Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Side 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Side 18
Bjarnveig Bjarnadóttir: Að lifa með einhverfu - frá sjónarhóli foreldra Upphafið regðum okkur tuttugu ár aftur í tímann. Við erum stödd á Isafirði. Það er aðfaramótt 2. júní 1976. Veðrið er eins og það gerist best á þessum árstíma. Logn og stilla og pollurinn spegilsléttur. Birtan, þessi einstaka vestfirska birta eins og um hábjartan dag. Það er þessi náttlausa voraldar veröld hans Stephans G. sem ég ung kona skynja. Eiginmaðurinn er staddur í Reykjavík, er að garfa í bæjarmálunum fyrir ísafjörð og í leiðinni að redda ýmsu í húsið sem við erum að byggja. Inni í rúmi sefur ársgömul dóttir mín vært. Hjá henni er föðursystir hennar tíu ára gömul. Eg er gengin með tæpa átta mánuði en geng um gólf með óþægindi í mjóbaki og hef það sterklega á tilfinningunni að stutt sé í fæðingu. Eg tek þá ákvörðun að hringja í ljósmóðurina til þess að láta vita af því að fæðingin sé í vændum. Eitthvað reyni ég að sofa urn nóttina. En um sjö um morguninn geri ég ráðstafanir til að koma frænkunum til föður- fólksins og kem mér upp á sjúkrahús. Mikið var að gera á sjúkrahúsinu. Ein fæðing rétt afstaðin og önnur sængurkona liggur þar og væntir sín sama dag. Mér er bent á að setjast og bíða. Það er ekki fyrr en ljósmóðirin gengur fram hjá og sér að ég er farin að lyfta mér upp af bekknum í erfiðustu hríðunum að fólk tekur við sér og allt er sett í gang til að undirbúa fæðingu. Og ekki mátti tæpara standa. Rétt rúmlega átta er strákur fæddur. Hann hafði drukkið legvatn og var drifinn í súrefniskassa. Hann var aðeins tíu merkur og 46 cm. að lengd. Þegar hann var fæddur grét hann en síðan þreif ljósmóðirin hann, hljóp með hann að dyrunum, snéri síðan við eins og hún hefði allt í einu áttað sig á að hún hefði ekki sýnt mér hann. Ég fékk að líta hann örstutta stund og síðan var hann horfinn út um dyrnar. Síðar hef ég oft velt því fyrir mér hvort hann hafi hugsanlega hlotið einhvem skaða í þessari hröðu fæðingu eða liðið súrefnisskort. Síðar las ég reyndar að einn fræðimaðurinn, Rimland heitir hann, hélt því fram að einhverf börn hefðu að öllum líkindum fengið of mikið súrefni í fæðingu. Heili þeirra væri það lítt þroskaður að hinn viðkvæmi vefur þyldi ekki mikið súrefni. Fyrstn árin ann Þórður minn var fljótur að taka við sér. Og þriggja mánaða var hann orðinn jafnstór og dreng- irnir sem höfðu verið sautján merkur við fæðingu. Hann þroskaðist alveg eðlilega fyrstu árin að okkar mati. Hann var yndislegt barn. Svaf vært allar nætur og borðaði vel. Hann fór að ganga á eðlilegum tíma. Byrjaði að tala talsvert fyrir tveggja ára aldurinn. Lék sér í þykjustuleik með bangsann sinn sem hann breiddi ofan á og kallaði “jeppa- greng” eins og pabbi hans kallaði hann stundum. Talaði í símann, borðaði sjálfur, myndaðist við að tannbursta sig sjálfur eftir að hann hafði verið tannburstaður. Gat setið og dundað við ýmislegt hljóður. Lék sér einn úti í sandinum og nóg var að fylgjast með honum öðm hverju. Hann kleip aldrei né meiddi önnur börn. Hann virtist að öllu leyti eðlilegur, var þó frekar einrænn en lék sér reyndar með systur sinni og vinkonum hennar. En oft ofbauð mér hvað hann varði sig lítið, það var eins og allt væri hægt að rífa af honum nema lyklana hans sem hann hafði tekið ástfóstri við. Hann hafði eins og önnur börn gaman af því að skoða myndabækur og gat nefnt dýrin í dýrabókinni sinni. Söng hástöfum og hafði gott lag. Hann var háður snuddunni sinni og hafði hana oft. Þegar hann fór í bíltúra með pabba sínum og systur eða einhverjar heimsóknir sem ég var ekki með í var hann byrjaður að segja frá eins og systir hans þegar heim kom. Hann var yndislegur þessi litli glókollur minn og ég sá ekki sólina fyrir honum né systur hans og fannst ég alveg óendanlega rík að eiga þessi börn. Það er eittlivað að - en hvað? árinu milli tveggja og hálfs og þriggja og hálfs árs gerist það á skömmum tíma að Þórður fer að tapa niður ýmissi færni sem hann hafði áður haft. Hann sem hafði getað dundað með leir og potað í hann tveimur trépinnum og þá var komin flugvél sem flaug um, át nú bara leirinn ef hann komst í tæri við hann. Hann sem var farinn að halda sér hreinum og þurrum gerði nú öll sín stykki í buxurnar. Hann sem hafði talað og sungið var nú að mestu leyti þögull en sagði eitt og eitt orð á stangli sem síðar hurfu alveg. Hann sem hafði getað leikið sér einn í sandinum, hélst þar ekki eina mínútu í einu. Og höfnin togaði stíft í hann og hann reyndi að æða þar út í. Ef bíll keyrði löturhægt fram hjá húsinu kom það fyrir að hann opnaði hurðina og settist inn í. Hann sem hafði sofið vel allar nætur tók nú upp á því að vakna eldsnemma, jafnvel fimm á nóttunni og eitt sinn kom það fyrir að nágranni kom með hann og hafði gripið hann á leið niður að höfn. Osjaldan leituðum við að honum en alltaf var eins og það væri þrátt fyrir allt einhver vemdarengill yfir þessu bami. Hann lenti aldrei í neinu slysi. Þetta var barn sem ég þurfti nú að vakta allan sólarhringinn. En hvað var að? Hann var ekki eins og önnur börn. Hann var ekki lengur hann sjálfur. Ég hafði misst litla rólega glókollinn minn og í staðinn Bjarnveig Bjarnadóttir. 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.