Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Side 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Side 13
Skólafélagar á Cornell. F.v. Sveinn Indriðason, Geir V. Guðnason og Sverrir Vilhjálmsson. maka og mannvænleg böm.” Sveinn og Sigrún eru sammála um, að fósturbörnum fylgi ekki síður barna- lán. Þrjátíu ára þrotlaust uppbyggingarstarf “A ámnum vestra hafði ég kynnt mér markaðsmál garðyrkjubænda,” segir Sveinn, “og eftir að heim kom, tók ég að mér blómasölu á laugar- dögum suður með sjó fyrir blóma- bændur í Hveragerði, meðfram því að vera sölumaður hjá heildsölu Eggerts Kristjánssonar. Þegar svo blómabændur stofna sölusamtök vorið ’ 61, ráða þeir mig til að sjá um söluna. Flutningatækið var Skodinn minn og blómalagerinn í leigðum bílskúr. Sigrún sá um bókhald og símavörslu í eldhúsinu, með heimilishaldi og barnauppeldi - þótt hún mætti ekkert vinna samkvæmt læknisráði. Starf- semin var lítið breytt í tíu ár, nema hvað Olafur bróðir minn kom til samstarfs, enda leyfði heilsa mín ekki álagið. Ætlun mín frá upphafi var að stofna fyrirtæki blómabænda sem þeir ættu einir og stæðist tímans tönn. Stofnun hlutafélags árið ’71 “Blóma- miðstöðin hf.” var stórt skref í þá átt. Störfin fyrir blómabændur voru tímafrek, engin frí fyrstu 15 árin og stopul eftir það. Við hjónin vorum alin upp við að gera okkar besta, auk þess sem margir höfðu rétt okkur hjálparhönd á veikindatímanum, sem við vildum borga fyrir. Ut á þetta dafnaði Blómamiðstöðin, en jafn- framt fór heilsu okkar hjóna hrak- andi. Sigrún varð óvinnufær vegna gigtar rúmlega fimmtug. * Eg fylgdist alltaf vel með því sem var að gerast erlendis. Mér var því vel kunnugt um þróun mála á bandaríska vinnumarkaðinum, að þeir sem væru farnir að eldast væru komnir í útrýmingarhættu. Aldrei datt mér í hug að sama myndi henda mig. En22.janúar’91 varégrekinn, án fyrirvara og án þess að nokkur ástæða til brottreksturs væri tilnefnd. Enginn starfslokasamningur var gerður við mig - engin tilkynning send út um að ég hefði farið með sjóði félagsins. Þvert á móti hef ég ætíð farið vel með annarra fé, og átti og á hjá þeim stórfé. Uppbyggingin hafði verið stöðug, eigið fé félagsins um 40-50 milljónir og skuldir sáralitlar. Þarna varð ég fyr- ir barðinu á þessari æskudýrkun sem hefur farið eins og faraldur um hin svo- nefndu þróuðu lönd. Ungt fólk skal ráðið, þótt það hafi ekki nennt að læra og sé næstum reynslulaust. Bandaríkjamenn voru þar fremstir í flokki, þótt þeir séu nú farnir að ráða gamlingja til að bjarga fyrirtækj- unum. Yngingartilraunin í Blómamiðstöðinni gekk ekki betur en svo, að stórlega gekk á eignir Æ ' 0PL , Sigrún og móðir hennar, Guðrún Stefanía Steingrímsdóttir lágu saman á Vífilsstöðum 1958, en hún var berklaveik frá því Sigrún var 6 ára. fyrirtækisins. Ekki gengu önnur fyrirtæki garðyrkjubændabetur. Það sem var sett upp til höfuðs okkur endaði í gjaldþroti. Þar töpuðu blómabændur 80 milljónum, beint og óbeint. Sölufélag garðyrkjumanna rétt slapp við gjaldþrot, en þeir töpuðu skuldlausri stóreign, sem hinir gömlu jaxlar höfðu komið upp af miklum dugnaði.” Atvinnuöryggi fatlaðra og aldraðra Sveinn varð atvinnulaus 63ja ára, sá á bak ævistarfinu. Um þetta segir hann: “Við hjónin upplifðum sama og margir aðrir við veikindi eða fötlun, að vinimir hverfa á einni hélu- nótt. Enginn hinna 24ra garðyrkju- bænda hafði samband við okkur, aðeins tveir kaupmannanna sem við höfðum þjónað í áratugi. Friðrik Jónsson póstur á Kraunastöðum orðaði þetta svo: Þegar mest ég þurfti við, þá voru flestir hvergi. Við lifðum þetta af, en ég veit þess dæmi hérlendis og erlendis, að fólk hefur ekki treyst sér til að lifa lengur. Stuttu síðar kom í ljós, að ég var kominn með slitgigt í hrygg og háls. Eg var því ekki lengur gjaldgengur á vinnumarkaði. Fyrir fatlaða og aldraða er atvinnuöryggi ekki lengur til. Fyr- irtæki eru lögð niður, sameinuð eða unglingar ráðnir. A tímum óbeisl- aðrar frjálshyggju og auðhyggju er mannslífið til fárra fiska metið. s Eg hitti gamlan kunningja úr Garðyrkjuskólanum um daginn, sem hafði farið út á land, þar sem vantaði mann í hans fagi og mikil ánægja verið með hans störf. “Ætl- arðu aftur vestur?” spurði ég. “Nei, það geri ég aldrei aftur! Hver einasta króna fór í skattinn,” sagði hann. Skelfilegt ef fólk má ekki vinna sér inn tekjur, án þess að allt lendi hjá ríkinu. Svo eru lífeyrismálin í tómri vit- leysu. í velferðarþjóðfélagi á fólk að hafa mannsæmandi lífeyri úr lífeyris- sjóðum, sem á að vera skattfrjáls að FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.