Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 38
I BRENNIDEPLI s Itengslum við umræður urn tryggingamál nú og áður hefur verið ærið mikið um það að öryrkjar hafa kvartað sárlega yfir skerðingu á tryggingabótum sínurn vegna atvinnutekna. Ævinlega hefur þó konrið í ljós að ráðstöfunartekjur viðkomandi hafa verið ólíkt ríflegri heldur en ef um tryggingabætur einar og óskertar hefði verið að ræða. Nú hefi ég oft haldið því fram að farayrði aðmeðfullri gát við skerðingu bóta vegna atvinnutekna, einkum sakir þess að bæði fjármagns- og eigna- tekjur, sem numið hafa miklu hærri upphæðum hafa engin skerðingar- áhrif. Og ég hef ítrekað í endur- skoðunarnefnd tryggingalaga varað við of lágum mörkurn í tekjutengingu almennt þó ég sé hlynntur tekju- tengingu að vissu marki og það allt yfir í grunnlífeyrinn, einkum ef allar tekjur eru taldar fram. Hins vegar hef ég miklar áhyggjur af þessum umkvörtunum öryrkja, einkurn af því að þær ganga oft úr hófi fram og alveg sérstaklega vegna þeirrar sífelldu baráttu og örðugu um Ieið að koma öllum öryrkjum sem virkilega vilja vinna í atvinnu sem hentar. Yfirgnæfandi hluti öryrkja æskir nefnilega þess alira helzt að mega taka virkan þátt í samfélaginu, ekki sízt á sviði vinnunnar. Það er háskalegt og hefur ekki á sér of fagran blæ, þegar menn segjast bara hætta að vinna þegar bætur fari að skerðast og þó tekju- og fjárhagsstaða þeirra yrði ólíkt betri ef áfram væri haldið óhikað. Það er einfaldlega ekki siðferðilega rétt vegna þeirra yfirgnæfandi mörgu, sem meta vinnuna, meta samfélags- þátttökuna, nreta betri fjárhagsástæður í kjölfarið meir og betur en spurninguna um það, h vort samfélagið greiði þeim einhverjum þúsundum minna. „I raun ætti hver og einn að gleðjast svo yfir að geta þó unnið, að annað ætti hreinlega ekki að komast að“, sagði konaein með mjög erfiða örorku, sem alltaf hefur unnið, oftast af miklu meiri vilja en mætti. Þessi orð hennar mættu öryrkjar íhuga vel og vandlega. Það gæti orðið harla erfitt að sækja fast fram um atvinnu við hæfi handa öllum öryrkjum, ef þetta viðhorf ætti að verðaríkjandi, að aldrei mætti vinna meira en svo að bætur skertust í engu. í fullri alvöru og einlægni skal því sagt að nógu strangt er þetta stríð, þó ekki verði áberandi það viðhorf, það siðferðismat að betra sé að hirða bætur í iðjuleysi en vinna eftir mætti og auðgast á svo rnargan hátt af því að eiga eitthvert slíkt hlutverk sem öll vinna veitir. * Fjárlagafrumvarpið liggurnú fyrir og vel má vera að það taki ein- hverjum breytingum í meðförum þings, en þó verða þar varla neinar byltingakenndar kollsteypur t.d. í þeim málaflokkum er mestu varða hér. Hér verður aðeins kornið inn á örfá meginatriði: Breytingar á framlagi til stofnana fatlaðra hjá félagsmála- ráðuneyti eru þær helztar að heildarprósentan hækkar um 14. Fjárlög 1990 eru 1.409.024 þús., en frumvarpið gerir ráð fyrir 1.612.630 þús. á árinu 1991. Hér er naumt skammtað og greinilega gengið út frá því að verðbólga verði áfrarn afar lág s.s. nú er og væri það vel, en aukning er hins vegar ekki beysin á umfangi. Framkvæmdasjóður fatlaðra fær nú 225 millj. í stað tæpra 197 millj. ífyrra (eftir 2% niðurskurð, sem lofað var að aldrei skyldi verða). Nýr liður: Félagslegar íbúðir fyrir fatlaða, sem er í samræmi við ákvæði kjarasamninga og á að standa straum af fimm ársverkum þroskaþjálfa til aðstoðar væntanlegum íbúum. Upphæð: 8 millj. Ber að fagna þessu. Framlög til nýrra sambýla eru aðeins til tveggja, annars vegar til sambýlis fyrir blinda í Reykjavík og sambýli í Borgarnesi, hvoru tveggja frá miðju næsta ári. Hjá heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti eru málefni fatlaðra með 47.480 þús. í stað 44.933, en þar til viðbótar eru svo Kópavogshæli og Tjaldanes. Hjá menntamálaráðuneyti má sér í lagi geta um þann góða vísi að samskiptamiðstöð heymarlausra, sem staðfestur er með 5,3 millj. kr. fjárveitingu til þjónustu við heyrnarlausa, sem nú er undir liðnum Heyrnleysingjaskóli, en færist að sjálfsögðu yfir á samskiptamiðstöðina, þegar hún vonandi verður að veruleika á næsta ári. Skólar fyrir fatlaða hækka um þessi sömu 14% og málefni fatlaðra í félagsmálaráðuneyti eða úr 365.610 í 404.640 þús. og er þá fátt eitt talið.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.