Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 4
skyndilega vildu allir Lilju kveðið hafa
og hvarvetna var reynt hafa konur ofar-
lega á listum. Með sérframboði höfðu
þær allt að vinna en engu að tapa. Og
hafi þær haft ástæðu, sem þær vissulega
höfðu, hvað þá með okkur nú?
✓
Eg geri mér fulla grein fyrir því að
um framboð okkar yrði að stofna
sérstakt félag sem formlega séð mætti
alls ekki tengjast Öryrkjabandalaginu.
Á hinn bóginn verður Öryrkjabanda-
lagið, nú á tímum vaxandi þjóðartekna,
að gernýta þennan næstsíðasta vetur
fyrir þingkosningar til að kynna sinn
málstað rækilegar en nokkru sinni fyrr.
Meðal þeirra aðgerða sem ég er fullviss
um að muni hafa veruleg áhrif er að
útbúa einfaldan upplýsingabækling á
Norðurlandamálunum og afhenda hann
kurteislega þeim norrænu gestum og
blaðamönnum sem hingað koma til
ráðstefnuhalds og fundar við íslenska
ráðamenn. Þetta er aðferð sem kostar
sáralítið í peningum og mannafla en
mun setja áður óþekktan þrýsting á þá
ráðamenn sem eru svo veruleikafirrtir
að ætlast til þess að dagpeningarnir sem
þeir skammta sjálfum sér nægi okkur
sem tekjutrygging í heilan mánuð.
Gagnvart slíkum ráðamönnum er frið-
urinn úti. Okkur ber mannleg og sið-
ferðileg skylda til að tala við þá á því
eina tungumáli sem þeir virðast skilja.
Þetta varðar ekki aðeins okkar eigin
sjálfsvirðingu heldur einnig og miklu
frekar líf þeirra fjölmörgu félaga okkar
sem hafa alls engin tök á að bera hönd
fyrir höfuð sér. Það þýðir ekki að bíða
lengur eftir einhverjum brauðmolum.
Við verðum að taka ráðin í okkar
hendur.
Garðar Sverrisson
er fulltrúi MS félagsins
í stjórn Öryrkjabandalagsins.
Staka
Peninga- og vopnalögmáli
er lotið
sem liggja ætti niður brotið,
svo mennirnir hefðu frelsi
og frið
og farsæld meiri að búa við.
Jón Þorleifsson.
Hrafn Sæmundsson:
Haustsólin
blátær fjallalækurinn fram af brúninni og mætti
morgunsólinni sem skein á lækinn og léttan úðann sem ýrði
vatninu upp í regnbogann sem lék með í galsa morgunsins og vætti
þann sem gekk um lækjarbakkann.
Stundum sat hann á árbakkanum og áin rann blóðrauð milli bakkanna
og þungur niður hennar ómaði í morgunsárið og heyrðist svo í fjarska
eins og sinfónía þegar áin spilaði stefin á flúðunum og féll svo eins
og fúga niður fossinn aftur og aftur og aftur.
Stundum sat hann þá ráðvilltur á árbakkanum og reyndi að kæla fætur
sína og huga í vatni árinnar og vissi þó að straumur hennar héldi
áfram af því að vatnið rennur stöðugt meðan uppsprettan er gjöful og
hvíldin varir aðeins örskotsstund fyrir þann sem gengur á árbakkanum.
Aðeins haustið getur breytt þessum gangi náttúrunnar og lagt mjúkan
væng yfir þá kviku sem stöðugt blæðir úr í morgunsárinu.
Þá er hægt að sitja á árbakkanum og væta fætur sína í svölu vatninu
meðan áin rennur í lygnum straumi að ósnum og fiðlufjölskyldan
leikur aðalstefin í moll.
Þá er hægt að leyfa augnablikinu að anda þegar þétt handtak í lok
viðtalsins sendir skilaboð án þess að eldurinn kvikni og fúgan byrji
að velta stefjunum aftur og aftur.
Þá er hægt að sitja í hauströkkrinu með bikar af léttu víni og vita að
framundan er langt kvöld í kyrrþey.
Þá rennur upp nýr tími sem enginn á nema augnablikið og þeir sem
áður sátu við blóðrauða ána og hafa gert samning við haustkvöldið
og núið um nýja veislu.
Þá rennur upp nýr tími í vefnum sem er spunninn í mörgum litum og
ný fegurð haustkvöldsins vex upp í nýju landnámi.
Þá getur augnablikið fundið nýjan tón í sinfóníunni þar sem
hljóðfæraleikararnir þurfa að telja í löngum þögnum í hinu nýja verki.
Því þögnin og kyrrðin og hin djúpa upplifun sem ekki er hægt að
deila nema í þröngu návígi gerir svalt sólarlag haustsins að
leyndarmáli sem enginn á en allir njóta góðs af.
Það er þá sem haustsólin skín yfir þá sem koma til veislunnar og vita
að tíminn er nægur af því hann hefur ekkert markmið og af því hann
rennur út og enginn veit hvort haustsólin kemur upp næsta dag.
Hrafn.
4