Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Síða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Síða 6
mjög samheldinn. Þetta var merki- legurtími, til dæmis stóðu aldrei bflar fyrir utan skólann, hvorki kennarar né nemendur gátu leyft sér þann lúxus að eiga bfl.” s Arið 1941 var Menntaskólinn í Reykjavík hernuminn og kennsludeildir fluttar í Háskólann. Pálmi Hannesson var þá rektor. “Mér þótti óskaplega vænt um Pálma,” seg- ir Halldór. “Bekkurinn stóð fast á bak við hann í baráttu hans við mennta- málaráðherra þess tíma - að fá skóla- húsið aftur til afnota.” Námsmeyjar í Húsmæðrakenn- araskóla íslands flæmdust líka inn í Háskólann á stríðsárunum sem menntaskólastrákum þótti ekki verra. “Okkur þótti sérstaklega eftirsóknar- vert að vera boðnir á árshátíðir til stelpnanna - gæða sér á öllu góðgæt- inu sem þar var á boðstólum. Lífið var svo miklu einfaldara á þessum árum,” segir Halldór, “svo lít- ið sem truflaði, enginn átti aur og vín ekki smakkað fyrr en í 6. bekk. Þá fórum við að splæsa í eina og eina flösku, kannski fjórir saman og þótti við hæfi að labba út í vita góð- glaðir og fyllast af andagift. Þá var ekki í tísku að verða mjög drukkinn. Það eru ýmis vandræði á lífsleið- inni,” segir Halldór brosandi. “Eg slapp vel frá því að sjá ekki á töfluna, en sjónleysið kom sér verr á dansleikjum. Þarna var maður búinn að mæla út hvar ákveðin stúlka sat, tók síðan strikið yfir gólfið, en rakst á einhvern á leiðinni, stefnan breyttist um kvartgráðu og - svo vissi ég ekkert við hverja ég var að dansa, því að þá var tíska að dimma ljósin. - Hugsaðu þér, hvað mörg blikk hafa farið framhjá mér,” segir Halldór kímileitur. Erfði ættarbakteríuna - bókagrúskið Annað sem Halldór saknar mikið er að geta ekki lengur blaðað í bók. “Eg átti gott bókasafn og las feiki- lega mikið, var vanur að geta gengið að bókaskápnum og flett upp í bók- unum. Þegar ég missti sjónina, seldi ég allar bækumar mínar.” Halldóri er þungt niðri fyrir, þegar hann segir þetta og allir góðir bókamenn hljóta að finna til samkenndar. Halldór á ekki langt að sækja bóka- grúskið - að eiga Jónas Jónasson frá Hrafnagili fyrir afa. “Ég hefði trúlega farið í sögu eða bókmenntir, ef sjón- leysið hefði ekki komið til, en ég treysti mér ekki í skóla erlendis, svona sjónskertur. Konan mín les mikið fyrir mig. Hún sagði reyndar til að hressa mig, þegarég missti alveg sjónina: “Þú ert nú búinn að lesa fyrir næstu 100 árin, Halldór minn.” Það var líka mikið lesið fyrir mig sem krakka. Ég lærði því fljótt að hlusta og taka eftir, sem hjálpar mér mikið nú.” Bækur hafa löngum verið nálægt Halldóri. Eftirað mamma hans deyr, er hann mikið á Kristnesi. “Jónas frændi átti ótrúlegasta bókasafn og var með eindæmum skemmtilegur maður, sem gaf sér góðan tíma til að tala við kauða. Synir Jónasar og Ingibjargar voru hálfgerðir bræður mínir,” segir Halldór, “þeir Bjarni Rafnar (læknir á Akureyri) og Jónas heitinn Rafnar (lögfræðingur, bankastjóri og þing- maður). Bernskumyndirnar frá Ki'ist- nesi eru fallegar. að sem er ómetanlega sérstætt fyrir mig, eftir að ég missti sjón- ina, er lesklúbbur okkar strákanna, skólafélaganna úr M.R.” Skalli var stofnaður eftir jarðarför Páls Sveins- sonar frönskukennara á heimili Páls heitins Líndal á Bergstaðastræti, 12. janúar 1951. “Strákamir” í lesklúbbn- um em vel þekktir í þjóðfélaginu fyrir störf sín, eins og Halldór sjálfur: Olafur E. Stefánsson ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands, Árni Björns- son lýtalæknir, Jóhannes Nordal fyrr- verandi seðlabankastjóri, Björn Th. Björnsson listfræðingur, Sveinn Kjartan Sveinsson í Völundi, Bent Scheving Thorsteinsson hagfræðingur og Jónas Kristjánsson fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar. Tveir úr hópnum eru látnir, þeir Páll Líndal og Hjálmar Olafsson. “Við höfum komið saman alla mánudaga yfir vetrartímann um ára- tugaskeið. Eftir að ég missti sjónina, gerðu strákarnir mig að “boðunar- stjóra” svo ég hefði eitthvað embætti,” segir Halldór hinn ánægðasti með starfsheitið, “hinir skiptast á að láta bókina ganga á milli sín. Hver les í 15-20 mínútur. Síðan ræðum við vítt og breitt um innihaldið.” Halldór segir þá strákana alætur á lesefni. Biblíuna og Islendingasög- urnar hafa þeir lesið spjaldanna á milli. Síðast lásu þeir handrit eftir Björn Th. og bók hans “Harmagrát í Bláturni” um dóttur Kristjáns 4. Danakonungs sem var lokuð inni í Bláturni í 18 ár og fékk hvorki bók né skriffæri, en skrifaði þá á örlitla miða utan af sykurmolum og bjó til blek úr kertasóti og öli. Tvö bannorð em þó í klúbbnum. Hvorki pólitík né fjármál mega vera í umræðunni. “Við viljum halda sterk- um vináttuböndum sem hvorki pólitík né fjármál mega spilla. Þetta er svo skemmtilegt,” segir Halldór, “að aðeins dvöl utan landssteina, kemur í veg fyrir að þessir önnum köfnu vinir mínir láti sig vanta.” 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.