Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Síða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Síða 39
Varðandi Framkvæmdasjóð fatl- aðra er nú sem fyrrum alls óviðunandi að sjóðurinn sé ekki einu sinni jafngildi þeirra tekna, sem koma beint í gegnum Erfðafjársjóð. Á árinu 1989 voru tekjur Erfðafjársjóðs 226 millj., en framlagið 201 eða 197. Með hógværum framreikningi má reikna með 260 millj. í þennan sama Erfðafjársjóð áþessu ári, enframlagið til Framkvæmdasjóðs nemur aðeins 225. Ríkisframlagið sjálft er löngu gufað upp og óskertum tekjum Erfðafjár- sjóðs ekki skilað. Hér er sannarlega verk að vinna, þó þröngt sé sagt í búi. Aðeins tvö dæmi tekin sem sanna hvílík óhæfa það er í raun að skerða Framkvæmdasjóð fatlaðra svo, en vísa jafnframt í enn ríkara mæli verkefnum til hans. Annað dæmið er um Glit h.f. og aðild félagsmálaráðuneytis að því máli. Þar var fjármunum lofað, en þegar til átti að taka var væntanlegum fjárskuldbindingum að fullu varpað á Framkvæmdasjóð fatlaðra. Hitt dæmið varðar heimili fyrir heila- skaðaða. Þar taldi ráðherra heilbrigð- ismála sig geta tryggt helmingsfram- lag á fjárlögum beint til byggingar- innar við Grensásdeild, en niðurstaðan er 10% á móti Framkvæmdasjóði fatl- aðra, sem auk þess verður nú að taka við húsinu að Reykjalundi fokheldu í ofanálag. Það væri að æra óstöðugan að rekja frekari dæmi sem öll sanna að jafnhliða skerðingu er sjóðnum ætlað að sinna frekari verkefnum. Nægir í því efni að vísa beint í fjárlagafrumvarpið, en þar stendur í athugasemdum skýrt og skorinort. „Jafnframt er í athugun að færa út hlutverk sjóðsins“. Ríkisstjómir eiga ekki efndasögu margra ljómandi loforða í þessum málum, því rniður. * Þess ber einnig að geta sem gert er vel. Eins og sjá má annars staðar íFréttabréfinu hafanýlega verið lögð fram tvö þingmál, sem snerta öryrkja óneitanlega. Annars vegar er frumvarp um breytingu á lögum um almanna- tryggingar, þar sem kveðið er á um að greiðsla tryggingabóta skuli fara fram 1. hvers mánaðar í stað 10. s.s. nú er. Hins vegar er svo tillaga til þingsályktunar um átak til kynningar á framleiðsluvörum verndaðra vinnustaða og tilmæli til opinberra aðila um leið að velja sem mest þessar vörur. Oneitanlega finnst okkur hér að þingmenn mættu sýna okkar fjöl- mörgu málefnum meiri áhuga og skilning, þó við metum virkilega það sem svo er unnið ágæta vel. Hins vegar skal það sagt hér að gjarna vildum við fá meira og betra samband við alþingismenn og ef einhverjir skyldu nenna að lesa þessar línurj þá er þeim hér með boðið í heimsókn hér til Öryrkjabandalagsins til að kynna sér störf þess og stöðu og enn frekar ýmislegt sem hér berst inn á borð af brýnum erindum okkar fjölmörgu illa stöddu skjólstæðinga. Hvergi er til þess kjörnari vettvangur en einmitt á Alþingi að leggja þessum málum öllum liðsinni nokkurt. * Frumvarp til laga um almanna- tryggingar er nú til meðferðar í þingflokkum og ríkisstjórn og er vægast sagt mjög mikil óvissa um afdrif þess og ólíklegt má telja að það nái fram að ganga nú á kosningaþingi. Tekjutenging grunnlífeyris er það atriði, sem öðru fremur stendur á og að vonum, svo viðkvæmt, sem það er og tekjumörk frumvarpsins alltof lág, ef einhver von átti að vera um fram- gang þessa. Ritstjóri fyllti flokk tekjutenging- arfólks í nefnd þeirri, sem að frum- varpinu vann, en vildi hafa tekju- mörkin til muna hærri. Ástæðan var einföld. Aðeins þann- ig sá hann einhverja von þess, að önnur mikilvæg mál hinna miður settu mættu þokast á veg. Rammi sá er ráðherra setti nefndinni um að útgjöld ykjust ekki leiddi auðvitað til þess að leitað væri að jöfnunaraðgerðum innan kerfisins. Auðvitað hefði verið ánægjulegast að bæta við og breyta til batnaðar óháð öllum útgjaldatölum, en margra mat er það að við séum komin nokkuð nærri þeim heildarútgjöldum í heil- brigðis- og tryggingamálum og jafnvel félagsmálum, sem möguleg eru okkar samfélagi. Allar vangaveltur nú um þessi mál á svo mikilli óvissutíð eru máske út í bláinn, en uggur minn er sá að tekju- tengingarþátturinn yfirskyggi allt annað og engar úrbætur frumvarpsins nái fram að ganga fyrir bragðið. Þær úrbætur eru nefnilega nokkurs virði, einkum fyrir okkar verst setta fólk, sem svo sannarlega bíður eftir betri tíð. Þá yrðu bætur greiddar út fyrirfram í mánaðarbyrjun, þá myndu örorkulífeyrir og örorkubætur hækka nokkuð, þá myndu vasapeningamir vesælu stórhækka, sömuleiðis sjúkra- dagpeningar, umönnunarbætur yrðu að veruleika og farið yrði að taka þátt í uppihaldskostnaði sjúklinga og aðstandenda utan af Iandsbyggðinni svo aðeins á það helzta sé minnzt. Þá verður að knýja á þingmenn og stjórnvöld að útkoman úr þessu öllu saman verði ekki eitt stórt núll fyrir þá sem þurfa á að halda af því að rnenn eru svo óskaplega óttaslegnir við þá, sem hafa það svo miklu betra. Nú reynir nefnilega á vilja manna til jöfnunaraðgerða innan okkar trygg- ingakerfis. Við sjáurn hvað setur. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.