Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Qupperneq 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Qupperneq 4
Vígslafyrir erfiðara hlutverk (í U 1 g hef aldrei verið bitur,” segir Halldór Sveinn Rafn- M jiar sem hefur verið blindur í 22 ár. “Þetta eru bara örlög manns. Eg tel mig hafa gert meira gagn í þjóðfélaginu eftir að ég varð blindur - sterkari að setja mig inn í málefni öryrkjans. Þó má enginn ætla, að það sé létt verk að vera “hin létta, káta ímynd blinda mannsins.” Halldór talar um breytta lífssýn, landslag hugans og mótunarárin, um öryggi eða öryggisleysi í návist fólks. “Allt á sinn tilgang í lífinu,” segir hann. “Örlögin skipa okkur í ólíkar fylkingar. Ég tel að sá sem mætir miklum þrengingum sé að ganga undir einskonar vígslu fyrir erfiðara hlutverk að jarðvist lok- inni.” Hann situr á móti mér með hvíta stafinn. Svo leiftrandi skemmtilegur og glettinn í tilsvörum. Oft hefur ver- ið stutt í kímnina og blikið í augunum hans Halldórs. Við sitjum í friðarreit á einni skrifstofu Öryrkjabandalags- ins. Móttökur starfsfólksins eru frá- bærar, Halldór leiddur til sætis eins og höfðingja ber, enda búinn að leysa mörg lögfræðimálin fyrir öryrkja - sem fyrsti lögfræðingur Öryrkja- bandalagsins. Hér eru allir innviðir kunnugir eftir heilan áratug í starfi. Eg er lánsmaður,” segir Halldór, “að hafa fengið að vinna með svo góðufólki. Mikilgæfaaðhafaaldrei verið í togstreitu við samstarfsfólk sitt. Þærkunnasvovelámig, hjálpar- hellumar mínar Asgerður og Anna.” (Asgerður er framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins, Anna fram- kvæmdastjóri Hússjóðs.) Önnu þekk- ir Halldór á göngulaginu: “Hún býr yfir “flugfreyjugöngulagi” svo geisl- andi af kvenlegum röskleika og krafti. Við Anna eigum sæti í stjórn Eirar, vinnum þar að úrlausnum í húsnæð- ismálum eldri borgara.” Halldór nýtur þess að vinna að jákvæðum málum fyrir þá sem minna mega sín, segir þjóðfélagið sýna of mikið miskunnar- leysi í málefnum aldraðra. “Það sem bjargar mér frá fjárhagsáhyggjum em eftirlaunin frá borgarfógetatíð minni. Venjuleg eftirlaun duga skammt.” Halldór S. Rafnar. “LÖGFRÆÐIN ER BARA HEIL- BRIGÐ SKYNSEMI,” segir Halldór. “Hún kennir manni umferðarreglur lífsins. Lögfræðileg hugsun hjálpar manni að komast að rökréttri niður- stöðu um málefni - sem oft eru aðeins smásmugulegt streð fólksins við Rœtt við Halldór S. Rafnar kerfið.” Margvísleg lögfræðistörf og barátta við erfiða fötlun hafa gert Halldór víðsýnan. “Nýútskrifaður lögfræðingur kann ekki að setja sig inn í lífið og tilver- una,” segir Halldór. “Sem lögtaks- fulltrúi tollstjóra fékk ég tækifæri til að hlífa þeim sem eiga virkilega bágt. Jafnframt mátti ég passa mig á að gera sumu fólki ekki of mikinn greiða - þeir vom oft vanþakklátastir sem mest var gert fyrir. Það eru öryrkjamir -fatlaðir, aldr- aðir og blindir- sem hafa gefið mér mesta umbun í starfi - fólkið sem eng- inn hafði áður gefið sér tíma til að hlusta á.” - Hver er þessi blindi, leiftrandi greindi maður? Uppruni og uppvaxtarár Halldór er innfæddur Reykvík- ingur, þótt hann eigi ættir að rekja í Eyjafjörðinn. Föðurafi hans var Jón- as Jónasson, prófastur frá Hrafnagili - einn mesti fræðaþulur Islandssög- unnar, rithöfundur og þjóðsagna- safnari. Tveir föðurbræður Halldórs gegndu merkum embættum norðan heiða: Jónas Jónasson yngri var berklalæknir á Kristnesi; séra Friðrik prestur á Akureyri og síðar vígslu- biskup á Hólum. - ÆTTARNAFNIÐ RAFNAR ER FORVITNILEGT - látum Halldór segjafráupprunaþess: “Oddurföð- urbróðir minn kynntist danskri konu af fínni “slekt.” Kaja Börresen hét hún og pabbi hennar var vínsmakkari - mjög skrítið starf sem fólst í því að taka gúlsopa af hinum ýmsu lífsins veigum og spýta jafnóðum út úr sér. Fjölskylduráðstefnu var slegið upp í skyndi til að finna ættarnafn sem hæfði tengslum við svo merka danska ætt. Föðurbræður mínir ætluðu fyrst að taka upp ættarnafnið HRAFNAR en einhver í Kaupmannahöfn var með það. Hrafnagilsbræður styttu því “hrafnar” í RAFNAR sem þeir fengu leyfi fyrir árið 1916.” Af átta bömum Jónasar og Þór- unnar á Hrafnagili dóu fjögur úr berkl- um. Af tjórum fósturbörnum dóu þrjú. Allt er þetta fólk grafið að Munkaþverá í Eyjafirði. Nýr leg- steinn var settur á fjölskyldugrafreit- inn fyrir nokkrum árum. Föðurbræður Halldórs, Jónas og Friðrik, helga sig lækningum og andans málum, en Stefán faðir Hall- dórs fer að starfa hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga. “Pabbi er ungur maður, þegar hann byrjar sem sendill í Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri, gerist síðar innanbúðarloka og fylgir Hallgrími Kristinssyni suður þegar Sambands- skrifstofa er stofnuð í Reykjavík 1918.” Kolbeinn Amason, fyrrum kaup- maður á Akureyri byggir hús með ijórumíbúðumáBaldursgötu II fyrir Akureyringa. Þar fæðist Halldór 20. janúar 1923. Halldór á góðar minningar frá bemskuámnum á Baldursgötunni, þar sem hann lék sér við syni Klein kjöt- kaupmanns sem var ekta danskur hof- meistari og talaði prentsmiðjudönsku eða “foríslenskaða dönsku.” Halldór er tíu ára, þegar foreldrar hans flytja á Fjölnisveg 20. “Þeir hjá Sambandinu vorkenndu pabba að flytja svo langt út úr bænum,” segir Halldór. “Eg var alltaf sendur með 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.