um framlag til þessa verkefnis, en þar er gert ráð fyrir blönduðum vinnustað. Hafliði Hjartarson kynnti það að stjórnarmaður í Glit h.f. fyrst um sinn yrði Aðalsteinn Steinþórsson form. Sambands verndaðra vinnustaða og var það staðfest af fundinum. Þá var gengið frá því að fulltrúar okkar í N.F.F.R. — norrænu endurhæfingar- samtökunum yrðu þeir Magnús Ólason læknir og Amþór Helgason og til vara þau Haukur Þórðarson og Ólöf Ríkarðsdóttir. Ásgerður greindi svo í lokin frá væntanlegri ljóðabók Jakobínu Þormóðsdóttur, sem Jóhann Þórir Jónsson gefur út og ætlar að verja ágóða til sjóðsstofnunar, sem styrki rannsóknir á sjúkdómi þeim, sem Jóhanna er með. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.