Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 18
var. Þegar Vinnu- og dvalarheimilið var svo fært inn á föst fjárlög féll húsaleiga til Sjálfsbjargar alveg niður og nú um fimm ára skeið hefur engin húsaleiga verið greidd af ríkinu og skapað landssambandinu órnælda erfiðleika, orðið til þess að fjáröflun öll hefur orðið tímafrekari og um- fangsmeiri einnig. Hins vegar mun þetta húsaleigu- mál verða fyrir dómstólum rekið. Hollvinir Sjálfsbjargar er sú leið sem landssambandið hefur að undan- förnu byggt mjög á. Menn gerast svokallaðir hollvinir Sjálfsbjargar, leggja fram árlegt framlag eftir efnum og ástæðum, viðbrögð verið afar góð og nú munu hollvinir þessir vera um 2155 og bjarga miklu um fjárhaginn - fastur grunnur og farsæll til að byggja á. Happdrætti Sjálfsbjargar hafa ver- ið mjög sveiflukennd og skilað mis- jöfnum árangri. Auk þessa hefur Sjálfsbjörg notið ríkisstyrks á fjár- lögum, en um hann því miður nokkur óvissa í ár en vonir standa þó til að úr rætist, enda um hreina handvömm að ræða í fjárlaganefnd. Starfslið Sjálfs- bjargar - landssambandsins er ekki margt, aðeins fjórir fastir starfsmenn. Skipulag Sjálfsbjargar er þannig að á aðalþingi er kosin fimm manna framkvæmdastjórn sem fundar allþétt og þar eru þrír til vara. Síðan er sambandsstjórn sem fund- ar tvisvar á ári og þar á hvert félag sinn fulltrúa auk framkvæmdastjómar sem þar á sinn sjálfsagða sess. Fyrir aðalþingið nú sitja í fram- kvæmdastjórn: Guðríður Ólafs- dóttir Kópavogi, formaður; Birna Frímannsdóttir Hveragerði, ritari; Sigurður Bjömsson Reykjavík, gjald- keri og meðstjórnendur þau: Baldur Bragason Akureyri og Björg Kristjánsdóttir Bolungarvílc. Varastjóm skipa: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Ólafur Jensson. En aðalþingið mun eflaust eiga eftir að segja sitt um stjómarskipan . Lauslega er svo farið yfir þá viða- miklu starfsemi sem í Sjálfsbjargar- húsinu er og þó allt hafi það áður með einum eða öðrum hætti verið tíundað þá eru svo góðar vísur aldrei of oft kveðnar. Má þar fyrst nefna Vinnu- og dvalarheimilið þar sem íbúar munu rúmlega 40, ómetanlegtathvarf þeim sem þurfa á þeirri þjónustu að halda sem þar er veitt. Sýnir og sannar hver þörf er á því að fleiri slík rými væru á hverjum tíma til staðar. Nú síðan er það svo Dagvist Sjálfs- bjargar sem rekin er á vegum Vinnu- og dvalarheimilisins og vel hefur verið kynnt hér á vettvangi. Þá er það sundlaugin góða á sömu vegum og sótt mikið. Síðan má nefna hina ágætu sjúkra- þjálfun sem þama er rekin - STJA - en um rekstur hennar er nú sérstakt eignarhaldsfélag þ.e. starfsmenn stöðvarinnar, en var áður ein af rekstr- areiningum Vinnu- og dvalarheim- ilisins. Nú Reykjavíkurfélagið hefur sína aðstöðu þar sem dagvistin var áður, en þar er um mjög líflegt og fjölbreytt starf að ræða. Og svo er í húsinu ný starfsemi, en það er Tón- stofa Valgerðar sem flutti inn 1 .apríl, en viðfangsefnið þar er músikþerapía sem víða hefur vel reynzt. Eins og menn vita er Hjálpartækjabankinn, sem var stórkostlegt framfaraspor á sínum tíma, til húsa þarna ennþá, svo og var Ferðaþjónusta fatlaðra þama, en á hvom tveggja orðið nokkur breyt- ing. Össur h.f. hefur keypt Hjálpar- tækjabankann og Ferðaþjónusta fatl- aðra flutti í aðalstöðvar Strætisvagna Reykjavíkur. Að lokum fengum við fróðleik nokkurn um innra starf landssam- bandsins, en þar kemur auðvitað til sem bezt lifandi samband við hin einstöku félög vítt um land og aðstoð við félögin sem og einstaka meðlimi. Ríkur þáttur í starfinu er samband- ið við félögin úti á landi og Guðríður sagði að á hennar tíma sem formanns hefðu 6 félög verið heimsótt og með haustinu yrði þráðurinn tekinn upp að nýju. Sjálfsbjörg - landssamband er svo í raun ábyrgt fyrir heildarstarfi félag- anna, samræmingu sjónarmiða í meg- inmálum, málsvari út á við gagnvart stjómvöldum og löggjafa og hefur þar verið ærið að erja að undanfömu s.s. menn þekkja. Fylgzt er sem bezt með í málefnum fatlaðra, nýjum áherzlum og baráttumálum sem og það að halda sem allra bezt fengnum hlut í hverju einu. Mjög þýðingarmikill þáttur varðar ráðgjöf til fatlaðra um hin fjöl- breytilegustu málefni þar sem Lilja Þorgeirsdóttir hefur alltaf ærnu að sinna og máske ríflega þó. s 128 ár hefur afgreiðsla P - merkisins verið hjá landssambandinu og er ótrúlegt hve það hefur hlaðið utan á sig. Einmitt í þeim málum er nú sitt- hvað að gerast vegna EES-samnings- ins - staðlar þannig að sömu merki gildi í öllum aðildarlöndum ESB og þá EES löndunum einnig. í framhaldi af því er óvíst um hvar afgreiðsla þess verður. Það væri raunar að æra óstöðugan að fara hér að einhverju gagni ofan í öll viðfangsefni daganna, en megin- málið það að veita sem flestum sem bezta þjónustu á sem flestum sviðum. Þar skipa ferlimál í merking víðri stóran sess, enda eiga þau að vera eðlilegur og sjálfsagður þáttur sam- félags okkar sem varðar miklu fleiri 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.