Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 28
Soffía Lárusdóttir framkv.stj Svæðisstjónar Austurlands: Atvinnumál fatlaðra á Austurlandi Erindi flutt á ráðstefnu Ö.B.Í. Góðir áheyrendur. Mér var falið að flytja erindi um atvinnumál fatlaðra á lands- byggðinni og mun ég miða út frá því svæði sem ég kem frá, eða Austurlandi, en hluti af því sem ég segi hér á eftir má vafalaust heimfæra víðar á landsbyggðinni. Á Austurlandibúau.þ.b. 13þúsund manns í 31 bæjar- og sveitarfélagi. I fámennasta hreppnum búa um 30 manns og ífjölmennastabæjarfélaginu eru íbúar um 1750 manns. Það er einkennandi fyrir svæðið að það er stórt og erfitt yfirferðar, byggð er dreifð, sveitarfélög eru fámenn og atvinnulíf yfirleitt einhæft. Á Austurlandi er ekki starfandi atvinnuleit og hefur því lítið verið unnið í atvinnumálum fatlaðra. Hins vegar eru margir fatlaðir bæði í þéttbýli og í dreifbýli, án eða í stopulli vinnu og því mikil þörf á átaki. Ég ætla ekki að fara út í að telja upp fjöldafatlaðra sem eru án atvinnu heldur leitast við að skilgreina í grófum dráttum við hvaða hópa er átt. * Andlega fatlaðir: Sumir hafa lokið grunnskóla, aðrir hafa litla eða enga skólagöngu fengið. Oft hefur þetta fólk einhver störf innan síns heimilis en í flestum tilfellum er mikil þörf á atvinnu, hvort sem hún er vemduð eða almenn. * Fólk sem hefur fatlast af völdum sjúkdóma eða slysa og ekki fengið aðstoð við að komast út á vinnumarkaðinn aftur. * Ungt fólk sem hefur nýlokið grunnskóla eða lýkur honum á næstu árum og þarfnast aðstoðar við að komast á vinnumarkaðinn eða til að mennta sig til framtíðarstarfa. Fatlaðir sem eru án atvinnu búa yfirleitt í heimahúsum, víðsvegar á Austurlandi, hafa ólíkar fatlanir og þ.a.l. starfsgetu, þannigað viðúrlausn þeirra mála þarf að horfa á getu einstaklingsins og möguleika byggðarlagsins. Flest hefur þetta fólk verið lengi án atvinnu og skráir sig almennt ekki á atvinnuleysisskrá síns Soffía Lárusdóttir. sveitarfélags. Á Austurlandi er einn vemdaður vinnustaður rekinn af Svæðisstjóm. Hann er staðsettur á Egilsstöðum og tengjast verkefnin öll atvinnulífinu, þannig að þeir sem þar starfa tengjast óbeint atvinnumarkaðnum. Eitt verkefnið er að hnýta ábót (fyrir þá sem ekki þekkja, þá er ábót önglar festir á tauma). Þessu verkefni hefur verið dreift til fatlaðra búsettra víðsvegar á Austurlandi og þannig skapað ákveðna vinnu fyrir fatlaða sem annars eru án hennar. Hins vegar er sú vinna yfirleitt unnin í heimahúsum þannig að viðkomandi fær eingöngu lítillegan fjárhagslegan ávinning af vinnunni en ekki félagslegan, nema að því marki sem vinnustundin gefur. Einnig er verkefnið nokkuð stopult þar sem framleiðsla þess er háð eftirspum og ekki er hægt að dreifa því nema vinnustaðurinn anni ekki eftirspuminni. Þetta er samt nokkuð hagstætt fyrir þá sem eru búsettir í sveit og geta takmarkað tekið þátt í þeim störfum sem þar eru unnin. Markmiðið er að þetta verkefni verði í framtíðinni sem mest unnið annars staðar en á vinnustaðnum, hann sjái eingöngu um hráefniskaup og sölu vamingsins. Má segja að þetta sé ein leið til að koma til móts við þarfir dreifbýlis, hvað snertir atvinnu fyrir fatlaða. Hvað varðar þá sem starfa á vinnustaðnum, þá hefur ekki verið unnið markvisst að því að koma þeim sem geta, til starfa á almennum vinnumarkaði. Kemur þar bæði til almennt atvinnuleysi á Egilsstöðum og vöntun á atvinnuleit, en mjög brýnt er að bæta úr þessum þætti. Ekki eru allir fatlaðir á Austurlandi atvinnulausir. í mörgum sveitarfélög- um þar sem fatlaðir búa eru þeir sem hafa góða starfsgetu í vinnu á almennum vinnumarkaði, flestir við sömu kjör og aðrir. Þetta fólk hefur þá ýmist sjálft útvegað sér vinnu, fengið hana fyrir tilstilli ættingja eða annarra í viðkomandi sveitarfélagi en yfirleitt er um láglaunastörf að ræða. En hvers vegna er þessi staða í atvinnumálum fatlaðra á landsbyggðinni? Ekki er til neitt svar við þessari spurningu. Stutt er síðan farið var að huga að þjónustu fyrir fatlaða á landsbyggðinni og er langt í frá að uppbyggingu hennar sé lokið og atvinnumál fatlaðra er dæmi um þjónustu sem eftir er að byggja upp. Á Austurlandi hefur verið komið á fót sérþjónustu fyrir fatlaða hvað varðar búsetu og vinnu. Á ég hér við litla stofnun, sambýli og vemdaðan vinnustað, sem kallar á að ákveðinn fjöldi fatlaðra standi að baki hverju úrræði. Jafnframt hefur verið komið á fót ráðgjafarþjónustu, af Fræðsluskrif- stofunni annars vegar og S væðisstjóm hins vegar, fyrir fötluð böm og unglinga í heimahúsum, á almennum dagheimilum, leikskólum og skólum. Veittur er sérstuðningur til að mæta umframþörf fatlaða barnsins. Á dagheimilum og leikskólum og í skólum fá þau sérkennslu. Þetta hefur sem betur fer leitt til þess að færri fjölskyldur flytja af svæðinu vegnafæðingarfatlaðs bams. Fjölskyldan fær þjónustu á almennum stofnunum, innan síns sveitarfélags eða sem næst því. Eðlileg afleiðing af 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.