Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 8
Ásta R. Jóhannesdóttir minnti á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem umboðsmaður Alþingis færi þess á leit við þingið að það tæki á málinu, þessu skerðingarákvæði sem yfirvöld hefðu ekki getað rökstutt með vísan til laga og gengi þvert á þær réttarvenjur sem giltu um ýmsar aðrar bætur velferð- arkerfisins, atvinnuleysisbætur, líf- eyrissjóðsgreiðslur og aðrar trygg- ingabætur. “Eg minni á,” sagði Ásta, “að á síðustu prestastefnu var skorað á Alþingi að leiðrétta þetta ranglæti sem er vissulega alvarleg atlaga að hjónaböndum öryrkja.” Þá ítrekaði hún: “Eg veit persónulega að þessar reglurhafa sundrað fjölda fjölskyldna og þetta hefur valdið öryrkjum og ástvinum þeirra ómældri sorg.” Einnig sagði hún: “Það er stór hópur sem býr við þessa ósanngjörnu reglu. Það er stór hópur fólks sem getur ekki verið í samvistum við sína nánustu vegna þess að þeir geta ekki séð sér farborða ef þeir eru í sambúð og hafa því neyðst til þess að búa einir.” Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, sagði að hér væri um viðamikla breytingartillögu að hætti: “Varðandi þetta lagaatriði sem háttvirtur þingmaður hefur gert að umtalsefni þá byggir sú lagastoð á gagnkvæmri framfærsluskyldu hjóna.” Engu að síður kvaðst ráðherra geta tekið undir það að í mörgum tilvikum væri reglan ósanngjörn, “en í öðrum tilvikum, þar sem um háar tekjur maka er að ræða, tel ég þetta ekki eins ósanngjarnt.” Ásta R. Jóhannesdóttir kom þá aftur upp og sagði: “Eg er ekki sam- mála hæstvirtum ráðherra um að þetta sé í lagi hjá þeim sem eiga maka með háar tekjur. Það er alrangt. Það gerir það að verkum að einstaklingurinn fær ekki þá tryggingu sem hann hefur Ögmundur Jónasson: “Þótt það kost- aði tvöþúsund milljónir, bœri að lagaþetta.” greitt fyrir með sköttunum sínum, eins og hann fær þegar hann er atvinnu- laus.” Margrét Frí- mannsdóttir kvaðst trúa því að þeir ráðherr- ar sem töluðu nú um góðœri œtluðu sér að nýta það fyrir þá sem minna mœttu sín, “ekki síst sá flokkur sem fór hér í kosningar fyrir rúmlega þremur árum síðan með kjörorðið: Fólk ífyrirrúmi. ” ræða. “Ef þessi breytingartillaga yrði samþykkt svona, án þess að fjármagn kæmi með og við ætluðum að nota sömu fjárupphæð og við notum í dag, þá væri þessi hópur að tapa 50 til 60 milljónum króna.” Ásta R. Jóhannesdóttir sagði það rangt hjá ráðherra að fólk myndi fá minna í sinn hlut ef farið yrði að til- lögu flutningsmanna og ítrekaði að reglugerð ráðherra ætti sér ekki stoð í lögum. Ingibjörg Pálmadóttir rökstuddi nú reglugerð sína með svofelldum Að kvöldi þriðjudagsins 2. júní s.l. var umræðunni fram haldið. Margrét Frímannsdóttir rifjaði þá upp að fyrir ári hefðu rök heilbrigð- isráðherra verið þau að reglugerðin ætti sér sömu stoð og hún hefði alltaf haft, því í lögum hefði ekkert breyst. Með vísan til álits umboðsmanns Alþingis og bréfs kjaramálanefndar ÖBÍ sagði Margrét að þetta fengi ekki staðist. Kvaðst hún vilja trúa því að þeir ráðherrar sem nú töluðu um góð- æri ætluðu sér að nýta hinar auknu tekjur fyrir þá sem minna mættu sín í þjóðfélaginu, “ekki síst sá flokkur sem fór hér í kosningar fyrir rúmlega þremur árum síðan með kjörorðið: Fólk í fyrirrúmi.” Síðan spurði hún: “Hvaða fólk var þar í fyrirrúmi? Hvaða þjóðfélagshópur var það?” Margrét rakti í ítarlegu máli hvern- ig reglugerð ráðherra bryti gegn bæði íslenskum lögum og alþjóðlegum skuldbindingum. Auk alþjóðasamn- inga og mannréttindasáttmála nefndi hún Meginreglur Sameinuðu þjóð- anna urn málefni fatlaðra þar sem segði m.a: “Ekki skyldi dregið úr tekjutryggingu eða hún felld niður fyrr en hinn fatlaði - hinn fatlaði, ekki maki hans heldur hinn fatlaði - er orðinn fær um að afla sér viðunandi og öruggra tekna.” Og ennfremur: “Aðildarrrkin skyldu stuðla að því að fötluðum sé kleift að taka virkan þátt í fjölskyldulífi. Þau skyldu tryggja réttindi fatlaðra til mannlegrar reisnar og tryggja að fötluðum sé ekki mis- munað með lögum hvað varðar kyn- ferðissambönd, hjónaband og barneignir.” Næstur til máls tók Ögmundur Jónasson. Hann bar saman afstöðu stjórnvalda til öryrkja annars vegar og fjármagnseigenda hins vegar: “Og ríkisstjórn sem setur skattleysismörk fjármagnsgróða hjá hjónum í 5,9 milljónir refsar öryrkj- anum sem vogar sér að ganga í hjóna- band og færir tekjur hans niður úr í'úmum 63 þúsundum króna í 15 þús- und krónur. Þetta er að gerast á íslandi í dag og ég hvet háttvirta alþingis- rnenn til að fylgjast með réttinda- baráttu Öryrkjabandalagsins til að hnekkja þessu ranglæti.” Þegar Ögmundur hafði rakið af- Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra varði hina iimdeildu reglu- gerð sína, en kvaðst þó vilja nota sumarið til að ígrunda sinn gang gagnvart öryrkjum. leiðingar hinnar heimildarlausu reglu- gerðar sagði hann: “Þetta stríðir gegn heilbrigðri skynsemi. Þetta stríðir gegn allri sanngirni. Þetta stríðir gegn mannréttindum og mannréttindabrot ber að afnema skilyrðislaust og und- anbragðalaust og það ber að gera þegar í stað.” Eftir stutt innlegg frá Ástu R. tók heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, enn til máls. Nú sagði hún að samkvæmt nýjustu úttekt Tryggingastofnunar myndi breyting- artillagan, “ef hún er tekin alveg hrá,” kosta 360 til 400 milljónir, en áður hefði verið talið að breyting í þessa veru myndi spara ríkinu 60 milljónir. 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.