Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Side 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Side 40
Fræðslubækl- ingur um flogaveiki LAUF- landssamtök áhugafólks um flogaveiki hafa gefið út afar vandaðan og vel unninn bækling um flogaveiki með undirfyrirsögninni: Fræðsla um krampa og skyndihjálp. Bæklingurinn er 16 síður í bókarformi eða stór einblöðungur með lesmáli góðu báðum megin, hvort sem menn kjósa nú að hafa. Mikill og notadrjúg- ur fróðleikur er þarna á ferð og skal aðeins farið ofan í allra helztu atriðin hér. I formálsorðum segir: “Það eru minnst 2500 ástæður fyrir því að þessi bæklingur var skrifaður, en það er áætlaður sá fjöldi íslendinga sem hef- ur flogaveiki”. Farið er yfir hvað flogaveiki sé þ.e. algeng truflun á taugaboðum í heila og þar m.a. tekið fram að flogaveiki sé aldrei smitandi. Þá er minnt á hinar ýmsu tegundir floga, altækt krampaflog, störuflog, sértæk flog. Vikið er vel að viðbrögð- um við krampaflogum við sérstakar aðstæður: í flugvél, í vatni og í strætis- vagni. Farið er yfir spuminguna : Er þörf á að leita bráðamóttöku? og leitað svara þar við, sem mjög leiðbeinandi eru. Síðan er minnt á ýmis einkenni sem til flogaveiki geta bent og fólk ætti þá að athuga betur og fá svör við. Sérstakur kafli er helgaður upplýsing- um sem ætlaðar eru lögregluyfirvöld- um. Þar er m.a. farið yfir algengustu lyf sem notuð eru við flogaveiki. Sömuleiðis er m.a. minnt á það að fram komi annarleg hegðun án þess að viðkomandi sé meðvitaðurum það. Hinum megin á einblöðungnum eða hinar átta síðurnar fjalla á skýran og greinargóðan hátt um fræðslu um krampa og skyndihjálp. Farið er yfir hinar ýmsu tegundir floga: hvernig þau lýsa sér, hvernig eigi að bregðast við og hvað eigi ekki að gera og svo er bent á hvað slík flog séu ekki s.s. að ráðvilluflog sé ekki áfengisvíma, lyfjavíma, geðveiki eða ósiðlegt athæfi. Þama er í knöppu en ljósu máli fjallað um hverja tegund floga, þeim skipt niður og viðbrögð við þeim síð- an útfærð eftir því sem við á. Floga- tegundireru: Altæk 11 og - krampaflog, - altæk flog - störuflog, einföld sértæk flog, fjölþætt sértæk flog - ráðvillu- flog, talflog, kippaflog og ungbarna- kippir. Glögg og mjög greinargóð lýsing er á öllum þessum afbrigðum. Bæklingur þessi er hið bezta unninn og að honum umtalsverður fengur þeim sem fræðslu hans og ráðlegginga njóta. LAUF - er að þessu riti sínu mikill sómi. H.S. Sigurður Gunnarsson fv. skólastjóri: Við krá í London Hér er”angan” illra veiga, ólánsmenn að staupa sig. Við þá ekkert vil ég eiga, vel mér aldrei þeirra stig. Bakkus kóngur, blendinn löngum, bruggar mörgum lokaráð, veldur kjörum kostaþröngum, kætist yfir margri bráð. Marga valda dáðadrengi dregur kóngur til sín heim, ærir þá og espir lengi, eiturveigar byrlar þeim. Ef þú hlýðir kóngs þess kalli, kýst þér vist í sölum hans það mun verða þér að falli, það er leið hins blinda manns. Fylgd hans aldrei veldu, vinur, við þér, án hans, lífið hlær. Vertu ættar óskahlynur, ísalandi sonur kær. Sigurður Gunnarsson Eftirmáli ritstjóra: Hinn gagnmerki skólamaður, Sigurður Gunnarsson, lézt á liðnu vori. Hann lét ritstjóra í té ýmislegt sem seinna mun moðað úr. Kvæði það sem hér er birt mætti okkur til ærinnar umhugsunar verða svo sannarlega. Blessuð sé minning dáðríks drengskaparmanns. 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.