Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Page 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Page 31
HLERAÐí HORNUM Garðar Sigurðsson fyrrv. alþingis- maður var orðheppinn vel, en gat lfka verið meinhæðinn um leið. Þingkona ein var oft með nokkuð úfið hár. Eitt sinn, er Garðar var spurður að því, hvort hann hefði séð téða þingkonu ansaði hann: Ætli hún sé ekki úti í garði aðhræðafugla. * Öðru sinni var Garðar spurður um þingbróður sinn, sem hafði þann sið að sötra alldrjúgt við kaffiborðið. Garðar var uppi á göngum, en kaffistofan niðri. Garðar þóttist leggja að hlustir og svaraði svo: Hann, mér heyrist hann vera aðdrekkateiðsitt niðri íkaffistofu. * Maðureinnkom íheimsóknsemoftar til þingmanns síns. Konan tók á móti honum og leizt ekki á, þegarkarl hugðist þramma inn í stofu á forugum skónum og sagði: Heldurðu ekki Jón að þú ætti að fara úr skónum? Karl leit á fætur sér og hugsaði sig um en sagði svo: Nei, ég held að skórnir séu skárri en sokkarnir. Að fenginni fyrri reynslu sagði konan: Alltílagi. * Ung stúlka kom til foreldra sinna og sagði: „Það er al veg á hreinu, að ég ætla ekki að eiga eiginmann, sem hrýtur“. Foreldrarnirhorfðu áhyggjufull hvort á annað, en svo sagði faðirinn: „Gott og vel, stúlka mín. En farðu varlega á meðan þú ert að rannsaka það mál“. * Ungakonan hallaði sérhlýlega upp að dansherra sínum og hvíslaði lokkandi: „Veiztu, að ég er grasekkja?“ „Hvað segirðu“, sagði hann. „En skemmtileg tilviljun. Eg er nefnilega garðyrkju- maður“. * Góðkunningi Fréttabréfsins gaukaði þessum að ritstjóra: Á Vesturlandi eins og víðar var rekinn góð búbót, en hitt ku hafa komið fyrir að einnig væru ófrjálsri hendi tekin tré, enda ævinlega þörf á góðum smíða- sem eldivið. Eitt sinn er þetta barst í tal manna ámilli var fatlaður maður spurður: „Ekki átt þú nú a.m.k. neina möguleika á því að stela neinu svona á þig kominn?“ Þá svaraði hinn snúðugt: „Ég get stolið, en ég get ekki borið“. Sjá bls 26 Húsnæðið nýja á Suðurlandsbraut 24 fatlaðra væri fullkomlega tryggt. Það var gert. Til okkar koma oft fatlaðir menn og eiga auðvelt með það. Húsnæðisstofnunin hefur verið með öryrkja í störfum í ein 15 ár. Þar er nú í öllum tilvikum um menntað fólk að ræða, t.d. tækniteiknara, háskólafólk og almennt skrifstofufólk, sumt hefur orðið að styðjast við hækjur, annað verið í hjólastólum. Allt hefur þetta fólk reynst vel, sumt afbragðsvel, og aldrei hefur neinu þeirra verið sagt upp störfum. Hins vegar hefur það hætt sjálft af því að það hefur talið sig fá nokkra starfsþjálfun hjá okkur og síðan leitað annað. Að sjálfsögðu hefur það setið við sama borð og aðrir í launum, en vitaskuld hefur því verið skipað í launaflokka eftir störfum. Og þar hefur verið allur gangur á. Fötlunin hefur verið af ýmsu tagi. Oneitanlega hefur maður stundum haft efasemdir um það hvort maður ætti að stofna til ráðningar, en aldrei hefurneinum verið neitað um starf sakir fötlunar eða örorku. Svo mikið er víst. Þegar ég lít til baka yfir síðastliðin 25 ár er ég viss um, að ég hef aldrei gert mistök með ráðningu á öryrkja eða fötluðum manni, karli eða konu. Hinu get ég ekki neitað, að einstaka sinnum hefur maður kannski talið, eftir á séð, að maður hafi hlaupið á sig þegar einh ver fullfrískur maður var ráðinn til starfa. Niðurstaða mín, grundvölluð af reynslunni: Maður á vissulega að gera kröfur til fatlaðra, sem sækja um störf, og vissulega verða þeir að uppfylla kröfur um þekkingu og starfshæfni. En jafnframt segirreynslan mér, að fatlað fólk sé prýðis starfsfólk, sem oft og tíðum skarar fram úr. Sigurður E. Guðmundsson. Kœrar þakkir Sigurður. Mættum við minna á jólin. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.