Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 11
Molar til meltingar Framkvæmdasjóður fatlaðra hefur verið til nokkurrar umfjöllunar hjá Öryrkjabandalagi íslands að undanförnu og ekki að ástæðulausu, því fjölmörg félög innan bandalags- ins, sem í fjárfrekum framkvæmdum standa fyrir sitt fólk, fá svo takmark- aða aðstoð til þeirra verkefna úr sjóðn- um eða þá enga að þeim þykir sem mælirinn sé nú fullur. Enginn heldur því fram að einhvers konar sjálftaka úr sjóðnum eigi að gilda, þannig að félögin framkvæmi fyrst og sjóðurinn greiði svo það sem upp er sett, enda fara félögin hreinlega ekki fram á neitt slíkt. Hins vegar eru þeirra þungu rök þau, að þau séu með framkvæmdum sínum að sinna þáttum sem hið opin- bera annars yrði að sinna með ein- hverjum hætti. Sömuleiðis eru þau ekki að fara fram á að fá allan kostnað uppi borinn af hinu opinbera, í þessu tilviki af Framkvæmdasjóði fatlaðra, heldur aðeins að framkvæmdin sé styrkt eðlilega og til móts við þau myndarlega komið, þegar svo er að verki staðið í framkvæmdum sem annars kæmu í hlut hins opinbera að fullu og öllu. Vissulega er erfitt að leggja hlutlægt mat á það í hverju tilviki, hver hlutur félags á að vera og hver hlutur hins opinbera, en hitt alveg morgunljóst, að ótvíræð laga- ákvæði mæla fyrir um styrkveitingar til slíkra framkvæmda, þó mála sann- ast þyrfti að setja þar um skýrari verk- lagsreglur. egar úthlutað er eins og nú nær 470 millj. kr. úr sjóðnum, er óverjandi með öllu að aðeins brota- brot þessa fjár fari til félaga með þjónustu við mjög fjölmenna fötlunar- hópa, svo þúsundum skiptir. Við borð lá að fulltrúi Öryrkjabandaiagsins í Stjórnarnefnd tæki ekki þátt í afgreiðslu mála nú og máske hefur sá gert rangt að taka endanlega undir afgreiðsluna eftir að örlitlu hafði verið hnikað til. A.m.k. hefur sá sem þar á sæti og þetta ritar mjög hugleitt stöðu sína í Stjórnarnefnd við þessar aðstæður og málafylgju alla. Við þetta bætist það, að í raun er Stjórnamefnd aðeins orðin eins konar stimplunar- aðili á úthlutun sem ráðuneyti félagsmála hefur lagt nær fullmótaða fram. Slík vinnubrögð hafa ekki áður viðgengist í svo ríkum mæli, fyrir utan svo það að í vaxandi mæli hefur ráðu- neytið í skjóli lagaákvæðis til bráða- birgða um rekstur vísað æ fleiri slík- um rekstrarþáttum á Framkvæmda- sjóð fatlaðra, rekstrarþáttum sem eðli máls samkvæmt áttu að fá sinn eðli- lega framgang á fjárlögum. s Otti manna því eðlilega sá að ráðuneytið vísi enn frekar á Framkvæmdasjóð verkefnum, sem ekki hefur tekizt að fá inn í fjárlög hverju sinni og fer þá enn frekar að vakna spumingin um að hætta að kalla Framkvæmdasjóð fatlaðra því nafni, atriði sem alltaf hefur verið lögð ofur- áherzla á af hálfu samtaka fatlaðra, að sá sjóður stæði undir nafni. Öryrkja- bandalagið setti á laggimar þriggja manna starfshóp til að fara yfir úthlut- un Framkvæmdasjóðs fatlaðra síðustu þrjú árin með það að markmiði að fá fram hversu jafnræðisreglunni milli fötlunarhópa sé og hafi verið fram- fylgt. Ætlunin er svo í framhaldi af því starfi að eiga viðræður við ráð- herra félagsmála og aðstoðarmann hans, en sá er einnig formaður Stjórn- arnefndar og mótar umfram aðra úthlutun úr sjóðnum. Endurskoðun laga um málefni fatlaðra stendur nú fyrir dyrum og verður þar í mörgu erfitt um vik miðað við þá óvissu sem í dag ríkir um hvort málaflokkurinn verður áfram hjá ríkinu eða flyzt yfir til sveitarfélaganna. En það er ljóst að einmitt þetta atriði, að ákveðins jafn- ræðis milli fötlunarhópa verði gætt við úthlutun úr Framkvæmdasjóði fatlaðra, hlýtur að verða eitt þeirra meginatriða sem til vandlegrar skoð- unar koma. Öryrkjabandalag Islands hefur þegar tilnefnt Hauk Þórðarson, varaformann bandalagsins til setu í endurskoðunarnefnd ráðuneytisins. Starf þessarar nefndar mun ærið verða á ýmsa lund og þess eins beðið hversu um einstök mál fer og hver laga- ákvæði verða um framkvæmd þeirra. * Mála sannast er það margt sem hér þyrfti að vekja verðuga athygli á okkar fjölmörgu lesendum til frekari glöggvunar en þó gert sé er auðvitað alltaf spurning um hvort og hversu lesið sé. Skattamál snerta hvern einasta sjálfráða einstakling og því mikilvægt að menn viti sem gleggst leikreglur allar í því sambandi. Með skattframtali hvers árs fylgja afar glöggar og góðar upplýsingar um hvaðeina en okkar reynsla hér sú að oftar en ekki fari of margt þar fyrir ofan og neðan garð hjá fólki. I 66. grein skattalaga er ákveðin heimild, þar sem fólk getur sent inn sérstaka beiðni um skattalækkun á grundvelli ákveðinna erfiðra aðstæðna á ýmsan veg. Veikindi og áföll önnur koma þar m.a. inn í myndina. Nú þarf hér um að sækja á sérstökum eyðublöðum og raunar til þessa vísað á fyrstu síðu skattframtalsins. Við hér höfum hins vegar lúmskan grun um að alltof fáir sem þó eiga til þessa rétt sæki hér um, átti sig einfaldlega ekki á því hve ein- falt í raun þetta er eða hreinlega viti ekki nægilega vel um tilvist þessa ákvæðis og þann árangur sem af má hafa í vissum tilvikum. Fangt er nú í að fólk fari næst að telja fram en fljót- ur er tíminn að líða og fyrr en varir komið að reikningsskilum hvað skatt- inn varðar einu sinni enn. I desember- blaðinu munum við freista þess að vekja á þessu verðuga athygli, því ef tilgreindar ástæður eru fyrir hendi þá er vissulega rétt að láta reyna á hvaða rétt fólk á. Þetta á ekki hvað sízt við um sérstaka aðstoð félagsmálastofn- ana, sem talin er fram sem beinar tekj- ur, en kemur oftar en ekki til vegna sérstakra áfalla eða veikinda umfram hið venjulega og fellur þá hiklaust undir skilgreininguna skv. 66. grein skattalaganna. Fólk á alltaf að láta reyna á rétt sinn, þegar þær aðstæður eru fyrir hendi sem kalla á lagfæringu eða leiðréttingu. * Og að lokum nú: Hvernig væri að þið, lesendur góðir legðuð nú til mola næst. Þeir yrðu alla vega vel þegnir, hvort sem þeir yrðu auðmeltir eður ei. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDAFAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.