Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 12
HIIÐABÆR 10 ARA að má með sanni segja, að í samfélagi okkar sé víða að finna þær vörður sem veginn lýsa, sem vísa okkur á velferðarleið þá sem við blessunarlega göngum svo myndarlega, en sem okkur þykir oft og tíðum svo sjálfsögð, að við tökum ekki eftir því, hversu vel er að verki staðið, hve vel er unnið af alúð og umhyggjusemi til að létta þeim lífs- gönguna sem erfiðara eiga. Vörð- umar á velferðarleiðinni em vissulega margar og þegar um stund er staldrað við einhverja þeirra og starfsemi skoðuð verður okkur dagljóst hversu dýrmætt það er að eiga umvefjandi velferðarnet svo víða til hjálpar, til björgunar hreinlega. A slíkum stundum verður okkur líka ljósara en ella, hver nauðsyn er að verja velferðarkerfið, gera gott kerfi ennþá betra, ná til að aðstoða ennþá fleiri sem á þurfa að halda, breyta og bæta, því víða kallar að knýjandi þörf, þó svo margt sé mætavel gert. Þessi orð komu í hugann þegar undirritaður átti þess kost f. h. Öryrkjabandalags íslands að sam- fagna aðstandendum og starfsfólki Hlíðabæjar hinn 23. mars sl. á voru einmitt tíu ár frá því sú farsæla starfsemi hófst þar í húsakynnum góðum, en Hlíðabær er við Flókagötu í Reykjavík, númer 53 þar. Þetta er glæsi- legt þriggja hæða hús með hinu vist- legasta rými til að hýsa þá góðu starfsemi er þarna ferfram. Oghvað er þá Hlíðabær og fyrir hvað stendur starfsemin þar, myndi máske ein- hver spyrja. í Hlíðabæ er dag- vistun fyrir Alz- heimer-fólk sem nú mun algengast að kalla minnis- skerta eða minnis- sjúka. Forstöðu Hlíðabæjar hefur á hendi Sigrún Óskarsdóttir og hún flutti ávarp í upphafi og greindi frá því að á hinum eiginlega afmælisdegi - 22. mars - þ.e. deginum áður hefði ýmis- legt verið gert til hátíðabrigða fyrir heimilismenn. Forseti Islands hefði í heimsókn komið og glatt fólk ómetanlega með sinni hlýju og reisn sem alltaf einkenndi hana, kærkomið tónlistaratriði verið flutt og að sjálf- sögðu hefði veglegt veizluborð sett sinn hátíðablæ á allt. Sigrún rakti því næst upphafið að rekstri Hlíðabæjar, þann skort á þjónustuúrræðum sem verið hefði fyrir minnissjúka, þrátt fyrir gott athvarf margra í Múlabæ. Mönnum hefði vel ljóst verið að sérhæft þjónustuúrræði yrði til að koma einnig. Rekstraraðilar Hlíðabæjar (sem og Múlabæjar) eru Reykjavíkurdeild RKI, SIBS og Félag eldri borgara, en fyrirrennarar þess félags Samtök aldraðra. I fyrsta fulltrúaráðinu voru frá Reykjavíkurdeildinni: Arinbjöm Kolbeinsson og Ingunn Gísladóttir sem vel að merkja væru þar enn; frá SÍBS: Oddur Ólafsson og Kjartan Guðnason og frá Samtökum aldraðra: Hans Jörgensson og Sigurður Gunn- arsson. ✓ Iaðdraganda þessa hefði svo Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga verið stofnað og greindi Sigrún í leiðinni frá helztu markmiðum þess mæta félags. Frá upphafi verið ráð fyrir því gert að hér yrði um litla einingu að ræða með sem allra heim- ilislegustum blæ og það veit ritstjóri að hefur vel tekizt. Fyrir forgöngu þáv. borgarstjóra, Davíðs Oddssonar, hefði Reykjavíkurborg keypt þetta glæsilega hús sem þá hefði einmitt verið til sölu og afhent það svo rekstr- araðilum til afnota. Hlíðabær var í fyrstunni deild frá Múlabæ, en Hlíða- bær var að sjálfsögðu fyrsta dagvistun beinlínis af þessu tagi. Frá upphafi hefur læknir heimilisins verið Jón Snædal, öldrunarlæknir og hefði það verið til giftu góðrar. Markmið dag- vistunarinnar væru mörg m.a. að stunda markvissa þjálfun, létta álagi af aðstandendum og hindra eða tefja innlögn á langdvalarstofnanir. Inntak- ið í reynd það að sinna sem bezt þörf- um þess fólks sem þarna á daglega vist, allt fólk sem háð er leiðbein- ingum og stuðningi. Heimilishald allt í röð og reglu enda þessu fólki nauðsyn. Dagskráin í föstum skorð- um en þó með tilbreytingu. Allt gert til að viðhalda sem bezt sjálfstrausti og virðingu og veita öryggi um leið. Sigrún rakti svo dagskrá hins venju- bundna dags, en fólk fær þama morg- unverð, hádegisverð og síðdegiskaffi. Það eru morgunfundir, lesið úr blöð- unum, spilað, lesið, sungið og dansað. Utivist alltaf ef unnt er. Síðan eru vinnustofur í kjallara þar sem reynt er að finna hverjum og einum verkefni verðugt og við hæfi. Prestur kemur hálfsmán- aðarlega í heim- sókn. Það er farið á söfn, kaffihús, í félagsmiðstöðvar o.s.frv. Með þessari fjölbreyttu þjón- ustu er reynt að draga úr verstu fylgikvillum sjúk- dómsins. Sigrún sagði sér nú efst í huga hið góða samstarf sem verið hefði við þá einstaklinga Forseta íslands afhent gjöf frá heimilisfólki. 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.