Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 17
SJÁLFSBJÖRG SÓTT HEIM Ritstjóri Fréttabréfsins reynir ævinlega að fá sem gleggstar fréttir af framgangi mála hjá félögum bandalagsins og sum hver senda allreglulega inn fréttir af far- sælu starfi eða einstökum atburðum sem upp úr standa. Næstu nágrannar okkar, fyrir utan Geðvemdarfélag íslands, sem á sitt aðsetur hér í húsinu, eru vitanlega þeir Sjálfsbjargarfélagar sem byggja Hátún 12, sem ekki einasta hýsir félagsstarfsemi Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra og Reykjavíkur- félagsins, heldur einnig Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar, Dagvist Sjálfsbjargarog STJÁ - sjúkraþjálfun. Það er því af nægu að taka, ef haldið er á vit þeirra hinum megin, en að sinni verður forvitnast allra helzt um félagsstarfsemina sjálfa. Við héldum þangað þrjú til heim- sóknar Ólöf formaður, Ásgerður framkvæmdastjóri og svo undirrit- aður. Það voru formaður Sjálfsbjarg- ar, landssambandsins, Guðríður Ólafsdóttir og framkvæmdastjóri þess, Sigurður Einarsson, sem tóku á móti okkur með kostum og kynjum. Við námum mikinn fróðleik og mætan af Sjálfsbjargarfólki og fátt eitt að fullu tíundað hér. Ritstjóri hafði hins vegar tekið forskot á sæluna og náð tali af Sigurði og fróðleikskornin hér á eftir að meginhluta til unnin upp úr því sam- tali. Sjálfsbjörg - landssamband fatl- aðra, sem er eitt stofnfélaga Öryrkjabandalags Islands var stofnað 4. júní 1959 og hefur því starfað í 37 ár. Fyrsta Sjálfsbjargarfélagið var stofnað á Siglufirði, síðan í Reykjavík og svo komu þau hvert á fætur öðru og nú eru félögin eða deildimar 16 talsins. Auðvitað er starfið misjafn- lega blómlegt og félögin misfjölmenn en þau eru: Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni eða Sjálfsbjörg á höfuð- borgarsvæðinu svo sem heitið mun nú, á Akranesi, í Stykkishólmi, í Sigurður Einarsson. Bolungarvík, á Isafirði, í Austur- Húnavatnssýslu, á Sauðárkróki, á Siglufirði, á Akureyri, á Húsavík, á Vopnafirði, í Neskaupstað, í Austur- Skaftafellssýslu, í Árnessýslu, í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum. Yngsta félagið er á Vopnafirði. f landssambandinu munu nú alls um 2700 félagar og þar af er tæplega helmingur allra félaga í Sjálfsbjörg á höfuðborgars væðinu. Eins og hjá fleiri félögum fatlaðra er endurnýjun ekki sú sem hún ætti að vera miðað við þann fjölda sem fatlaður er, en þó er endurnýjun helzt á höfðuborgarsvæðinu. Æskulýðsnefnd Reykjavíkur- félagsins og landssambandsins - Ný- ung er í raun ungliðahreyfing s.s. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir for- maður segir frá í Sjálfsbjargarblaðinu 1995 en þar er gott starf unnið. Hreyfing mun á félögum utan Sjálfsbjargar að ganga í lands- sambandið sér til styrktar og sameig- inlegrar eflingar baráttunnar og má þar nefna MND-félagið og Félag heilablóðfallsskaðaðra sem líkleg til fylgdar, enda mun Sjálfsbjörg bjóða þau sem og önnur félög hreyfihaml- aðra velkomin í sinn hóp. Sjálfsbjörg heldur aðalþing sín annað hvort ár og er það í júní. Þar á hvert aðildarfélag fulltrúa eftir tjölda félaga. Aðalþing er einmitt nú fram- undan í júní og verður sem sé afstaðið þegar blað þetta kemur út. Guðríður taldi það nauðsyn fyrir Sjálfsbjörg að opna félögin betur fyrir áhugafólki um málefni hreyfihaml- aðra og jafnvel kæmi til skoðunar lagabreyting hjá landssambandinu sem heimilaði ákveðna minnihluta- aðild ófatlaðra að stjórn þess. Þegar þetta er ritað þá hafa aðeins fjórir einstaklingar gegnt formennsku í Sjálfsbjörg - landssambandi fatlaðra þ.e. Emil Andersen, Akureyri fyrsta árið og svo þau Theódór A. Jónsson, Jóhann Pétur Sveinsson og Guðríður Ólafsdóttir núv. formaður. Mun það ekki algengt í nær 40 ára sögu lands- samtaka. Verkefni Sjálfsbjargar eru ærið mörg og erfitt að gera þar upp á milli. í Sjálfsbjargarhúsinu fer fram eins og við þekkjum fjölþætt starfsemi og allt er það fyrir frumkvæði Sjálfs- bjargar, þó rekstrarform hinna ein- stöku eininga sé ólíkt í dag. Sjálfsbjörg - landssambandið er með 36 leiguíbúðir samtals og er biðlisti eftir fbúðum ærið langur s.s. við þekkjum vel héðan. 33 íbúðir eru leigðar út fast, ef svo má segja, 2 íbúðir eru gestaíbúðir þar sem fólk utan af landi getur dvalizt meðan á Reykjavíkurvist stendur og ein íbúð er endurhæfingaríbúðin sem er þó í raun leigð Vinnu- og dvalarheimilinu til rekstrar. Sú íbúð komst í gagnið 1993 og var getið glögglega um hér í blaðinu og hefur ágætum árangri skilað. Inn í þetta samhengi má svo skjóta því, að þó rekstrareiningar séu að- skildar þá er samstarf mikið og gott milli aðila og m.a. má nefna að sam- eiginleg símaþjónusta er í húsinu sem reynist farsælt mjög. Vinnu- og dvalarheimilið var á sínum tíma byggt upp af söfn- unarfé, framlögum og lánum frá Erfðafjársjóði í gegnum Endurhæf- ingarráð og beinum framlögum frá ríkinu og rekið lengst af á daggjöld- um. Hluti daggjalda var skilgreindur sem húsaleiga til Sjálfsbjargar - lands- sambandsins s.s. eðlilegt og sjálfsagt Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.