Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 44
Fréttir í fáum orðum Umsjónarfélag einhverfra er eitt af ágætum aðildarfélögum okkar. Það vill koma því á framfæri að skrifstofa þess að Fellsmúla 26, ó.hæð er opin alla þriðjudaga frá kl. 9-14 og beinir því til þeirra sem þangað vilja leita að nýta sér þennan tíma. Um leið minnir félagið á símann 588 1599 og bréfasímann 568 5585. Formaður Umsjónarfélags ein- hverfra er Astrós Sverrisdóttir. ** Starfið að rnótun stefnuskrár fyrir Öryrkjabandalag Islands hefur hafizt að nýju eftir nokk- urt hlé, en á síðasta aðalfundi var ákveðinn rammi kynntur og raunar ýmis áherzlu- og stefnumótunaratriði einnig. Það er Emil Thóroddsen sem starfinu stýrir, en að stefnumótun þessari koma full- trúar allra félaga okkar, svo óhætt ætti að vera um það að öll helztu sjónarmið og stefnumál komist til skila. Öryrkja- bandalagið er auð- vitað fulltrúi margra ólíkra fötlunar- hópa og því þarf hér vel að vanda til svo allir geti unað vel við sinn hlut. Ætlunin er svo að fullmótaðar tillögur megi leggja fram á næsta aðalfundi bandalagsins. ** Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á lögum um málefni fatlaðra þar sem Öryrkjabandalag Islands mun eiga að aðild virka. Umræðan um flutning þessara málefna allra frá ríki til sveit- arfélaga og beinar aðgerðir í þá veru nú þegar munu án efa setja mark sitt á endurskoðun þessa. Aðalatriði þessa alls er þó það að tryggja það að lögin nái ekki aðeins í orði til allra hópa fatlaðs fólks heldur ekki síður í verki. Þannig verði það niðurnjörvað að Framkvæmdasjóður fatlaðra sinni hlutverki sínu fyrir alla þá hópa og þau félög sem til hans leita og eiga þar ótvíræðan rétt til fjármagnsins. Endurskoðun þessi verður hins vegar í skugga þeirrar staðreyndar að með bráðabirgðaákvæði við lögin árlega rís sjóðurinn ekki undir nafni sem framkvæmdasjóður, heldur er heimilt að nýta hann til rekstrar að 40% og raunin sú að svo er gert í vaxandi mæli. Aðaláherzlan hlýtur að vera á það lögð af hálfu samtaka fatlaðra, að sjóðurinn verði aftur virkur fram- kvæmdasjóður sem megni að skila þeim verkum í framkvæmd sem þörf kallar að á hverjum tíma. Eitt er alveg ljóst. Endurskoðun þessi og um leið mótun framtíðarstefnu verður vanda- samt verk og mestu skiptir, að tryggt sé að áfram verði um framsækna en raunsæja löggjöf að ræða og það meg- inatriði sé í heiðri haldið að fjár- magnið fylgi með. ** í mörg hom þarf að líta hvern dag og það að vonum. Hingað koma ótrúleg- ustu mál inn á borð og þó oft virðist um smærri mál að ræða sem ekki skipta heildina miklu þá skipta þau oft afar miklu fyrir viðkomandi einstakl- ing, hafa jafnvel úrslitaáhrif á alla af- komu hans. Svo tekið sé dæmi þá má nefna bætur sjúklingatryggingar - bætur skv. svokölluðum “Karvelslögum” þ.e. ákveðnar bætur til þeirra sem hafa orðið fyrir heilsutjóni eða örorku af völdum aðgerða á sjúkrastofnunum. Lagfæring þessara lagaákvæða á sinni tíð, sem við töldum tryggja rétt öryrkja alveg ótvírætt til bóta þessara, sem ekki eru vel að merkja neinar stórupphæðir, sú lagfæring virðist ekki hafa dugað í öllum tilvikum. Þannig er þeim neitað um bætur sjúklingatryggingar, sem fá í fram- haldi slíkra aðgerða sem mistakast á einhvem veg örorkubætur, hinar al- mennu bætur trygginganna. Tryggingastofnunarmenn segjast ekki samþykkja slíka tvígreiðslu, við segjum það sjálfsagt enda um að- skilda bótaflokka að ræða, sem lög- gjöfin segir að greiða megi út samtímis og í raun sjaldan meiri þörf slíkra bóta- greiðslna en við þessar aðstæður. Hins vegar fá nú sem betur fer öryrkjar bætur frá sjúklingatrygg- ingu, ef öryrkinn verður fyrir við- bótarörorku vegna aðgerða. Vonandi tekur löggjafinn af öll tvímæli hér um, því óþolandi er að þeir sem verst verða úti af aðgerða völdum, verða hreinlega af því öryrkjar, fái ekki bætur sjúklingatryggingar. ** Eins og lesendum er kunnugt þá er aðsetur Félags heyrnarlausra að Laugavegi 26, en þar á félagið hús- næði svo rúmgott að félagið þarf hreinlega ekki á því öllu að halda. Á haustdögum flutti LAUF-ið - Landssamtök áhugafólks um floga- veiki sína aðstöðu að Laugavegi 26 og leigir þar hið vistlegasta rými af Félagi heyrnarlausra. Enn gerðist það svo nú fyrir skömmu að þrjú félög tóku sig saman og leigðu af Félagi heyrnarlausra sameiginlega skrifstofuaðstöðu, en þetta eru Parkinsonsamtökin, Félag heilablóðfallsskaðaðra og Félag sykursjúkra. Þau hyggjast samnýta aðstöðu þessa, vera t.d. með sameig- 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.