Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 35
Helgi Hróðmarsson fulltrúi: HLUTVERK RAÐGJAFAR- NEFNDAR SAMTAKA FATLAÐRA Skipulag samskipta og miðlunar þekkingar og samstarf við samtök fatlaðra ér verður fjallað um þá hluta HELIOS II verkefnisins innan Evrópusambandsins sem eru hlutverk Samráðsnefndar samtaka fatlaðra (European Disabil- ity Forum); skipulag samskipta og miðlunar þekkingar innan aðildarríkja Helios II (Exchange and Information Activities) sem hér verður einfaldlega kallað verkefnahópar og samstarf við samtök fatlaðra (Cooperation with NGO'S). Jafnframt mun ég fjalla um hvemig HELIOS II verkefnið og þá sérstak- lega ofangreindir þættir þess geta nýst á hagnýtan hátt fyrir fatlað fólk á íslandi. Því auðvitað hlýtur það alltaf að vera tilgangur hvaða starfsemi sem er í þágu fatlaðs fólks, að sá hópur sem verið er að vinna fyrir njóti þess sem í boði er. Það þýðir að megin- áhersla verði lögð á hagnýt not af verkefninu. MARKMIÐ Markmið Helios II verkefnisins á vegum Evrópusambandsins kemur fram í raunverulegu heiti þess: “Handicapped People Within the Eu- ropean Community Living Independ- ently in an Open Society”. Þ.e. í stuttu máli er stefnt að því að ná fram mark- miðinu sem er full þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu. I því felst m.a. að það sem samfélag okkar og um- hverfi býður upp á, s.s. þjónusta, atvinna, upplýsingar og fl. séu gerðar aðgengilegar fyrir alla. LEIÐIR Til að ná fram ofangreindum mark- miðum hafa á vegum HELIOS II verið settir á stofn hópar og nefndir sem vinna á hinum ýmsu sviðum sem tengjast málefnum fatlaðs fólks. Bæði er um að ræða hópa sem fjalla um stjómun og tengsl stjórnvalda og samtaka fatlaðra við HELIOS II verkefnið, auk þess sem settir hafa Helgi Hróðmarsson. verið á stofn vinnuhópar í ýmsurn afmörkuðum málaflokkum þar sem fatlað fólk, aðstandendur, starfsfólk, sérfræðingar í ákveðnum sérsviðum í málaflokknum og fleiri bera saman bækur sínar. ÞÁTTTAKENDUR Hverjir eru það svo sem tengjast HELIOS II verkefninu og þá ekki síst verkefnahópunum (Exchange and In- formation Activities)? Æskilegt er að viðkomandi hafi starfað að málefnum sem tengjast blöndun eða samskipan og hafi reynslu á ákveðnu sviði í málaflokknum og sé tilbúinn til að koma því sem fæst út úr verkefninu til skila til samfélagsins eftir því sem kostur er, ekki síst á þann vettvang sem viðkomandi starfar við. Viðkom- andi verður sem sé að vera tilbúinn til að vinna að ákveðnum markmiðum sem tengjast áhersluatriðum sem sett eru fram í verkefninu. Það er m.a. gert í gegnum miðlun upplýsinga, ráðstefnur, fyrirlestra, skoðunarferðir, þjálfunamámskeið, umræðuhópa og á annan hátt með samstarfi Evrópu- ríkja. Einnig er mikilvægt að þeir sem starfa að þessu verkefni hafi góða samvinnu við yfirvöld bæði í sveitar- félögum og ríkisstjórn og um sé að ræða góð tengsl við hagsmunasamtök fatlaðra. SAMRÁÐSNEFND SAMTAKA FATLAÐRA Samráðsnefnd (European Disabil- ity Forum) er ein af þremur nefndum HELIOS II sem kallast ráðgjafar- nefndir (Consultative Bodies). Samráðsnefndin var sett á stofn til að auka samvinnu milli ESB og frjálsra félagasamtaka í málefnum fatlaðra. Þarna er um að ræða um- ræðuvettvang og miðlun upplýsinga milli samtaka fatlaðra í Evrópu sem veitir bæði heildarsamtökum fatlaðra í aðildarríkjunum og einnig fjölþjóð- legum samtökum s.s. Rehabilitation International, Mobility International og fleirum tækifæri til að hafa áhrif á framkvæmd HELIOSII verkefnisins. Formaður þessa hóps er kosinn af fulltrúum samráðsnefndarinnar. Nú- verandi formaður er Johan Wesemann sem er fulltrúi samtaka heymarlausra. I samráðsnefndinni situr einn full- trúi frá hverju hinna 15 aðildarríkja Evrópusambandsins auk fulltrúa frá Noregi og íslandi sem eiga þama aðild á sömu forsendum eins og í öllum öðrum nefndum og vinnuhópum inn- an HELIOS II þ.e. vegna aðildar Islendinga að EES samningnum. En ákvörðun um fulla aðild Islendinga byggir á ályktun 31 eða protocol 31 sem samþykkt var innan Evrópusam- bandsins á síðasta ári. Sú ályktun veitir Islendingum sömu réttindi í HELIOSII og aðildarríki Evrópusam- bandsins njóta. Dæmi um viðfangsefni sem fjallað er um í samráðsnefndinni eru umræð- ur umjafnrétti, jafnan rétt til lífsgæða og jafna möguleika t.d. með notkun viðmiðunarreglna Sameinuðu þjóð- anna. Einnig eru settar fram skýrslur um það sem í gangi er á vegum HELIOSII verkefnisins í hinum ýmsu verkefnum, vinnuhópum og nefndum. Fjallað er um aðgerðir í tengslum við dag fatlaðra 3. desember og stefnu Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.