Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 36
Gísli Helgason forstöðumaður: „Þegar ég fór í skóla í Reykjavík og uppgötvaði að jólasveinninn var ekki til” Hér um daginn rifjaðist upp fyrir mér að nú í haust eru liðnir þrír áratugir frá því að ég og tvíburabróðir minn komum suður til Reykjavíkur, að hefja nám í Blindraskólanum. A þeim tíma þótti ekki sjálfsagt að fatlaðir nemendur, í þessu tilviki sjónskertir, fengju eðlilega skóla- göngu. Hið opinbera rak engan sér- stakan blindraskóla, en Blindravina- félag íslands starfrækti Blindraskól- ann í Reykjavík og hafði útvegað blindrakennara, en mig minnir að ríkið hafi ekki farið að greiða laun hans fyrr en einum eða tveimur árum eftir að ég kom þangað til náms. Foreldrar mínir höfðu þau viðhorf að þó að við bræður værum sjónskertir og þyrftum sér- kennslu, ættum við rétt á þeirri sömu menntun og aðrir þegnar þessa lands. essi vetur, 1960 var ákaflega afdrifaríkur fyrir mig. Ég var bara svolítið skrítinn áttáragamall eyjapeyi, ákaflega einfaldur og barnalegur í sálinni, og trúði enn á jólasveininn. Þá var ég vanur að hlaupa á eftir brunabílunum íEyjum, þegarkviknaði í og taldi mig geta það einnig í Reykjavík. Það var einn daginn að ég heyrði sírenuvæl og kannaðist við hljóðið. Mér fannst það koma frá Hringbrautinni og tók sprettinn frá Bjarkargötunni og vestur Hringbraut. Ég skeytti ekkert um umferðina. Brunabíllinn í Reykjavík fór miklu hraðar en ég, en það var óvenjulegt, því að í gamla daga fóru brunabílamir í Vestmannaeyjum á rúmlega hlaupa- hraða smápeyja og oft þurfti að ýta þeim í gang. Ég man að í þessu tilviki, þegar ég var að elta brunaliðið í Reykjavík og missti af bflnum, af því að hann fór svo hratt, vatt sér að mér fullorðinn maður og spurði hvert ég væri að fara. Ég spurði á móti: „Hvar er kveiknað í?”. Maðurinn spurði mig hvort ég væri utan af landi, en ég svaraði: “Nei, nei, ég er frá Vest- mannaeyjum”. Þá fannst mér þessi maður bregðast hálf furðulega við og sagði: “Það hlaut að vera, þeir eru Gísli Helgason. skrítnir Eyjamenn”. Ég spurði óþolinmóðlega hvar væri kveiknað í, en maðurinn sagði að það skipti engu og spurði hvar ég ætti heima. Ég sagði honum dvalarstað minn og hann fy lgdi mér þangað, kom við í einh verri sjoppu og gaf mér lakkrís. Mér þótti óþægilegt hvað allt var miklu stærra í sniðum en úti í Eyjum. Mér fannst ég vera eins og þorskur á þurru landi því að svæði það sem ég gat farið hindrunarlaust um var frekar takmarkað. Næsta nágrenni mitt hér í Reykjavík var Hljómskálagarðurinn og þar lékum við okkur með fleiri krökkum sem við kynntumst í hverf- inu. Einu sinni réðust á okkur nokkrar herskáar stelpur. Þá vorum við nokkrir saman, börðumst hetjulega og veltum barnavagni sem þær voru með. Vonandi var ekkert bam í vagninum. ess skal getið að þar sem Blindraskólinn var til húsa að Bjarkargötu 8, var rekið heimili fyrir sjónskert, fullorðið fólk. Dvaldi þarna margt ágætis manna, en við Amþór vorum langyngstir. Næstur okkur þennan fyrsta vetur, var Gunnar Guðmundsson, sem starfar sem símavörður hjá Sambandinu og er þekktur tónlistarmaður. Öndvegis- hjónin Steinunn Lárusdóttir og Ólafur Ögmundsson stóðu fyrir rekstri heimilisins, en Blindravinafélagið átti það eins og Blindraskólann. Steinunn var ráðskona og hafði með sér eina ágæta konu, en Ólafur starfaði sem trésmiður og tók mikinn þátt í heimilishaldinu með Steinunni. Þessi góðu hjón reyndust okkur sem bestu foreldrar og ólu okkur upp eins og þau ættu okkur. Ólafur er enn á lífi, en Steinunn er látin fyrir allmörgum árum. Kennarinn okkar, Einar Hall- dórsson, var mikill sómamað- ur og lagði sig allan fram um að uppfræða okkur og hélt okkur vel að verki. Fljótlega kom í ljós að mér leiddist reikningur og fékk þá herfi- legan magaverk, að því er ég sagði sjálfur, rétt áður en reikningstímar hófust. Þegar svo tímanum lauk, kom ég alheill. Einar sagði ekkert við þessu í nokkra daga, en færði svo reikn- ingstímann fyrirvaralaust og þá varð mér allt í einu ekki stætt á því að vera illt í maganum. Vegna heimilis- aðstæðna úti í Eyjum komum við bræður ári of seint að skólanum. Það vann Einar upp með því að leggja á sig heldur meiri kennslu en honum bar. Á þessum árum voru samgöngur við Eyjar ekki eins góðar og núna, Herjólfur hafði komið árið áður og sigldi til Eyja tvisvar í viku, og svo var flogið þegar gaf, en ansi oft var ófært. Ég gerði mér ekki grein fyrir, hversu alvarlegar afleiðingar það hafði á sálartetrið mitt fyrr en leið að jólum og skal nú greint frá því. Þetta árið, 1960, leið ört að jólum. Ég hlakkaði mikið til að komast heim og spurði Steinunni og Ólaf hvort jólasveinninn kæmi ekki með eitthvað í skóinn handa okkur, og hvort hann vissi að við værum fyrir sunnan. Steinunn lét lítið yfir því, sagði mér að setja skóinn út í glugga og það væri aldrei að vita. Ég setti skóinn út í glugga og það gerði Arnþór líka. Við vorum frekar kvöldsvæfir á þessum 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.