Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Síða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Síða 23
Dauðsföll af völdum ýmissa hjartasjúk- dóma og heilablóðfalls í fornsögunum Gluggað í samantekt Sigurðar Samúelssonar prófessors ✓ Isíðasta blaði tímaritsins Hjarta- verndar er hin fróðlegasta saman- tekt um dauðsföll af völdum ýmissa hjartasjúkdóma og heilablóðfalls í fornsögunum. I formála segir prófessor Sigurður að hann hafi tekið saman nokkur þekkt dæmi úr fornsögunum um dauðsföll sem eftir atburðarásinni gefa tilefni til að álíta að hjarta- eða heilasjúkdómar séu orsökin. Hann kveðst hafa reynt að flokka þau eftir reglum og gildum læknisfræðinnar nú á tímum. Segir um leið að honum sé ljóst að flokkun þessi sé vafasemdum undirorpin. Ritstjóri fékk góðfúslegt leyfi prófessors Sigurðar til að birta hér sýnishom þessa og fara þau hér á eftir: 1. Kransæðastífla Sturlunga II. b. Islendinga saga s.50. -Dauði Ara sterka. I sögunni er getið andláts Ara sterka frá Stað á Snæfellsnesi, sonar- sonar Ara fróða Þorgilssonar. Segir svo: “Ari andaðist í Noregi. Hann gekk til með mönnum at bera lang- skipsrá. En með því at þeir vissu, at Ari var sterkari en aðrir menn, hljópu þeir undan ránni en Ari lét eigi niðr falla at heldur. Eftir þat tók hann sótt ok andaðist.” Að líkindum hefur Ari verið hátt á sextugsaldri þegar hann andaðist, og það eftir mikla skyndiáreynslu. Hann virðist deyja fljótlega eftir þá miklu aflraun, og líklegasta dauðaorsök er því kransæðastífla. 2. Hjartabilun. Sturlunga -Þorgils saga skarða s. 307. - Dauði Auðuns Seldæls. Þar segir svo frá mannfalli á Þver- árfundi árið 1255: “Þorgils hitti á grundinni á flóttanum Auðunn Tóm- asson. Spurði Auðunn, ef Þorgils vildi gefa honum grið. Hann kvaðst þat gjarnan vilja, ok spurði ef hann væri nökkut sárr. Hann kvaðst ekki sárr Sigurður Samúelsson. vera en ákafliga móðr. Auðunn settist niður við árbakkann ok kvaðst þyrsta. Ingimundr gaf honum at drekka þrim sinnum. Síðan hné hann aftr ok dó litlu síðar.” I Islendinga sögu Sturl- ungu segir frá andláti Auðuns á þessa leið: “Auðunn Seldæll lézt sunnan við ána. Hann var lítt sárr ok sprakk mjök af mæði, því at hann hafði borit sik mjök vopnum.” Auðunn er einn af fyrirmönnum af Vestfjörðum í liði Hrafns Oddssonar og Eyjólfs ofsa Þorsteinssonar á Þverárfundi. Ætla má að Auðunn hafi verið af léttasta skeiði. Hann var hlað- inn þungum vopnum, sem reynir mjög á þol hans og þrek. Auk þess hefir flokkur hans beðið ósigur í bardaganum. Því eru allar líkur á að hjartabilun sé dauðaorsökin enda bendir hin mikla mæði til þess. 3. Heilablóðfall Sturlunga - Þórðar saga kakala, s.426. - Dauði Þórðar kakala. I Islendinga sögu Sturlungu stendur um andlát Þórðar kakala Sig- hvatssonar árið 1256, en hann dvaldist þá með Hákoni Noregskonungi: “Bréf Hákonar konungs kómu til hans síð um kveld, en hann sat við drykk, þat er Þórðr váttaði, at konungr hafði gefit honum orlof til Islands, ok gera hann þar mestan mann. Varð hann svá glaðr við, at hann kvað engan þann hlut til bera, at honurn þætti þá betri. Þakkaði hann konungi mikillega. Drukku menn þá ok váru all - kátir. Litlu síðar segir Þórðr, at svifi yfir hann. Var honum þá fylgt til hvílu sinnar. Tók hann þá sóttina svá fast, at hann lá skamma stund, ok leiddi hann til bana.” Þórður kakali er talinn fæddur árið 1210 og er því fjörutíu og sex ára, þegar hann deyr. Hvergi er getið neinna sjúkdómseinkenna hjá honurn fyrr en á dánardægri hans. Hann fær yfir höfuðið, og deyr í beinu áframhaldi af þeim einkennum að því er virðist nokkrum klukkustundum síðar. Líklegasta dánarorsökin verður því hcilablóðfall, annaðhvort af völdum meðfæddrar bilunar í heila- slagæð eða háþrýstings nema hvoru- tveggja sé. Prófessor Sigurður heldur svo áfram hugleiðingu sinni um þær full- yrðingar margra er um hafa ritað, að brennivín væri aðaldauðaorsök hans. Minnist í því sambandi á hið fræga kvæði Hannesar Hafstein, enn sungið af innlifun: “Þá kakali gjörðist kon- ungsþjón” og lok þess dánarorsökin: “Það var brennivínsslag.” Og prófessor Sigurður segir svo í lokin: Um þessa dánarorsök Þórðar kakala munu flestir sammála. Lækn- isfræðilegar rannsóknir sýna að mikil brennivínsdrykkja eykur afköst hjartastarfseminnar, sem leiðir til hækkunar blóðþrýstings, sem undir vissum kringumstæðum getur valdið heilablóðfalli. Tilvitnun lýkur. Þessi dæmi hér að undan eru aðeins brot af hinum mæta fróðleik sem prófessor Sigurður Samúelsson festi á blað í tímaritinu Hjartavernd. Honum eru hlýjar þakkir færðar fyrir það að leyfa okkur að njóta nokk- urs þar af. Þó hið myndarlega tímarit Hjartaverndar, samnefnt, fari býsna víða og sé af mörgum lesið þá von- umst við til að enn fleiri megi þessa njóta með birtingunni hér. En frekari fróðleik hér um verða menn að sækja í tímaritið sjálft: Hjartavernd l.tölublað júní 1996. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.