Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Side 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Side 3
/ Emil Thóroddsen framkv.stj. G.I.: GIGTARS KÖMMIN s Inýlegri grein í læknablaðinu gera þeir Sigurður Thorlacius, Sig- urjón Stefánsson og Stefán Olafsson grein fyrir athugun á um- fangi og einkennum örorku á Islandi. Þar kemur fram að stoðkerfis- vandi (gigt) er í 20% tilfella helsta sj úkdómsgreining öryrkja. Þessi niðurstaða kemur okkur í Gigtar- félaginu ekki á óvart, því í lands- áætlun um gigt- arvarnir frá árinu 1995, sem gefin var út af heilbrigðis- ráðuneytinu, var sömu tölu haldið á lofti. Og þá vitum við að um fjórðung- ur heimsókna á heilsugæslustöðvar er vegna stoðkerfisvanda. Ég fagna framtaki þeirra félaga því nú eru haldbetri rök fengin fyrir þess- ari staðreynd, en oft á undanförnum árum þegar ég hef haldið þessum upplýsingum á lofti hef ég fengið viðbrögð efasemda og vantrúar. Sum- ir sögðu þetta rugl og aðrir helltu úr eyrunum og ákváðu að velta þessu ekki frekar fyrir sér. í stuttu máli ætla ég að illskast út í þá staðreynd að það eru allt of margir sem eiga erfitt með að skilja að gigtar- sjúkdómar leiða til alvarlegrar fötl- unar og örorku. Ekki í öllum tilfellum, langt í frá. En skeytingarleysi, að- gerðaleysi og sinnuleysi eru verstu óvinir gigtarinnar. Ekki er nóg með að fólk virðist eiga erfitt með að skilja gigtarvandann, heldur neitar fólk því einfaldlega. Um er að ræða fólk meðal fagaðila í heilbrigðisgeiranum, meðal ráðamanna, í röðum gigtarfólks og meðal almennings. s Isamantekt unr Norræna gigtarárið 1992 kom fram að gigtarsjúk- dómar eru ekki forgangsverkefni í heilbrigðismálum. Fátt hefur breyst frá þeim tíma. Sýnt hefur verið fram á að fagfólk í norskri heilbrigðis- þjónustu og læknastúdentar forgangs- raða gigtarsjúkdómum lágt. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að gigt- arsjúklingar þar í landi fá lakasta með- ferðartilboðið í samanburði við aðra valda hópa fólks með langvinna sjúk- dóma. Engar slíkar rannsóknir eru til um stöðu þessara mála hér á landi, en líkur benda til þess að hér ríki sama eining andans, því hvar er skorið fyrst niður þegar þrengir að efnahag á sjúkrahúsunum. A gigtardeildunum. í landsáætlun um gigtarvarnir sem gefin var út 1995 var gerð heiðarleg tilraun til þess að meta stöðu heil- brigðis- og félagslegrar þjónustu við gigtsjúka og komið með tillögur til úrbóta. Það sem gengið hefur eftir er að stuðningur við gigtarrannsóknir í landinu hefur verið aukinn og heil- brigðisráðuneyti komið þar að mál- um, en ekki minni heiður af því máli á þó Lions-hreyfingin í landinu sem studdi Gigtarfélagið myndarlega við það brýna verkefni að koma rann- sóknarstofu á laggirnar. Nám í iðju- þjálfun hefur verið komið á laggirnar á Akureyri og verður það mikil hags- bót fyrir gigtarfólk ef vægi iðju- þjálfunar í almennri heilbrigðisþjón- ustu verður aukið. Hvað varðar aðra þætti sem lúta að forvarna- og fræðslustarfi, bættri þjónustu við gigtarfólk á landsbyggðinni, bæklunarskurð- lækningar, félagsleg réttindi og tryggingamál, þá er setið við sama borð og áður. Ef ekki lakara í nokkrum tilfellum. Hver hefur þróunin orðið með framkvæmdasjóð fatlaðra svo dæmi sé tekið? Hann er orðinn að fram- lengdum armi félagsmálaráðuneytis sem skilgreinir hugtakið fatlaður með öðrum hætti og þrengri en almennt gerist. Sú var tíð að framkvæmdafé til fatlaðra var ærin upphæð í heil- brigðisráðuneyti, en ríksstjórnin ákvað í niðurskurði að framkvæmdafé til þessa málaílokks yrði nær einungis félagsmálaráðuneytis megin. Sem þýtt hefur að framkvæmdir í þágu stórra fötlunarhópa eru út í kuldanum og það sorglega er að í mörgum til- fellum er um framkvæmdir að ræða sem spara hinu opinbera rekstrar- útgjöld í málaflokknum en íþyngja ekki. Ég auglýsi eftir heildarsýn í málefnum fatlaðra, einkum og sér í lagi í ljósi þeirra breytinga sem mála- flokkurinn er að ganga í gegnum. Hvar stendur endurskoðun á almanna- tryggingalögunum? Gigtarfólk margt dregur úr hömlu að leita úrræða við sínum stoðkerfis- vanda. Sættir sig við loðin svör um sjúkdóm sinn og úrræðaleysi. Stað- reyndin er að flesta gigt má bæta og því fyrr sem hún er meðhöndluð næst betri árangur. Reynslan sýnir einnig SJÁ NÆSTU SÍÐU FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.