Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Qupperneq 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Qupperneq 17
Formenn aðildarfélaga • • / Oryrkjabandalags Islands Alnæmissamtökin: Blindrafélagið: Blindravinafélagið: Félag aðstandenda Alzheimersjúkl: Félag heyrnarlausra: Félag nýrnasjúkra: Foreldra og styrktarfélag heymardaufra: Foreldrafélag misþroska bama: Geðhjálp: Geðverndarfélag Islands: Gigtarfélag Islands: Heyrnarhjálp: LAUF: MG-félag íslands: MND-félag íslands: MS-félag Islands: Paikinsonsamtökin: Samtök sykursjúkra: SPOEX: SÍBS: Sjálfsbjörg l.s.f.: Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Styrktarfélag vangefinna: Umsjónarfélag einhverfra: Ingi Rafn Hauksson Helgi Hjörvar Helga Eysteinsdóttir María Jónsdóttir Berglind Stefánsdóttir Dagfríður Halldórsdóttir Málfríður Gunnarsdóttir Matthías Kristiansen Pétur Hauksson Tómas Zoéga Einar S. Ingólfsson Guðjón Ingvi Stefánsson Astrid Kofoed-Hansen Ólöf S. Eysteinsdóttir Rafn R. Jónsson Vilborg Traustadóttir Nína Hjaltadóttir Sigurður Viggósson Helgi Jóhannesson Haukur Þórðarson Arnór Pétursson Þórir Þorvarðarson Hafliði Hjartarson Astrós Sverrisdóttir Hlerað í hornum Kaupmaður einn var að reka erindi í borginni en sjálfur bjó hann austur á landi. Þegar heildsalinn sem hann átti erindi við heyrði frá hvaða stað hann var, fór hann að fjargviðrast yfir því að á sama stað væru bræður tveir með fyrirtæki sem erfiðir væru með öll skil. Honum sagðist svo frá að þegar hann væri að hringja og rukka þá vísuðu þeir alltaf hvor á annan, Jens á Pétur og Pétur á Jens. Þá skellti heimamaður upp úr því fyrirtækiseigandinn var aðeins einn og hét Jens Pétur. * * * * Hjónin sátu inni í stofu, þegar dyra- bjöllunni var hringt og eiginmaðurinn fór til dyra. Eiginkonan heyrði að hann sagði: “Nei, sæl tengdamamma, af hverju gengurðu ekki heldur heim til þín en standa hér á tröppunum í ausandi rigningu?” * * * * Nágrannakonan kom til prestsins síns sem þótti oft nokkuð svarakaldur. Hún fór að fjargviðrast yfir heilsufari bónda síns og rausaði lengi og oft um það að hann gæti hvorki setið, staðið eða legið. Þá leiddist presti og hann spurði: “Hefurðu nokkuð prófað að hengja hann upp?” * * * * Svohljóðandi útvarpsfrétt hljómaði nýlega: “f nótt kviknaði í bíl á Hellis- heiði, það var fallhlífarstökkvari sem sá eldinn fyrst. Lögreglan hefur ekki haft upp á þeim sem kveikti í en hefur fundið eigandann sem var númers- laus.” * * * * Helgi litli spurði Herdísi móður sína að því hvernig augu hennar væru á litinn og hún svaraði því að þau væru brún. “Og hvernig eru mín augu á litinn?,” spurði Helgi litli. “Þau eru líka brún”, svaraði móðirin. “Af hverju ætli augun séu brún í okkur báðum? Er það kannski af því að við eigum bæði sama stafinn”, spurði drengur þá. Ásgerður Ingimarsdóttir: Vinarkveðja Vinarkveðju með vorblænum sendi veröldin er sem ný. Himinninn blár og hafið blárra hylur allt slikja hlý. Lækirnir fossa, lindirnar niða lömbin hoppa um tún. Fuglarnir syngja- fannirnar bráðna af fjallsins skörpu brún. Úr þessari veröld vil ég nú kveða vinir einn glaðan brag. Vináttu þakka sem veitt mér hafið og vermt hefur margan dag. Megi hinn vinsami vorsins andi veita ykkur gleði og yl. Hundrað rósir frá hamingjulandi handa ykkur ég vil. Á.I. Þessa fallegu kveðju sendi Ásgerður hingað á vordögum meðyfirskriftinni: Ortáleið norður Strandir. Ritstjóri mátti til með að fá leyfi til birtingar. Tveir karlar á níræðisaldri voru að fylgja gömlum vini til grafar en ganga þurfti upp bratta brekku síðasta spölinn og báðir orðnir allþrekaðir þegar upp kom. Þegar athöfnin í kirkjugarðinum var svo búin segir annar við hinn. “Ætli taki því nokkuð fyrir okkur að fara niður aftur?”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.