Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Síða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Síða 22
einstaklingur getur fært fjölskyldunni mikla gleði ef litið er jákvæðum augum á hann og hans gerðir. Það þarf ekki að fylgja því nein óhamingja að eiga svo mikið fatlað barn, við erum sjálf að svo miklu leyti smiðirnir að okkar hamingju. Fjölskyldan Það er mikill styrkur í því að eiga samhenta fjölskyldu þegar erfiðleikar steðja að. Aðstæður okkar voru reyndar þannig að okkur fannst að við gætum hreinlega ekki lagt það á neinn annan úr fjölskyldunni að líta eftir Þórði. Þó að við sem foreldrar sæjum ekki sólina fyrir honum og gætum hent gaman að ýmsum uppátækjum hans, þá vissum við að hann og hans hegðun var það flókin að ekki var hægt að ætlast til þess að aðrir úr fjölskyldunni sinntu honum, auk þess sem hann átti auðvelt með að skemma það sem hann kom nálægt. Við sögðum oft að við hefðum öðlast aukaskilningarvit af samvistunum við Þórð. Stundum þurftum við hreinlega á því að halda að hafa augu og eyru allt um kring. Og við urðum furðu næm á hann. En Þórður hefur þrátt fyrir sína miklu fötlun verið mjög gefandi persónuleiki. Hann er á sinn hátt afar sjarmerandi og skemmtilegur og ég hef alltaf notið þess að vera samvistum við hann. egar hann var barn reyndum við foreldrarnir bæði að mæta honum þar sem hann var staddur hverju sinni og leika þannig við hann. Pabbi hans var duglegur að hnoðast með hann og Þórður bað um að “gefa upp” og vildi boxa. Eg kenndi honum ýmsa söngva þar sem voru hreyfingar með. I byrjun gat hann ekki gert hreyfingarnar sjálfur. Ég stýrði honum uns hann hafði náð valdi á þeim. Seinna meir þegar ég hafði lært meira um einhverfu fékk ég skýringu á þessu. Fríða systir hans hefur reynst honum vel en ég hef þó ætíð gætt þess að hún þyrfti enga ábyrgð að bera á honum enda er hún aðeins árinu eldri. En mér fannst mikilvægt að hún gat ætíð tjáð sig umbúðalaust um það ef henni fannst hann alveg óþolandi og þá fengum við foreldrarnir að heyra það. En snemma fór hún að hugsa um hvað yrði um Þórð þegar hann yrði fullorðinn og hvort hún myndi þurfa að sjá um hann ef við dæjum. Svona pælingar hjá lítilli manneskju skáru svolítið í hjartað en ég reyndi að létta af henni byrðunum með því að segja henni að það yrði ekki hennar hlutverk að sjá um Þórð, það myndu aðrir gera. Hann Þórður minn gæti að öllum líkindum bjargað sér og lifað af í frumstæðu þjóðfélagi, þar sem hann þyrfti ef til vill að veiða sér til matar og lifa á því sem jörðin gæfi af sér. En í flóknu samfélagi nútímans, samfélagi sem byggir að öllu leyti á vitsmunum eða færni sem hann hefur ekki yfir að ráða, þar sem talað er tungumál sem hann ekki skilur nema að takmörkuðu leyti, já þar á hann allt sitt undir öðrum mannverum. Sem betur fer höfum við og hann átt því láni að fagna að það er gott fólk sem hefur kennt honum og annast hann. Ég vona að mér hafi tekist að kenna Þórði ýmislegt í gegnum árin en það sem hann hefur kennt mér er æðruleysi. í dag býr Þórður á sambýli fyrir einhverfa en dvelur í foreldrahúsum aðra hverja helgi. Bjarnveig Bjarnadóttir. E.s. Þetta er að stofni til erindi Bjarnveigar flutt á vornámskeiði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Uthlutun styrkja úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur Hinn 11 .júní sl. fór fram í kaffistofu Öryrkjabanda- lagsins afhending styrkja úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur. Af 18 styrkþegum sáu 9 sér fært að koma og var þetta stutt en ánægju- leg athöfn. Hafliði Hjartarson, formaður sjóðsstjórnar sagði nokkur orð í upphafi um tilurð sjóðsins en hann var stofnaður með dánargjöf Sig- ríðar Jónsdóttur, en hún ánafnaði Öryrkjabandalagi íslands íbúð sína og í erfðaskrá hennar er tekið fram að andvirðið skuli notað til að styrkja öryrkja til náms svo og þá sem vilja sinna málefnum þroska- heftra. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er höfuðstóllinn ósnertur en árlega er úthlutað vöxtum af honum. Var í fyrsta skipti úthlutað árið 1995. Styrkþegum var boðið upp á kaffi og með því og síðan afhenti Hafliði þeim styrkina og bað þá vel njóta. Viðstödd afhendinguna var Halidóra Guðmundsdóttir, sem var svilkona og besta vinkona Sigríðar. Þetta var góð og gleðileg stund og vonum við að því fólki sem hlaut styrkina farnist vel í námi og störfum. Á.I. 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.