Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 4
Ragnar R. Magnússon form. Blindrafélagsins: Meginreglur Sameinuðu þjóðanna Eins og ykkur mun flestum kunn- ugt hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt fram tilmæli um framkvæmd í málefnum fatlaðra, sem beinast fyrst og fremst til ríkisstjórna landa heims. Hér á landi eru þessar tillögur nefndar Meginreglur SÞ. Boðskapur Samein- uðu þjóðanna í málefnum fatlaðra er í 22 liðum. Þar eru ríkisstjórnir allra þjóða ótvírætt hvattar til að kynna hugmyndirnar ítarlega og veita fötl- uðum stuðningsþjónustu, endurhæf- ingu og menntun við hæfi. Enn fremur sjái þær svo um að næg atvinna sé í boði og aðgengi sé tryggt á öllum sviðum samfélagsins. Þá er minnt á að virða og styðja starfsemi samtaka fatlaðra og lýst yfir mikilvægi alþjóð- legs samstarfs á þessum vettvangi, svo einhver dæmi séu tekin. • • Oryrkjabandalag Islands og aðildarfélög þess gætu í aukn- um mæli notað Meginreglur Samein- uðu þjóðanna, sem slagkraft í siðferði- legum og pólitískum áhrifum gagn- vart ríkisstjóm Islands, sveitarstjórn- um og stjórnendum fyrirtækja og stofnana. Nú veit ég að þó nokkuð starf hefur verið lagt af mörkum í þessu skyni. En það er mikilvægt að upplýsa sem víðast um þessar hug- Ragnar R. Magnússon. myndir. Sameinuðu þjóðirnar eru sannarlega ákjósanlegur bandamaður okkar í þessum efnum. Rödd samtaka okkar heyrist skýrar með tilstyrk þeirra. Þetta gæti því verið kærkomið tækifæri fyrir stjórnvöld að skoða hugmyndir og heildaráherslur í mála- flokknum. Það er augljóst að veiga- mikil framfaraspor hafa verið stigin hér á landi á undanförnum áratugum. En það er nauðsynlegt að halda áfram, þar sem víða er ennþá úrbóta þörf. En hvernig eigum við sjálf að halda áfram að nýta okkur kraft Meginreglnanna? Byrjunin gæti verið að öryrkjafélögin ásamt styrktarfélög- um kynni félagsmönnum sínum þess- ar reglur mjög gaumgæfilega. Það er nauðsynlegt að félagarnir þekki þær til þess að nota hugmyndirnar í hags- munabaráttu samtaka sinna. Þannig væri ákjósanlegt að gera nú þegar áætlun í þessu skyni. Samhliðaþessari fræðslu gæti verið mikilvægt að skoða umgjörð og innihald þjóðfélagsins gagnvart fötluðum. Svo gætu félaga- samtökin borið Meginreglumar sam- an við almenn lög og lög um málefni fatlaðra. Þannig væri hægt að meta hvar þjóðin okkar er á vegi stödd við að uppfylla tilmæli reglnanna. Síðan má hugsa sér að aðildarfélögin með Öryrkjabandalagið í broddi fylkingar komi þessari þekkingu til sem flestra stjórnmálamanna um allt land og almennings. Meginreglur Sameinuðu þjóðanna em ekki lagabundnar heldur siðferðilegur og stjórnmálalegur vegvísir til virkrar þátttöku fatlaðra í þjóðfélaginu. Það er því mikilvægt að hvetja ríkisstjóm Islands að standa vörð um innihald þeirra og gera fram- tíðaráætlanir um enn frekari úrbætur þar sem þeirra er þörf. Það yrði gæfa lands og lýðs. Ragnar R. Magnússon, formaður Blindrafélagsins. Frá Styrktarfélagi Perthes-sjúkra Eins og lesendum ætti að vera vel kunnugt var Styrktarfélag Perthes-sjúkra stofnað á sl. hausti. 28. marz sl. hélt félagið sinn fyrsta aðal- fund. Formaðurinn Halldóra Björk Óskarsdóttir flutti þar skýrslu stjómar og kvað félagið hafa einbeitt sér frá stofnun að kynningarstarfi jafnt inn á við sem út á við. Kynningarblað var útbúið þar sem félagið var rækilega kynnt, sagt ítarlega frá tilgangi þess og Perthes-sjúkir sem og aðstand- endur þeirra hvattir til að hafa sam- band. Formaðurinn hafði í samráði við Odda-prentsmiðju hannað hið smekk- legasta félagsmerki sem prýddi haus kynningarblaðsins. Kynningarblað þetta hafði m.a. verið sent út á heilsugæzlustöðvar landsins, til heimilislækna og bæklun- arlækna. A aðalfundinum var kosin ný stjórn og varastjórn. Formaður er áfram Halldóra Björk Óskarsdóttir en aðrir í stjóm: Amþrúður Soffía Ólafs- dóttir, Elsa Sigurðardóttir, Jórunn Guðmundsdóttir og Sigrún Waage. Til vara eru: Gunnar Þór Jónsson, Hákon Daníelsson, Runólfur Alfreðs- son, Tryggvi Friðjónsson og Tryggvi Leósson. A eftir aðalfundarstörfum flutti Gunnar Þór Jónsson bæklunarlæknir hinn fróðlegasta fyrirlestur og kom víða við. Hann ræddi orsakir Perthes- sjúkdómsins og hvað unnt væri að gera til að afleiðingar yrðu sem allra minnstar og að fólki liði sem bezt, þrátt fyrir sjúkdóminn. Hann nefndi að með þjálfun og meðvitaðri virkri þátttöku bamanna sjálfra mætti betri árangri ná. Fjölmargar fyrirspumir bárust. Þegar þær Halldóra Björk og Sigrún Waage áttu tal við ritstjóra um fundinn var framundan samkoma hjá félaginu, fyrst og fremst fyrir börnin, með skemmtilegri dagskrá sem til allra ætti að höfða - allt frá þeim yngstu og upp úr. Og svo heldur kynningin og fræðslan áfram á fullu. H.S. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.