Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Qupperneq 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Qupperneq 29
Starfsliðið á Stólpa. Víða á landsbyggðinni eru almennar þjónustustofnanir sem nauðsynlegt er að atvinnuleit Svæðisstjómar starfi í nánu samstarfi við. Þær eru: * Heilsugæslustöðvar, sem búa undantekningarlaust yfir vitneskju um það hverjir eru fatlaðir eða fatlast af völdum sjúkdóma eða slysa og eru oft vel upplýstar um hagi viðkomandi. Heilsugæslustöðvar geta verið einn aðilinn sem kemur hinum fatlaða í samband við atvinnuleitina eða vinnumiðlun. * Bæjar- og sveitarfélög eða vinnumiðlun þeirra, sem búa yfir upplýsingum um framboð og eftirspum vinnuafls í sveitarfélaginu og hafa ákveðnar skyldur gagnvart atvinnuumsækjendum annars vegar og atvinnurekendum hins vegar. Auk þess sem markmið þeirra er að stuðla að nægri og jafnri atvinnu um land allt og nægjanlegu framboði vinnuafls fyrir atvinnuvegi þjóðarinnar. * Skólar, þ.e. grunnskólar sem hafa það hlutverk, í samvinnu við heimilin að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun og framhaldsskólar sem hafa það hlutverk að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðissamfélagi með því að skapa skilyrði til náms og þroska við allra hæfi, að búa nemendur undir störf í atvinnulífinu með sémámi er veiti starfsréttindi og að búa nemendur undir nám í sérskólum og á háskólastigi með því að veita þeim þekkingu og þjálfun í vinnubrögðum. Þessar þjónustustofnanir, þ.e. svæðisstjórnir, heilsugæslustöðvar, bæjar- og sveitarfélög, grunn- og framhaldsskólar þurfa að hefja mar k vissara samstarf, sín á milli og við atvinnumarkaðinn og verka- lýðsfélögin með úrbætur í atvinnu- málum fatlaðra að leiðarljósi. Ég ætla ekki að fara frekar út í úrbætur í atvinnumálum fatlaðra en vil að lokum segja, að fyrir þá hópa sem ég taldi upp áðan tel ég að æskilegast sé að starfshæfing þeirra fari sem mest fram innan fyrirtækja og í heimabyggð viðkomandi. Eftir að starfshæfingu síðan lýkur fái hinn fatlaði, þ.e.a.s. ef þörf krefur, verkstjórn af einhverjum innan fyrirtækisins eða utan. Ljóst er, að áður þurfa að koma til breytingar og úrbætur á ýmsum sviðum en ég tel að þetta sé sú leið sem verður að vera opin ef tryggja á jafna búsetu fatlaðra á landsvísu. Soffía Lárusdóttir. Soffíu er þökkuð hennar skýra og skipulega rœða. því er að fullorðnum fötluðum fjölgar á landsbyggðinni og að þeir búa dreift. Þegar ungt fólk lýkur grunnskóla tekur við framhaldsskólanám eða vinna hjá flestum. Hér skilja því miður oft leiðir fatlaðra og annarra, því ekki hefur verið fyrir hendi neitt „kerfí“ sem mætir þörfum fatlaðra sem búa dreift og þurfa sérstaka aðstoð til þess að geta gengið sömu brautir og aðrir. Landsbyggðin stendur því frammi fyrir því að „safna saman“ fötluðum og byggja upp sérþjónustu eða koma á fót einhverju „kerfi“ sem gerir fötluðum kleift að búa áfram í sinni heimabyggð, þar sem þeir hafa alist upp og ættingjar og vinir búa. Hvaða leiðir er hægt að fara til að bæta stöðu þessara hópa? Ljóst er að uppbygging vemdaðra vinnustaða er lausn sem ekki hentar fámennum byggðarlögum og því verður að leita annarra ráða sem hæfa einstaklingnum og möguleikum innan hans sveitarfélags. Atvinnuleit þarf tvímælalaust að koma á fót hjá Svæðisstjómum á hverju svæði, eins og gert er ráð fyrir í núgildandi lögum um málefni fatlaðra. Atvinnuleitin þarf að leggja áherslu á nána samvinnu við hinn fatlaða og umhverfi hans og búa yfir þekkingu og upplýsingum um atvinnumál fatlaðra hvað varðar styrki, lán, úrbætur á vinnustað eða annað sem getur verið nauðsynlegt að framkvæmt sé áður en viðkomandi hefur störf, samhliða því að þekkja atvinnulíf byggðarlagsins. Og svo yfir til Sjálfsbjargar. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.