Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 40
AF VETTVANGI GIGTSJÚKRA Sveinn Indriöason tekinn tali 1989 átti Fréttabréfiö viðtal við þann mætamann Jón Þorsteinsson lækni, sem þar sagði okkur frá fjölmörgu því, sem Gigtarfélag íslandsgerirfyrirsittfólkog um leið kom hanntilokkarhinumfróðlegustu upplýsingum um „baragigtina“, sem kvelurþó margan manninn. En okkur leikur líka hugur á því hér að fá einhverja vitneskju frá félagsmanni í Gigtarfélaginu, sem annars vegar er leikmaður, sem gigtin hefur heimsótt rækilega og hinsvegarerforystumaðurífélaginu ogfrumkvöðull um leið. Ég átti því láni að fagna að fá í litlu liðsinnt þeim gigtarfélagsmönn- um, þegar þeir hófu leikinn, enda varég þááþeim vettvangi, þarsem oftvarauðveltaðfáliðsinni margra við málefni góð. Ég dáðist þá að þeim mikla baráttukrafti, sem einkenndi þásem í fylkingarbrjósti fóru og bjartsýnin og raunsæið léku skemmtilega saman og því að vonum að vel tækisttil. Sveinn Indriðasonereinnfrum- herjannaog hannervíðaávettvangi þar sem málefni fatlaðra eru efst á baugi og hann er gjaldkeri Gigtar- félags íslands nú. Hann erfulltrúi í Svæðisstjórn um málefni fatiaðra í Reykjavíkog hann varvarastjórnar- maður í Öryrkjabandalagi íslands, svo aðeins sé á tvennu tæpt. Ég biðSvein nú aðsegjamérfrá starfseminni í dag, bið hann einnig að horfa til baka og síðast en ekki sízt að fara yfir framtíðarsýnina. Og gef ég nú Sveini orðið: egar Gigtarfélag íslands hóf rekstur Gigtlækningastöðvar- innarárið 1984, vissu stjórnarmenn lítið hvaðvarframundan, annaðen þörf hinna mörgu þúsundagigtsjúkra á læknishjálp og sjúkra- og iðjuþjálfun. Þessi starfsemi hefur fyrir löngu sannað sinn tilverurétt. Þangað komu 546 sjúklingartil sjúkraþjálfun- ar árið 1989, þar af 406 konur. Næstum helmingurþeirrafóreinnig íiðjuþjálfun. Þessi mikli fjöldi kvenna umfram karlmenn er í samræmi við reynslu annarraþjóða, þóekkisétil Sveinn Indriðason. skýring á því hvers vegna sumir gigtsjúkdómar leggjast svo mjög á konur. Það hefurkomið í Ijós við þjálfun þessa fólks, að mikil þörf er á áframhaldandi hópþjálfun og ráð- gjöf. Sá sem þjáður er af gigt daga og næturreynistekki hafalíkamlegt eða andlegt þrek að loknu daglegu amstri, til að stunda þjálfun í sínu eigin horni. Vegnaþessaernú rætt um stækkun húsnæðis Gigtlækn- ingastöðvarinnar til hvers konar hópþjálfunarogfræðsluum hvernig nýta megi skerta krafta sér til framfærslu og betri lífsgæða. Útgáfa tímarits félagsins færist alltaf heldur í aukana og hafin er útgáfa bæklinga. Einn er kominn út og tveir á leiðinni. Til útgáfu þeirra hefur félagið notið aðstoðar Öryrkjabandalagsins. Mín skoðun er sú, að þátttaka í starfi Öryrkja- bandalagsins sé félögunum afar mikilvæg, enda fer starfsemi þar stöðugt vaxandi, öllum öryrkjum til hagsbóta. Það merkasta, sem er fram- undanásviðigigtarmála,erNorrænt gigtarár 1992. Norðurlandaráð styður Samtök norrænna gigtar- félaga í að helga þetta ár fræðslu um gigtsjúkdóma og afleiðingar þeirra á sem flestum sviðum. Má þar einkum nefna fræðslu til heilbrigðisstétta, starfsmanna ríkis og bæja, svo og fjölmiðla. Stjórnvöld eru nú loksins að átta sig á því, að gigtsjúkdómar valda meiri harm- kvælum en flestir aðrir sjúkdómar. Gigtsjúkir hafa löngum staðið höllum fæti gagnvart örorkumati og tryggingabótum. Þeir eru margir á góðum aldri, með báða fætur jafn- langa og hendur ennþá ókrepptar. Þaðsástt.d.ekkiágigtsjúkrimóður, að hún þorði ekki að taka þarn sitt í fang sér af ótta við að missa það, vegna þess að kraftana vantaði í hendurnar. Biðin eftir aðgerðum er eitt stærsta vandamál gigtsjúkra. Hún getur tekið allt að tveim árum. Á meðan skerðist þrekið og fjárhagur- inn hrynur jafnvel í rúst. Hvar er þá þlessað jafnréttið? Þaðþykirsjálfsagtað mennta fólk fram eftir öllum aldri og greiða því svo hærri laun vegna þess hve lítið er eftir af ævinni. Ef sá hinn sami fatlast, þá horfir málið allt öðru vísi við. Eða hvernig líst mönnum á að metatil fjárfötlunina, tapaðartekjur vegna sjúkrahúsvistar og endur- hæfingar og miða bætur við það. Mérernæraðhaldaaðþjóðfélagið myndi græða á því í beinhörðum peningum, vegna þess að fatlaðir hafa sýnt sig að vera góðir þjóð- félagsþegnarog myndu skilaþessu ísköttum. Það hefursannast í athugunum erlendis að hver króna, sem fer til aðgerða ágigtsjúkum og endurhæf- ingar, skilar sér tuttugu sinnum til baka í þjóðfélagið. Það er 2000% ávöxtun. Ég veitekki um neinabetri fjárfestingu í þessu þjóðfélagi.En þetta kemst ekki til skila til þeirra, semfjallaumtryggingabætureðatil stjórnmálamanna, sem ákveða lokundeildaásjúkrahúsum. Erekki þarna verið aðsparaeyrinn, en kasta krónunni? En áfram heldur stríðið. Ritstjóri þessa Fréttabréfs og margtgottfólk úr forystuliði fatlaðra er að vinna orrustur öðru hverju, en stríðið um jafnrétti fatlaðra er ennþá óunnið. Það ætti þó ekki að vera ofverk ráðamannaþessafámennisþjóðfé- lags að kippa þessu í liðinn, en því miður er lausnin ennþá bundin við skálaræðurum velferðarþjóðfélagið. Sumir þegnar þessa þjóðfélags eru nefnilegaennþásvomikiðjafnari en aðrir. Sveinnlndriðason. 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.