Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 35
Fréttir í fáum orðum ✓ Aeinhverjum síðustu dögum Alþingis var samþykkt þings- ályktun um menningar- og tóm- stundastarf fatlaðra. Þar segir að fela skuli félagsmálaráðherra að láta kanna á hvern hátt fatlaðir geti notið sumarleyfa, tómstunda, lista og menn- ingarlífs á sama hátt og aðrir í þjóð- félaginu og gera tillögur um úrbætur. Tryggt verði að fulltrúar frá samtök- um sveitarfélaga, svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra, Öryrkjabanda- laginu og Þroskahjálp komi að mál- inu. Svo mörg voru þau orð og síðan er að sjá hvert framhald verður hér á, en flutningsmaðurinn, Margrét Frí- mannsdóttir, fullyrðir að því muni vel eftir fylgt. * Verið er að gera úttekt á þjónustu við fatlaða í Reykjavík af starfs- hópi á vegum félagsmálaráðuneytis og er það vel að koma því á hreint hvert umfang og eðli þessarar þjón- ustu er í víðtækastri merking. Uttekt- in færir vonandi þann árangur að glöggva myndina sem leið til aðgerða þar sem helzt á skortir. Fréttabréfið mun reyna að fylgjast hér með og fá birtar helztu niðurstöður, ef unnt er. * Aaðalfundi Heyrnarhjálpar var samþykkt gerð svohljóðandi: “Aðalfundurinn skorar á heilbrigðis- yfirvöld að auka til muna fjármagn til Heyrnar- og talmeinastöðvar Islands svo stofnunin geti sinnt lagalegri skyldu sinni sem m.a. er að útvega nýjasta heymartæknibúnað sem völ er áogað skipuleggja þjónustuferðirút á land”. Formaður Heyrnarhjálpar er Friðrik Rúnar Guðmundsson og aðrir í stjóm: Anna Guðlaug Gunnarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Guðjón Yngvi Stefánsson og Helga Kristins- dóttir. * Itilefni af 50 ára afmæli Olíu- félagsins hf. veitti félagið tvo styrki til mannræktarmála, hvorn á eina milljón króna. Okkar ágæta aðildarfélag - Styrktarfélag vangef- inna fékk annan styrkinn og er vel að komið. í frétt frá Olíufélaginu hf. segir m.a.: “Starfsemi félagsins hefurborið mikinn og góðan árangur og er viður- kennt brautryðjendastarf í mannrækt á Islandi.” * Landssamtök hjartasjúklinga og Rauði kross íslands afhentu síðla júlímánaðar gjafabréf til Barnaspítala Hringsins að upphæð 15 milljónir króna. Skal fénu varið til kaupa á handlækningatækjum og hjartaómsjá fyrir börn. Um leið var kynntur af hálfu heilbrigðisráðhema, Ingibjargar Pálmadóttur, samningur milli aðila um að á haustdögum skyldu hafnar hjartaskurðaðgerðir á börnum. Þá ætti að vera unnt að framkvæma 75% allra aðgerða á börnum hér heima. Spamaður á hverja aðgerð innanlands miðað við kostnað erlendis nemur um l.lmillj.kr. H.S. Arnór Þorkelsson frá Arnórsstöðum: Gullbringum Ég framhjá gekk, þar sem fallinn var bær með fúa og moldarhauga. En liðið mannlíf í hug mínum hlær, því hér var kannski svo falleg mær með indælis blik í auga. Og bærinn drúpir, það heyrist hnegg og hér er svo fallegt engi. Ó, hvað ég gæti við gróinn vegg grátið mikið og lengi. Niðursetningurinn Tvö lítil augu vaka en hjartað hrærist ótt. Húmið það er komið og úti er þokunótt. Því túnið þarf að vakta og ær því reka úr og eins ef hestar koma, það má ei sofna dúr. En þessi litla stúlka hún átti ei nokkurn að og einmitt sveitarstjórnin henni kom á þennan stað. Og hvernig gast þú trúað því, vota vorsins nótt að vaki lítið barn þegar aðrir sofa rótt. Höfundur er aldraður málarameistari. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.