Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Side 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Side 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 3. TÖLUBLAÐ 9. ÁRGANGUR 1996 Ritstióri og ábyrgðarmaður: Helgi Seljan Umbrot og útlit: Fjóla Guðmundsdóttir Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Ljósmynd á forsíðu: Gerður Arnórsdóttir. Frá ritstjóra Enn einu tölublaði Fréttabréfs Öryrkjabandalagsins er nú fylgt áleiðis til lesenda með óskum beztu um allan hag og von um það að sólríkt sumarsins yndi hafi öllurn nokkra auðnubót fært. Sem alltaf áður er blaðið sent ókeypis til allra félagsmanna í félögum okkar og raunar víðar á vettvang, enda fer blaðið út í yfir 15 þúsundum eintaka. Það leiðir af sjálfu sér með lesendahóp svo fjölmennan og margbreytilegan um leið að erfitt getur verið að véla um efnisval, þar sem freistað er til sem flestra að ná, fanga hug sem allra flestra á einhvern veg. Sumt efni er eflaust of svipað frá blaði til blaðs, en af sjálfu leiðir, því baráttumálin og viðfangsefnin eru ærið lík frá einum tíma til annars og vissulega setur varnarbaráttan nú um stundir sitt ákveðna mark á svo margt í allri umfjöllun mála. Fréttir af vettvangi félaganna svo og frásagnir af ýmsum atburðum taka ævinlega allnokkurt rými, reynt er að vera með viðtöl sem vermt gætu hug svo og annað efni til upplífgunar andans og umhugsunar um leið, allt yfir í sögur og ljóðmæli. Eftir stendur þó sem áður að hinn almenni félagsmaður finnur ekki næga hvöt hjá sér til að stinga niður penna eða ýta á tölvutakka sér til sálubótar, okkur til ærins gagns. Eitt er víst, yfrið næg eru um- fjöllunarefnin og enn send út áskorun til hinna mörgu mætavel skrifandi sem gætu auðveldlega lagt okkur lið. Það húmar að og haustar og vonandi fer vetur konungur ekki um okkur of óblíðum höndum. Eftir sólblíða sumardaga tekur við önn og erill á ýmsa lund og félagsstarfið stendur í blóma. Von okkar æðst sú að fram megi þoka málum sem mest til aukinnar farsældar fyrir fatlað fólk, til ríkara réttlætis og vermandi velferðar. H.S. EFNISYFIRLIT Félag nýrnasjúkra 10 ára Molar til meltingar 27 28 Gluggað í góð rit og gott betur 30 Frá ritstjóra 2 Af dágóðri iðju dægranna 32 Breyttir tímar 3 Iþróttir og afreksfólk 34 Vígsla fyrir erfiðara hlutverk 4 Sautjánda aðildarfélag Sjálfsbjargar 34 Þakkað fyrir sig 8 Fréttir í fáum orðum 35 Daufblindrafélag Islands 9 Ljóð Arnórs Þorkelssonar 35 Norræn skilgreining 9 Ar var alda 36 Ráðstefna Mannréttindastofu íslands 10 ÖBI færir Greiningar- og Þýtt ljóð um Tourette 11 ráðgjafarstöð ríkisins peningagjöf 36 Hlerað 11,13,15,17,26,29,31,33,37,39,44,45 Ljóð Unnar Sólrúnar Bragadóttur 37 Héraðsdómslögmaður haslar sér völl 12 Þing Bandalags fatlaðra 38 Útskrift í Hringsjá 13 Sérstök lán 38 28. þing Sjálfsbjargar 14 Úthlutað úr styrktarsjóði 39 Heimsóknin 16 Frá Parkinsonsamtökunum 39 Að lifa með einhverfu 18 Fræðslubæklingur um flogaveiki 40 Úthlutun styrkja 22 Ljóð Sigurðar Gunnarssonar 40 Dauðsföll af völdum ýmissa Gluggað í góð rit og gott betur 41 hjartasjúkdóma 23 Góðum bæklingi gerð skil 44 Hugleiðing um atvinnumál fatlaðra 24 Örlítið af Umhyggju 45 Ljóð Valgeirs Sigurðssonar 26 í brennidepli 46 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.