Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Qupperneq 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Qupperneq 30
Gluggað í góð rit og gott betur s 12. tbl. Klifurs, fréttablaði Sjálfs- bjargar - landssambands kennir ýmissa góðra grasa. Sigrún Pálsdóttir fjármálafulltrúi sambandsins leggur orð í belg um það að rækta garðinn sinn. Minnir á að þungamiðja alls starfs sé sem fyrr hin eilífa réttinda- barátta. Einnig ræðirhún um Hollvini Sjálfsbjargar og þá miklu björg sem þeir færa í búið. Viðtal er við Jónu Kristínu Halldórsdóttur, ritara Sjálfs- bjargar á Vopnafirði, sem segir að heilmargt hafi þar eystra þokast í rétta átt í málefnum fatlaðra. Hún veitir fullfrísku fólki þarfa áminningu varðandi bílastæði fatlaðra, sem eiga fyrir þá eina að vera. Kynnt er nýjung frá Össuri hf., sérgerðir stólar sem veita þeim sem þar sitja mun virkari stöðu og eru mjög góðir fyrir þá sem eru með lömun, vöðvasjúkdóma, spasma eða ósjálfráðar hreyfingar. Mikill og góður fróðleikur er um MS sjúkdóminn og MS félagið kynnt um leið. Og svo skrifar hún Valey Jónas- dóttir formaður Sjálfsbjargar á Siglu- firði raunasögu frá 3. des. sl. á al- þjóðadegi fatlaðra, þar sem hún í raun leggur aðaiáherzlu á það að meiri athygli verði á deginum vakin í fjölmiðlum okkar. Verður ritstjóri þá að minna á hve erfiðlega okkur hefur gengið að fanga athygli fjölmiðla af þessu tilefni. Ritstjóri Klifurs er Ingólfur Birgisson. * Fréttaþjálfinn - blað útskriftar- nemenda Starfsþjálf- unar fatlaðra barst okkur á vordögum, að vanda fjölbreytt að efni. Þar kynna út- skriftarnemar ýmis- legt s.s. starfskynn- ingu sem nemar fara í sér til mikillar ánægju og gagns. í blaðinu er viðtal, smásaga, ljóð, ljóð- skáld kynnt, dansinn rómaður og fleira efni sem ber nemendum hið ágætasta vitni. Ferð til vítis eftir Mravinac Zlatan fangar þó hug manns mest, segir þar af ferð þeirra hjóna frá Islandi til Sarajevó um jólaleytið á liðnum vetri, en Zlatan er einmitt þaðan. Frásögn hans af ferðalaginu til hins stríðs- hrjáða lands lætur engan ósnortinn. En aftur að léttara efni. Nemandi einn greinir frá fyndnum atvikum af heimaslóð vestra m.a. þessu: Gamall maður hafði það fyrir sið þegar hann var að fara með rútunni, að þá labbaði hann alltaf af stað áður en rútan kom, gekk jafnvel fleiri kólómetra. Aðspurður kvaðst hann gera þetta til að flýta fyrir rútunni. * Fréttabréf Heyrnarhjálpar 1. tbl. þessa árs barst hér á borð inn árla vors. Þar kennir margs konar efnis. Bréf er frá skagfirzkri konu um nauð- syn enn öflugra foreldrastarfs innan Heyrnarhjálpar og undir það tekið af framkvæmdastjóra félagsins. Minnt er á aðgengismál heymarskertra þar sem tónmöskvinn trónir hæst - krafan um tónmöskva inn í allar opinberar bygg- ingar sett á oddinn. Svo er sagt frá val- inu á Skýrmæltasta fjölmiðlamann- inum, en frá þeirri ágætu athöfn hefur þegar verið greint hér. Sagt er frá ferð þriggja heyrnarskertra ungmenna frá Heyrnarhjálp á alþjóðlega ráðstefnu í Danmörku. Aðalfundur NNS - sam- taka heyrnarskertra á Norðurlöndum verður í Reykjavík 3.-6. október. Sagt er frá niðurstöðum nefndarstarfs um túlkamál heymarskertra, heyrnar- lausra og daufblindra, en því nefnd- aráliti verða hér skil gerð. Fréttir eru frá Samskiptamiðstöð heymarlausra og heyrnarskertra m.a. um námskeið þar, táknmálsnámskeið fyrir börn og hraðnámskeið í táknmáli. Það er Jóhanna S. Einarsdóttir framkv.stj. sem á þessu fróðlega blaði ber ábyrgð alla. * Fréttabréf Samtaka psoriasis- og exemsjúklingahefurborizt okk- ur með efnisgnótt ærinni. I formanns- spjalli er mótmælt harðlega þeirri ákvörðun tryggingaráðs og ráðherra að fella niður ferðir til sólarlanda fyrir psoriasis- sjúklinga, enda lagaheim- ildin enn í fullu gildi. Sömuleiðis greinir Helgi formaður frá undir- búningi að gerð fræðslumyndar um psoriasis. Ritstjórinn hvetur í sínu spjalli til virkara starfs félagsmanna og að þeir afli um leið fleiri félaga. Húðsjúkdómalæknir svarar spurnum félagsmanna og Jón Guðgeirsson húðsjúkdómalæknir er með fróðlega hugleiðingu um tjörumeðferð sem hann segir að hafi verið notuð við húðsjúkdómum meira en 2000 ár, en þó eru enn ekki með öllu ijós áhrif tjöru á psoriasis. Tjara er hins vegar bæði bólgueyðandi og kláðastillandi. Stefán Einarsson efnaverkfræðingur greinir frá psórias- isdegi í Þýskalandi og þingi því tengdu sem fjallaði um sjálfshjálp og vísindi. M.a. rekur hann helztu atriði úr fyrir- lestri dr. Schaefers sem er húðlæknir og formaður þýzku psóriasissamtakanna og Evrópusam- bandsins, og sömu- leiðis erindi dr. Klaus Bosse húðlæknis, en Stefán fullyrðir í lokin að sjálfshjálpin hafi sannað gildi sitt, hann hefur sjálfur sannreynt það. Þegar öryggisnetið heldur ekki lengur. Teikning úr þýzku blaði. 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.