Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Page 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Page 33
Ásgerður Ingimarsdóttir: Ofurlítið jólaspjall Isvartasta skammdeginu þegar ljósin verða varla slökkt um hádaginn rennur upp sú hátíð sem gegnum aldimar hefur brugðið birtu og yl inn í huga og hjörtu okkar mannanna. — Jólin sem hjá allflestum eru vafin töfra- ljóma að minnsta kosti í bemskuminn- ingunum. Skyldu ekki flestir eiga sér alla ævi ofurlitla tilhlökkun til jólanna — ég held að þeir sem hafa glatað þeirri tilhlökkun séu fátækari en ella. Að vísu eru jól hinna fullorðnu tengd annríki og umstangi — en er ekki þetta annríki og umstang hluti af jólunum og myndum við í raun og veru vilja missa þennan hluta? Jól bamanna eru einungis jól tilhlökkunarinnar eða hver minnist ekki desembermánaðar sem var minnst sextíu dagar, Þorláksmessu, sem aldrei ætlaði að taka enda og aðfangadags sem stóð algjörlega í stað. Ég man a.m.k. marga slíka. Jólin fyrstu sjö ár ævi minnar átti ég í sveit. Að vísu ekki á venjulegum sveitabæ heldur í heimavistarskóla þar sem pabbi var skólastjóri. Jóla þessara ára minnist ég að vísu ekki mikið en þó er ýmislegt sem rifjast upp —jóla- pakkarnir bak við hurðina í skrifstof- unni hans pabba, græna jólatréð með lifandi kertaljósum í stóru borðstof- unni, sem við byggðum ein um jólin ogjólaboðiðájóladag,þegarfólkiðaf næsta bæ kom í heimsókn og konan þar, sem ég var í miklu uppáhaldi hjá, lék við mig, já, jafnvel skreið með mér á fjórum fótum á gólfinu í alls konar leikjum. — Þessi sama kona, sem kom oft til mömmu að fá að skilja í skilvindunni hennar og sneri skilvindunni með annarri hendinni en hinni hélt hún í hendina á mér og við stigum fram á fótinn og sungum hástöfum — og þó hún væri örlítið hljóðvilltog ég lærði vísumarþannig, þá skipti það engu máli. Svo á annan í jólum fórum við í heimsókn á þennan bæ vegna þess að þá átti dóttirin þar afmæli. Frammi í blámáluðu stofunni með mynd af Hallgrími Péturssyni og Maríu mey með hjartað utan á, eins og Laxness sagði, var kista með kúptu loki og í handraðanum var geymt súkkulaði sem ekki var sparað við undirritaða af vinkonu hennar. En svo fluttum við í Reykjavík og þar áttum við líka yndisleg jól þó öðru vísi væru. Ég man ennþá hvað ég fékk í jólagjöf fyrstu jólin mín hér í borg — það var sú fræga bók um kisubömin kátu og sparibaukur sem var í laginu eins og klukka. — Eitt var þó eins á jólum í sveit og borg. Það var hann Aðalsteinn. Hann var vinur foreldra minna — ókvæntur kennari Ásgerður Ingimarsdóttir. — sem alltaf var hjá okkur á aðfangadagskvöld. Hann var eiginlega jafntengdur jólum bemsku minnar eins og tréð, ljósin og gjafimar og eitthvað var öðru vísi aðfangadagskvöldið 1943, en Aðalsteinn drukknaði þá um vorið. Á jóladag fórum við öll í kirkju klukkan tvö. Ekki byrjuðu strætis- vagnar að ganga þá á stórhátíðisdögum fyrr en klukkan tvö og því var ekki um annað að ræða en að fara gangandi til kirkju. Við áttum heima suður í Skerjafirði og mér þótti þetta langur gangur þá — en nú finnst mér þetta hlægilega stutt miðað við vega- lengdimar innan borgarinnar í dag. Ein góð vinkona mín, sem bjó í næsta húsi við mig sagði við mig fyrir nokkrum árum að hún myndi vel hvað hún hefði vorkennt okkur að þurfa alltaf að fara gangandi til kirkjunnar á jóladaginn — en einmitt þessar kirkjuferðir setja sinn sérstaka blæ á jólin í minningum mínum. Eftir messuna fórum við svo í jólaboð til hennar Guðbjargar móðursystur, sem var elsta systir mömmu. Hún og böm hennar, aðallega ein dóttirin, höfðu eitt stóreflis fjölskylduboð. Þar hitti maður allt frændfólkið á einu bretti og þetta var nú enginn smáættbálkur — systkini, systkinaböm, systkinabama- böm o.s.frv. Ég skil aldrei hvemig allt þetta fólk rúmaðist í íbúðinni sem ekki var nema 4—5 herbergi, en sjálfsagt hefur það verið gamla sagan um húsrýmið og hjartarýmið. Þessi jólaboð eru með öllu ógleymanleg. Eitt jólaboð er mér minnisstæðara en önnur og til gamans ætla ég að segja frá því. Það var þannig að ég hafði auðvitað fengið nýja skó — hina hefðbundnu hælbandalakkskó. — En hvemig sem á því stóð voru þeir þegar til átti að taka alltof stórir á mig — allar búðir lokaðar og engir aðrir boðlegir skór ti 1 — ég varð að vera í þeim. Ég kvartaði sáran, en mammamín blessunin dó þó ekki ráðalaus. Hún sagði mér að fara í ullarsokkana mína undir búðarsokk- ana svokölluðu svo skórnir tyldu betur á fótunum á mér og auðvitað var líka troðið bómull í tæmar. Ég ætla ekki að segja hvernig mér leið í þykku grá- sprengdu ullarsokkunum innan undir hinum í þrælkyntum stofunum hjá henni frænku. ✓ Ihúsinu þar sem við bjuggum voru sjö íbúðir. Samkomulagið í þessu þeirra tíma fjölbýlishúsi var með afbrigðum gott — enginn svo sem inni á gafli hver hjá öðrum, en allir hjálpuðust að ef eitthvað bjátaði á. Þetta var nú á stríðsárunum og margt skammtað, þar á meðal sykur og hveiti. Ég man að ein sambýliskona okkar varð fyrir því óhappi að missa hvítu hnoðuðu tertuna sína í gólfið og hún fór í þúsund mola. Hinar konurnar í húsinu skutu strax saman sykri og hveiti handa henni svo hún gæti bakað aðra, því eins og allir vita, eru þessar tertur nærri ómissandi liður í jólahaldi flestra. Ljósin á göngunum í þessu stóra húsi voru stillt þannig að þau slokknuðu með vissu millibili, en á jólum voru þau stillt þannig að þau loguðu stöðugt og þetta fannst mér svo órækt merki um jólin að mér er þetta alltaf sérstaklega minnisstætt. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.