Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Qupperneq 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Qupperneq 27
Frá sumarferð félagsins. FÉLAG NÝRNASJÚKRA ÍOÁRA É y élag nýrnasjúkra var stofnað 30. október 1986. æ' Stofnfélagar voru 103 en félagar eru í dag 192. Strax við stofnun gekk félagið inn í norrænt samstarf, Nyresyges Nordiske Samarbejdsudvalg, NNS, sem er samstarfsnefnd norrænna félaga nýrnasjúkra. Löndin skiptast á um að halda samstarfsfundi á haustin. Félagið hefur notið góðs af reynslu þeirra en sum hver eru orðin hartnæraldarfjórðungsgömul. Árið 1991 gerðist félagið aðili að Öryrkjabandalagi Islands. Félagið hefur reynt að halda góðurn tengslum við blóðskilunardeild Landspítalans sem er eina skilun- ardeildin á landinu. Það hefur meðal annars styrkt deildina með því að gefa blóðskilunarvélar, sérhannaða stóla og ýmsan annan búnað til að létta sjúklingum dvölina þar. Markmið félagsins samkvæmt 3. gr. laga þess er að styðja alla sjúklinga með þráláta nýrnasjúk- dóma, einkum og sér í lagi að gæta hagsmuna skilun- arsjúklinga og nýrnaþega. Skilunarsjúklingar eru þeir sjúklingar sem þurfa að vera bundnir blóðskilun eða kviðskilun. Blóðskilun er tenging við gervinýra og er allajafna þrisvar sinnum í viku, 3-4 tíma í senn á skilun- ardeild sjúkrahússins. Kviðskilun er þegar lífhimnan er notuð til hreinsunar úrgangsefna. Þá er vökvi sem dregur í sig úrgangsefnin látinn renna inn í kviðarholið og skiptum hann á 6 klukkustundafresti. Sjúklingurinn er ekki bundinn sjúkrahússveru við kviðskilun. Sem betur fer er stærsti hópur félaga fólk með ígrædd nýru, þar af meirihluti með nýra úr lifandi gjafa. Nýrnaígræðslur fara fram erlendis og í dag fara flestir á Sahlgrenska-sjúkrahúsið í Gautaborg. Félagið veitir félagsmönnum sínum styrki í tengslum við ígræðsluferðir. Fyrsta nýrnaígræðslan á íslendingi var gerð 1970 og heilsast líffæraþeganum vel enn í dag. í dag hafa um 80 ígræðslur verið framkvæmdar. Bæklingur með almennum upplýsingum fyrir nýrnaþega er tilbúinn til prentunar og kemur út innan skamms. Almennt félagsstarf er komið í fastar skorður. Reynt er að halda í það minnsta tvo fræðslufundi yfir veturinn með fræðsluefni fyrir sjúklingana. í desember er hald- inn jólafundur þar sem ávallt er reynt að hafa vandaða dagskrá, prestur heldur hugvekju og leggja gestir til lítinn jólapakka sem jólasveinninn útbýtir síðan til gest- anna og borðin svigna gjarnan undan voldugum veislu- krásurn sem félagsmenn leggja til. Einnig hefur verið efnt til leikhúsferða og flest sumur er farin dagsferð um svæði í nágrenni borgarinnar. Einu föstu tekjur félagsins eru félagsgjöld. Auk þess hafa verið gefin út og seld jólakort og efnt hefur verið til kökubasars oftar en einu sinni. Minningarsjóður félagsins var stofnaður 1987 og úr honum eru veittir ferðastyrkir til ígræðslu- sjúklinga. Minningarkortin eru seld í apótekum og blóma- búðum. Umsjón með sjóðnum hefur Salóme Guð- mundsdóttir, fyrsti ígræðsluþeginn. Fyrstu árin veitti Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri Elliheimilisins Grundar, félaginu aðstöðu sem var ómetanlegt. Frá árinu 1993 hefur formaðurinn lagt til aðstöðu á heimili sínu en vegna breyttra aðstæðna leitar félagið nú að nýrri skrifstofuaðstöðu. Formaður félagsins hefur frá upphafi verið Dagfríður Halldórsdóttir. Aðrir í stjórn eru: Regína Aðalsteins- dóttir, Jón Sveinsson, Sandra Róbertsdóttir og Hildur Pétursdóttir. Frá stjórn félagsins. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.