Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Síða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Síða 24
VIÐHORF Jón Þór Jóhannsson stjórnarform. Vinnustaða ÖBÍ: HUGLEIÐING UM ATVINNUMÁL FATLAÐRA Málefni fatlaðra eru æði oft á dagskrá í þjóðmála- umræðunni sem ekki er óeðlilegt þar sem fatlað fólk er stór hópur sem finnst á öllum stigum í sérhverju samfélagi og fer þeim fjölgandi frekar en hitt. Margt gagn- legt hefur verið gert og mikið áunnist í þessum málaflokki á undanförnum árum, sem á að geta orðið til þess að skipa málefnum fatlaðra á þann bekk sem þeim ber, til þess að eftir þeim verði tekið á hverjum tíma og þau leggist hvergi til hliðar þegar teknar eru ákvarðanir um þau meginmálefni sem stefna að því að gera þjóðfélagið okkar betra og manneskjulegra í fram- tíðinni m.a. með því að tryggja að fatl- að fólk hafi sömu réttindi og skyldur og aðrir í samfélaginu. Einn er sá þáttur í málefnum fatl- aðra sem lengst af hefur átt fremur erfitt uppdráttar hér á landi en það eru atvinnumálin. Þar hefur ýmsu verið kennt um og ekki síst því atvinnuleysi og samdrætti sem hefur verið á vinnu- markaðinum að undanförnu, en nú þegar úr rætist og birtir til í atvinnu- lífinu er mikið atriði að munað verði eftir þeim sem fatlaðir eru og að þeir fái tækifæri eins og aðrir til að notfæra sér bætta tíma á þessu sviði. s Ilandinu eru starfræktir að jafnaði um 15 vinnustaðir fyrir fatlað fólk af ýmsum toga, sem flokkaðir eru sem vemdaðir vinnustaðir. Þessum vinnu- stöðum hefur verið komið á fót á árabilinu frá 1941 til 1988, en flestir þeirra, eða 10 talsins, hafa verið stofn- settir síðan 1980. Til þessara vinnu- staða hefur verið stofnað af ýmsum aðilum, svo sem styrktarfélögum eða fyrir beina milligöngu ríkisvaldsins, með það að meginmarkmiði að reka Jón Þór Jóhannsson. þjálfunar- og endurhæfingarstaði eða langtímavinnustaði. Á þessum vinnu- stöðum hafa unnið nálægt 300 manns á undanförnum árum. Sammerkt með öllum þessum stöðum er að þeir hafa allir fengið styrk frá opinberum aðil- um í einni eða annarri mynd, nema Vinnuheimilið að Reykjalundi, en þangað hafa aldrei verið greiddir nein- ir opinberir styrkir. Öryrkjabandalagið hefur ávallt lát- ið atvinnumál fatlaðra mikið til sín taka og í stefnumörkun þess er lögð sérstök áhersla á þennan málaflokk þar sem segir að: Öryrkjabandalagið vinni ötullega að atvinnumálum fatl- aðra í náinni samvinnu við stjómvöld og aðila vinnumarkaðarins. Leitað sé allra leiða til að tryggja fötluðum störf með því að nýta alla möguleika í þjóð- félaginu til atvinnusköpunar. Fatlaðir njóti jafnréttis til atvinnu á við aðra þjóðfélagsþegna. á hefur Öryrkjabandalagið rekið sérstakan áróður fyrir því að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra í samfélag- inu sé framfylgt, meðal annars með því að kynna þær reglur í sérstökum bæklingi og svo að taka 7. reglu þeirra samþykkta sem fjallar um atvinnumál fatlaðra til sérstakrar meðferðar í ræðum og riti. Þrátt fyrir góðan vilja og allmikla þekkingu á atvinnumálum fatlaðra hefur Öryrkjabandalaginu ekki tekist nema að litlu leyti að ráða bót á þess- um málum, því að málum er nú þann- ig komið að yfirstjórn mála fatlaðra er hjá ríkisvaldinu og ræður það ferðinni í krafti þeirra laga sem í gildi eru í landinu í gegnum þau ráðuneyti sem þessi mál heyra undir og veltur þar að sjálfsögðu mest á því hverja athygli þessi mál fá hjá þeim sem þar ráða ferðinni á hverjum tíma. Á undanfömum árum hefur átt sér stað mikil umræða um atvinnumál fatlaðra á breiðum grundvelli og um nokkurt árabil, eða frá árinu 1992 hefur verið starfandi sérstök nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem hefur tekið þessi mál til gaumgæfi- legrar athugunar. Nefndin hefur sent frá sér þrjár skýrslur um störf sín og kom fyrri áfangaskýrslan út í septem- ber 1993 og fjallaði hún um flesta þá þætti sem tengjast atvinnumálum fatl- aðra. Seinni áfangaskýrslan kom út í maí 1994 og fjallaði hún um skilgrein- ingar á sérúrræðum í atvinnumálum fatlaðra. Lokaskýrslan um þessi mál kom svo út í mars 1995 þar sem skil- merkilega er gerð grein fyrir störfum nefndarinnar og settarfram 15 tillögur til uppstokkunar og úrlausnar til fram- búðar á atvinnumálum fatlaðra ásamt mjög svo skilmerkilegri greinargerð með einstökum tillögum. Mér virðist að þessar tillögur nefndarinnar séu þess eðlis að væri þeim hrint í framkvæmd þá leystist stór hluti þeirra vandamála sem við er að glíma á þessu sviði um langa framtíð. En það þarf meira til en góðar tillögur. Mjög brýnt er að þessum málum verði nú fylgt eftir og 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.