Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Síða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Síða 11
Þýtt ljóð um Tourette Blað Funksjonshemmedes Fellesorganisasjon sagði frá því að á ráðstefnu, sem haldin var 1994 af Tourette-samtökunum í Noregi, hafi einn fyrirlesaranna lesið ljóð, sem hún sótti í bók, sem heitir “Ryan, A Mothers Story of Her Hyperactive Tourette Syndrome Child”. Ljóðið er eftir Ryan Aðeins venjulegur drengur. Hjálpaðu mér, mamma þig get ég beðið hér. Það er eitthvað innra með mér sem enginn annar sér. Um óþægðina í mér þeir ásaka þig ég verði bara góður, ef þú ert ströng við mig. Hvað vita þeir um sorg þína, hve líf okkarerstrangt og bænirnar til guðs: hvað gerðum við rangt? Ég slæ og sparka, mamma, er reiður ungur maður á eftir iðrast, mamma, og er svo örvinglaður. Ég vil ekki slá - ég góður vera vil. Vertu þolinmóð mamma, hjálpaðu mértil. Hinir halda ég geti, ef aðeins ég vil. Þeir skilja ekki að viljinn hann dugir ekki til. En pabbi minn og mamma - þau vita að ég vil og elska mig, þó viljinn nægi ekki til. Allt væri létt ef ég hefði ekki Tourette. Ég tygg á mér fötin og tæti mitt hár og talið ekki get - ég er ekkert klár. Hughes. Það var síðan birt í blaðinu í norskri þýðingu. Okkur hér á bæ fannst ljóðið athyglisvert og hér birtist það í lauslegri þýðingu minni. Ásgerður Ingimarsdóttir. Ég blóta og öskra, mér líður svo illa ég get ekki hætt fyrr en töflurnar stilla. Svo kyssi ég þig á nefið aftur og aftur ég get ekki hætt því Tourette er kraftur. Mamma á morgun verður óþægðin alveg fyrir bí ég bý um rúm og bursta tennur - ég lofa því. Bíddu bara mamma ég veit ég mun því valda að gera allt svo gott og friðinn skal ég halda. Ekki stríða bróa en leika hljótt og stillt. Sitja kyrr í sætinu er klingir skólabjalla ekki æpa, ekki sparka, ekki hrinda eða lemja alla. Ekki skulu finnast hjá mér strákapörin lengur. Nei, ég lofa að nú verði ég venjulegur drengur. Hjálpaðu mér mamma - þig get ég beðið nú því venjulega drenginn sér enginn eins og þú. Hjálpaðu mér svo einnig aðrir fái að sjá hann. Hjálpaðu mér að sýna að undir vondri veiki er venjulegur drengur, sem elskar alla leiki. (Lauslega þýtt úr norsku). Á.I. Hlerað í hornum Það var troðfullt í áætlunarbílnum, ung og falleg stúlka svipaðist um eftir sæti en sá ekkert. Eldri maður í bíln- um bauð henni sæti á hnjám sér, enda væri hann svo gamall að öllu væri óhætt. Eftir stundarfjórðungs akstur hvíslaði maðurinn stundarhátt:“Eg held þú verðir að standa upp. Eg er ekki eins gamall og ég hélt’ ** Kennslukonan var á leið heim í stræt- isvagni og maður við hlið hennar var alltaf að gefa henni auga. Henni fannst hún kannast við manninn en kom honum ekki fyrir sig. Loks spurði hún: “Afsakaðu, ertu kannski faðir eins barnanna minna?” ** Maður einn var heldur greiðvikinn að skrifa upp á víxla hjá kunningjum sínum. Einu sinni eftir eitt kröfubréfið frá bankanum vegna vanskila spurði eiginkonan hvers vegna hann skrifaði aldrei upp á hjá öðrum en þeim sem ekki borga. “Nú, hinir þurfa þess ekki”, svaraði maðurinn. Ungi maðurinn komst ekki heim til sinnar heittelskuðu fyrir jólin, en sendi henni forláta knipplingabuxur og lét skrifa: Gleðileg jól á aðra skálmina og Gleðilegt nýár á hina. Með bréfi fylgdi það að kannski kæmist hann heim fyrir nýár. Hún svaraði um hæl, þakkaði fyrir send- inguna og bætti svo við: “En ég vona elskan að þú komir milli jóla og nýárs”. ** Veizla ein mikil var haldin við Lauga- veg og þegar á leið fór einn gestanna út á svalir og sprændi niður á Lauga- veginn. Vegfarendur sáu þetta og sendur sprænandanum tóninn.“Hvað er nú þetta ? Eru þeir farnir að tala niðri í pottinum?” sagði þá spræn- arinn. ** Virtur læknir sagði starfsbróður sínum að hann drykki þrenns konar gerðir af kaffi yfir daginn. Á morgnana drykki hann - kaffi brutale - þ.e. svart kaffi, um hádegið fengi hann sér - kaffi normale - þ.e. þá fengi hann sér koníak út í kaffið en á kvöldin fengi hann sér - kaffi explusive - en þá sleppti hann alveg kaffinu. ** Verið var að greina frá vistmanni einum á Kleppi og því lýst þannig: “Hann Georg greyið er að verða alveg vitlaus af því að vera inni á Kleppi”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.