Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Side 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Side 14
vissu marki. Hugsanlega hefur mín kynslóð verið of upptekin af því að byggja upp gott samfélag fyrir afkomendurna og skákað sér sjálfri of mikið út. Það er engum um að kenna nema okkur sjálfum, ef ekki er pláss fyrir okkur í þjóðfélaginu. Svo lengi lærir sem lifir, og lífs- reynslan kennir mest,” segir Sveinn. “Sá sem ekki hefur lifað af berkla, kreppu, atvinnuleysi eða kynnst stríði og kommúnisma vantar mikið í skóla lífsins. Eg held að það sé full þörf fyrir okkur öll í þjóðfélaginu.” Formaður Gigtarfélagsins “Arið 1980 var ég beðinn um að taka að mér formennsku í Gigt- arfélagi Islands. Eg hikaði í fyrstu, en fannst ég ekki geta skorast undan. Okkur hjónum finnst við ávallt eiga þjóðfélaginu skuld að gjalda fyrir að halda í okkur lífinu, og þeim fjölmörgu sem réttu okkur hjálp- arhönd. Sigrún hefur líka verið und- irlögð af gigt frá unglingsárum. Eg gat ekki setið hjá í baráttunni við gigtina. Brýnasta verkefnið var að koma upp gigtlækningastöð. Félagið var eignalaust, en okkur tókst að fjár- magna kaup á 530 m2 hæð í Armúla 5, þar sem Gigtarfélagið er nú til húsa. Utborgunin kom frá félögum mínum í Lionsklúbbnum Frey og úr sjúkrasjóði VR að frumkvæði Magnúsar L. Sveinssonar. Fjármagn barst víða að og vel farið með alla peninga. Mikið var unnið í sjálfboðavinnu, til að koma starfseminni í gang. Oft henti að engir peningar voru til, þá lögðum við og okkar fólk fram það sem til þurfti. Ef við hjónin þurftum að ferðast fyrir félagið heima og erlendis, þá greiddum við far- gjaldið sjálf. A vordögum 1984 tók svo Gigtlækningastöðin til starfa.” Er hægt að líkja baráttunni við berklana og gigtina saman? “Berklar voru sjúkdómur yngra fólksins. Eldra fólk þjáist meira af gigt. Berklar á háu stigi leyndu sér ekki. Gigtin aftur á móti er býsna flókið fyrirbæri sem býr yfir um 200 afbrigðum. Oft er erfitt að greina hana, þar sem hún er nánast ósýnileg. Lausavísur Sveins Veðurvísa Vegir færir verða brátt, vindar í ufsum lygna. Þegar hann fer í þessa átt þá mun aftur rigna. Ferðalimra Fólkið er alltaf að fara það fer svona af því bara að verðið er lágt og lífið er bágt á þessu allir spara. Sveinn Indriðason. Glíman við gigtina minnir á bardaga við vindmyllur.” Sveinn fann upp nafnið “vefja- gigt” gigtarafbrigði sem margir eru undirlagðir af, þótt það sjáist ekki á þeim. “Gigtsjúkir eru um 1/4 öryrkja,” segir hann, “geðfatlaðir annar fjórðungur sem oft lendir í skugga þjóðfélagsins, en öllu miðar þessu í áttina. Eg bind miklar vonir við Kára Stefánsson og hans starf. “Fjórðungi bregður til fósturs” segir í Islendingasögunum, jafnvel þá gerðu þeir sér grein fyrir ættar- fylgjunum. Hinir þrír fjórðungarnir eru í genunum. Sumar ættir eru und- irlagðar af gigt, aðrar af magakvill- um, enn aðrar hneigjast til geðveilu. Ef hægt er að finna lækningalyf með rannsóknum, þá er það í þágu okkar allra.” Sveinn lét af formennsku í Gigt- arfélaginu ’88. “Þá taldi ég rétt að fá nýtt blóð inn.” Fötlun er ekkert einkamál “Árin 1984 -92 var ég fulltrúi Öryrkjabandalagsins í Svæðisstjórn um málefni fatlaðra í Reykjavík. Það varlærdómsríkurtími. Reynslamín af störfum með fötluðum segir mér, að fatlaðir vanmeti sjálfa sig alltof mikið. Eg sagði einhvem tíma á fundi, að fatlaðir væm greindari en annað fólk, því að þeir hefðu reynsluna að auki. Máltækið segir: “Sjálfs erhöndin hollust”. Alltof algengt er að öryrkjar láti fólk stjórna sér, “sem gerir sér mat úr að nugga sér utan f’, svo notuð séu orð Jóns Helgasonar. Mín skoð- un er, að fatlaðir eigi sjálfir að sjá um fjármál sín og safnanir. Það er inn- fluttur ósiður að ráða “afætufyrir- tæki” til að safna fé fyrir fatlaða, sem hafa jafnan ráð til að fleyta rjómann af slíkum söfnunum. Talandi um fjármál fatlaðra, er ekki annað hægt en að mótmæla valdníðslu stjómvalda til að rýra kjör þeirra. Fötlun er ekkert einkamál fatlaðs einstaklings. Enginn veit hver lendir í bílslysi í dag eða hver fær blóðtappa á morgun!” I þeim töluðu orðum Sveins, heyrist hemlaískur. Á Breiðholts- brautinni fyrir neðan gefur að líta tvö 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.