Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Qupperneq 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Qupperneq 35
dag, það styttir tímann fyrir bömin og gefur þeim fullorðnu frið til að ljúka síðustu verkunum. Það er nú alltaf verið að tala um að þetta sé hátíð barn- anna, en í annríki undirbúningsins eru þessi litlu skinn oft álitin vera dálítið fyrir og þess vegna er sjónvarpið kær- komið afþreyingarefni meðan beðið er. Og svo kemur aðfangadagskvöld — helgasta kvöld ársins. Ég hló nú oft að því í gamla daga að þarna rembdist maður eins og rjúpan við staurinn að hafa stofuna fína og fágaða og svo á hálftíma á aðfangadagskvöld fór allt á hvolf. Bréf, bönd og spjöld út um allt. En þetta tilheyrir. En aðfangadags- kvöld er og verður alltaf sá þáttur jól- anna sem mér þykir vænst um. Jóla- dagamir líða svo við matartilbúning, sælgætisát, lestur jólabókanna og sjón- varpið að ógleymdum blessuðum fjölskylduboðunum, sem eru víst víð- ast hvar ómissandi þáttur í jólahaldinu. Og er ekki líka ágætt að heimsækja fjölskylduna og bjóða henni heim til sín þessa daga. Það er að verða svo alltof lítið um að fólk heimsæki hvert annað og víst margt sem kemur þar til. Meiri vegalengdir og minni tími í þessu þjóðfélagi hraðans og svo sjón- varpið. A.m.k. held ég að fólk sé ekkert orðið ómannblendnara en áður var. Því maður er nú einu sinni manns gaman. Sú birta sem stafar frá jólunum lýsir upp skammdegi okkar. Fólk hugs- ar öðru vísi þegar þau nálgast, verður gjafmildara og leiðir hugann e.t.v. meira að högum náungans. Það er ekki hægt að útskýra af hverju jólin hafa þessi áhrif, þetta er bara svona. Og við skulum vona að jólin og sá andi sem svífur í kringum þau, haldist óbreyttur og að við getum yljað okkur við minningamar um þau frá liðnum árum, rifjað upp bernsku- og æskujól okkur til yndis og ánægju. Það er svo ótal margt sem felst í orðinu „Manstu"? Og hvar værum við stödd, ef engin væru jól. Asgerður Ingimarsdóttir. Umbrotsljóð frá Geðhjálp Aö haustdægrum Nú Ijómar af Ijóðum. Lítil börn í garðinum. Suðræn sumargolan um sælu blómin. En haustsins höfgi hefur innreið sína. Brátt falia á fjöllum fjólur og grös. Gunnar Ólafur. Á meðan dagarnir einn og einn hver á sinn mislita hátt detta af almanakinu og marka sín spor á tilveruna mína stór og smá reyni ég af öllum mætti að mæta hverri stund með sól og sumar í augum. Ágúst Óli. Vatnsberaöld Frelsisvindar fara um álfur finn mér ólga í blóði sjálfur ókunn mögn er milda þraut. Sé ég vini saman ganga sætta bræður, rós á vanga þjóðir stefna beina braut. Leifur. Ljóð um hversdagslega hamingju Hamingjan sveipast um göturnar eins og grá slæða. Grár bjarmi skín á görðunum og á götunum. Og á leið minni í borginni er marglitt mistrið í sólinni allt í kring um mig. Birna. Fákurinn frái hann þýtur á röstinni rétt eins og bjargfuglinn ber sig til flugs. Nemur hér land í vorsali vinda vökulum augum rennir á tinda fuglinn sem langvinnt flugið þreytti fagnandi því sem öllu breytti. Ágúst Óli. Einmana ég sjaldan er á ég gljúpan huga. Vasklega á vængjum fer vorsins dægurfluga. Gunnar Ólafur. Er sunnanblærinn syngur Ijóðin sín ég sest í laut og læt mig aðeins dreyma um ást og von að brosir þú til mín og eitt er víst að þér ég mun ei gleyma. Dagbjört. Heiðarró Ungur var ég áður og í heiði gekk. Heill og engum háður hest minn beizlað fékk. Svipmyndir úr ljóðablaði Geðhjálpar ylja vonandi einhverjum. Stuðlabergseyjarnar gusu upp úr hafinu í fornöld á jörðu þá Guð skóp jörð. Löngun til frelsis og friðar umlykur mann hér út í hvítfextum haföldugeim. Þú sem hér ræður lát fleyið mitt svífa þangað sem líkami og sál geta hvílst. Sigurlaug. Flaug í fjarska sólin fuglinn söng í mó. Blánuðu manna bólin að baki í heiðanna ró. Leifur. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.