Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 32
Einar Aðalsteinsson fr.kv.stj.: Vinnustofur Öryrkjabandalagsins Vinnustofur Ö.B.Í. samanstanda af tveimur vernduðum vinnustöðum, Tæknivinnustofu Ö.B .í. (Örtækni) og SaumastofuÖ.B.Í. Um síðustu áramót urðu breytingar á stjórn vinnustofanna, en þá lét Anna Ingvarsdóttir af embætti sem fram- kvæmdastjóri þeirra, en við tók Einar Aðalsteinsson. Anna hafði gegnt starfi framkvæmdastjóra frá stofnun Örtækni í nó vember 1976, en Einar hefur gegnt starfi tæknilegs framkvæmdastjóra Örtækni frá árinu 1977. Forstöðumaður saumastofunnar er Guðrún Ólafsdóttir. Yfirstjórn vinnustofanna er í höndum Framkvæmdaráðs Ö .B .1. Örtækni Starfsmenn Örtækni eru í dag fjórtán, þar af tíu fastráðnir. Aðrir eru ráðnir til 7 mánaða í senn. Nýir starfs- menn byrja á eins mánaðar reynslutíma, en síðan tekur við allt að 6 mánaða þjálfunartími. Fremur er erfitt að fá starfsfólk sem veldur vel þeim verkefn- um sem fyrir liggja, en flestir þeir sem ráða við verkefnin eru endurráðnir. V egna mannfæðar er erfitt að veita nýjum starfsmönnum viðhlítandi starfsþjálfun og því orðið tímabært að ráðinn verði verkstjóri eðaleiðbeinandi. Helstu verkefni í dag: Símavinna Siminn hefur lagt til þó nokkuð af verkefnum undanfarið, en verkefni voru fremur rýr fram að sumarfríi. Fjórir einstaklingar vinna við símaverkefni á hvorri vakt. Kapalframleiðsla Kapalframleiðsla hefur dregist nokkuð saman, sérstaklega í stöðluðum köplum fyrir prentara. Innflutningur á tilbúnum köplum frá Taiwan gefur í staðinn nokkurn ágóða. Reiknað er með að auka fjölbreytni í innflutningi, sem bætir samkeppnisstöðuna í framleiðslu sérkaplaeftir þörfum viðskiptavinanna. T alsverð vinna er fólgin í að fylgjast með nýrri tækni og nýjungum í efnisvali til að geta boðið nýja vöru. Einar Aðalsteinsson. Breytingar á tækjabúnaði V inna við breytingar á tækjum hefur verið drjúgur þáttur í starfseminni og hentar oft vel fyrir öryrkja. Breytingar á símtækjum fyrir Heklu h.f. og ljóskösturum fyrir Borgarljós h.f. eru í gangi, en bæði þessi verkefni hafa verið í gangi um nokkurt skeið. A árinu 1989 fóru m.a. fram breyt- ingar á um 1000 skjástöðvum fy rir Einar J. Skúlason h.f. og öllum lottókössum íslenskrargetspár. Samsetning rafeindatækja Örtækni fékkst í upphafi einkum viðframleiðslurafeindatækja. Undan- farin ár hefur hins vegar ekki verið mikið um verkefni af þessu tagi, en þó alltafeitthvað. Nú virðist sem talsvert verði af slík- um verkefnum í framtíðinni, og ber þar hæst samvinna við Rafiðn/Rafagna- tækni um ásetningu íhluta á prentrása- plötur og starfrækslu lóðvélar í eigu Rafiðnar. Þegar hefur talsvert verið um verk- efni við ásetningu fyrir Rafiðn í sumar og haust. Þess má geta að Rafiðn mun hafa með höndum framleiðslu á laxa- og seiðateljurum fyrir Vaka-Fiskeldis- kerfi h.f., sem væntanlega mun gefa veruleg verkefni við ásetningu á prentplötur. Auk ofangreindra verkefna mun aðstaða og vélakostur nýtast til verkefna fyrir aðra aðila og eru þegar á borðinu tvö slfk verkefni. Saumastofa A saumastofunni hefur verkefna- öflun einnig gengið betur síðustu mánuði, eftir samdrátt undanfarið ár. T aupokar fy rir ríkispftalana eru komnir í vinnslu á nýjan leik, ásamt sængur- verum. Talsvert hefur verið saumað af vinnufötumfyrirmötuneyti skóla íhaust og fyrir hótelin í vor og sumar. Einnig hefur verið leitað til ríkisspft- alanna um saum á vinnufatnaði starfs- fólks, en ekki fengist til þessa. Framleiðslafermingarkyrtlahefur verið fastur liður í mörg ár og verður það áfram. Reynt verður að ná til minni sókna álandsbyggðinni, þar sem stærri sóknir hafa flestar þegar keypt kyrtla hjáokkur. Gerður var myndalisti yfir fram- leiðslu saumastofunnar og er verið að senda hann út um landsbyggðina um þessarmundir, m.atil sjúkrahúsa. Ekki er að búast við viðbrögðum fyrr en með haustinu. Framundan er framleiðsla kórkyrtla, keppnis vesta og sængurfata fyrir ríkis- spítalana, en annars er ekki vitað um stórverkefni sem stendur. Fjármál Vinnustofurnar eru reknar með nokkru rekstrartapi, sem greiðist af fjárlögum í samræmi við lög um málefni fatlaðra. Ekki er tekið tillit til stofn- kostnaðar eða afskrifta við útreikning rekstrartaps, og verður því að sækja um fjármögnun sérstaklega til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra vegna uppbygg- ingarog endurnýjunartækjabúnaðar. Sótt hefur verið um styrk til tækjakaupa fyrir báðar vinnustofurnar. Fyrir saumastofu er umsókn vegna kaupa á saumavélum o.fl., en Örtækni sækir um fjárveitingu vegnatækjakaupa fyrir ásetningu á prentplötur, ásamt tölvukerfi og prófunarbúnaði. Lítið hefur verið sótt í Fram- kvæmdasjóð til þessa og því vonast eftir jákvæðum viðbrögðum. okt. 1990, Einar Aðalsteinsson. 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.