Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Side 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Side 30
Sigurður E. Guðmundsson fr.kv.stj. Húsnæðisstofnunar ríkisins: Frá sjónarhóli stjómenda ríkisstofnana Eg hef verið beðinn um að gera grein fyrir atvinnumálum fatlaðra eins og þau líta út, séð frá sjónarhóli stjómendaríkisstofnana. Sjálfsagteru sjónarmið þeirra mismunandi, vafalaust eru þau einstaklingsbundin og einnig mótuð af starfsemi þeirra stofnana, er þeir veita forstöðu. Erindið mun því bæði túlka persónuleg sjónarmið mín og einnig þær meginlínur, sem ég hygg að stjórnendur ríkisstofnana yfirleitt hafi í huga. Þegar stjómandi stendur frammi fyrir ráðningu starfsmanns er brýnast að hann geri sér grein fyrir því, hvaða hlutverki hann á að gegna og hve hæfur hann virðist vera til þess. Eigi fatlaður maður í hlut, hlýtur hann að spyrja sig hvaða skilyrði hann þurfi að uppfylla. Svarið verður væntanlega það, að hann þurfi að uppfylla sömu skilyrði og aðrir. Hann þarf að hafa nægilega góða heilsu til að vera viðlátinn allan umsaminn vinnutíma, án frátafa, yfirleitt, meir eða lengur en gengur og gerist. Hann þarf að hafa nægilega menntun og þekkingu á því sviði, sem hann er ráðinn til starfa á. Hann þarf að geta komist inn á vinnustaðinn og brott af honum, þegar vinnu er lokið, sem og borið sig um vinnusvæðið, eftir því, sem starf hans krefst, hvort heldur hann er í hjólastól eður ei. Hann þarf að vera góður og þægilegur í umgengni. Þótt hér sé talað um skilyrði, sem hinn fatlaði verði að uppfylla, er ekki svo að skilja, að þau séu hans einkamál. Hann getur haft allt það til að bera, sem krafist er, en samt ekki uppfyllt skilyrðin. Vinnuveitandinn verður, með öðrum orðum sagt, að gera honum kleift að uppfylla þau, verður að búa svo um hnútana, skapa þannig aðstöðu, að hinn fatlaði geti í raun og veru uppfyllt þau. Það þýðir t.d. ekki að gera þá kröfu til hins fatlaða, að hann geti komist inn á vinnustaðinn og farið þar allra sinna ferða nema vinnuveitandinn hafi gert þær ráðstafanir, sem á þarf að halda, svo að það sé unnt. etta eru væntanlega hin almennu sjónarmið, sem stjórnendur hafa í huga þegar þeir standa frammi fyrir mannaráðningum, t.d. ráðningu fatlaðs manns. En hver skyldi þá vera afstaða stjórnenda opinberra stofnana til ráðningar fatlaðra manna í störf hj á sér? Sjálfsagt er hún á ýmsan veg en mitt mat er það, að þeir séu yfirleitt hlynntir því. Astæður fyrir því gætu t.d. verið þessar: Siðferðilega séð finnst þeim líklegast sem þeim beri að vera jákvæðir gagnvart slíkum ráðningum og ætlast sé til þess af þeim, bæði af almenningi og stjómvöldum. Þeir þurfa ekki alltaf að gera jafnharðar arðsemiskröfur til starfsmanna sinna og stjórnandi í einkarekstri þarf oft að gera. Af því leiðir, að þeir geta frekar leyft sér að vera með starfsfólk, sem ekki er alltaf unnt að gera mjög harðar kröfurtil, t.d. vegna veikinda, fötlunar, o.s.frv. Til viðbótar þessu kemur, að stjómendur á vegum hins opinbera geta yfirleitt ekki boðið jafngóð laun og stjómendur í einkarekstri. Það getur hugsanlega leitt til þess, að þeir séu fúsari en ella til þess að ráða til sín fatlað fólk, sé það hæft og geti það sætt sig við þau laun, sem í boði eru. En þrátt fyrir þetta hygg ég, að stjórnendur í opinberum rekstri geri svipaðar eða sömu kröfur og aðrir um að fötlun starfsmanna þeirra hamli þeim ekki í starfi eða komi viðskiptavinum óþægilega á óvart. En þetta gefur hugsanlega til kynna, að yfirleitt henti afgreiðslustörf fötluðum ekki jafnvel og ýmis störf, sem eru í rólegra umhverfi á vinnustaðnum. í framhaldi af þessu er rétt að fjalla nokkuð um vinnustaðinn. Augljóster, að vinnustaðirnir henta hinum fötluðu misvel, hverjir sem eigendur þeirra eru, bæði til að starfa þar og koma þangað í eigin erindum. En hvemig þurfa slíkir vinnustaðir að vera? Ég held, að þeir verði m.a. að uppfylla neðangreind grundvallarskilyrði: Þeir verða að bjóða hinum fatlaða upp á aðgengileg og trygg bílastæði, helst af öllu innanhúss. Allt aðgengi, inn í og út úr byggingunum, sem vinnustaðirnir eru í, verður að vera auðvelt, bæði með dyr og í lyftum í byggingum, sem eru tvær hæðir eða meir, að minnsta kosti þegar fólk í hjólastólum á í hlut. Þeir verða líka að bjóða upp á góða hreinlætisaðstöðu og góð mötuneyti eða mataraðstöðu. Og síðast en ekki síst, þarf starfsfólk að vera jákvætt í garð hins fatlaða, taka honum eða henni vel þegar í byrjun og leggja áherslu á gott samstarf. Og þá er maður kominn að sjálfri samviskuspumingunni: Hvað með þig sjálfan og þá stofnun, sem þú veitir forstöðu? Húsnæðisstofnuninhefurverið svo heppin, allt frá 1966, að vera til húsa í byggingum, sem fatlað fólk hefur átt mjög auðvelt með að komast inn í og fara um allra sinna ferða. Svo var á Laugavegi 77, svo er um Suðurlands- braut 24. Þegar það hús var hannað lagði ég höfuðáherslu á að aðgengi 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.