Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Blaðsíða 39
s sumardögum barst til okkar fréttatilkynning um nýja túlkaþjónustu sem til starfa væri tekin. Hraðar hendur héti sú og mun sannarlega réttnefni vera. Samkvæmt lögum annast Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra tákn- málstúlkun fyr- ir heyrnarlausa og hefur með ágætum gjört, en hér er um kærkomna við- bót að ræða. H r a ð a r hendur eru á einkar hentug- um stað, hafa aðstöðu hjá Félagi heyrnarlausra að Laugavegi 26, 4. hæð, en er með öllu ótengd félaginu sem slík. Ritstjóra þótti sem að verðugum verkefnum væri unnið: táknmálstúlka- og rittúlkaþjónusta, námskeið í táknmáli og þýðing- arvinna, þýtt af og á myndbönd. Hann fékk því til viðtals við sig táknmálstúlkinn og forsvarskonuna hjá Hröðum höndum: Sigrúnu Eddu Theodórsdóttur. Fer hér á eftir nokkurt fróð- leikságrip frá þessu viðtali okkar á hásumri. Sigrún Edda sagði að eftir langan og mikinn undir- búning hefði allt verið frágengið á liðnu vori. Þær eru þrjár sem að þessu standa: Sigrún Edda sjálf er við táknmálstúlkun í fullu starfi, Þórný Björk Jakobsdóttir rittúlkur sér um rittúlkunarþáttinn og er í hlutastarfi hjá Hröðum höndum og Anna Guð- laug Gunnarsdóttir þroskaþjálfi og táknmálskennari sér um táknmáls- Hraðar hendur kennslu en hún er einnig í hluta- starfi - sér um námskeiðin. Sigrún Edda sagði tvö slík nám- skeið þegar hafa verið haldin og þau vel sótt. Hún vildi taka skýrt fram að þær væru ekki í samkeppni við Samskiptamiðstöð heldur væri þetta viðbót við þá þjónustu við heyrnarlausa sem fyrir væri og ekki væri vanþörf á að auka. Hin sígilda spurning varðandi fjárhagshliðina kom hér upp og Sigrún Edda sagði það meginreglu að þær stofnanir sem túlkað er hjá greiddu fyrir túlkunina, aðallega sagði hún þetta vera stofnanir á mennta- og heilbrigðissviði. Aðaláhugamál þeirra væri þó að leita nýrra leiða, komast að hjá fleirum, opna heyrnarlausum fleiri leiðir svo þeir megi enn hlut- gengari vera á öllum sviðum. Hún tók fram að frekar væri neitað um túlkun en að hinn heyrnarlausi væri látinn greiða, en fátítt að þess þyrfti. Sigrún Edda sagðist vilja sjá miklu meiri túlkun í sjónvarpi t.d. á fræðslu- og forvarnarefni, einnig túlkun almennt á ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir heyrnarlausa inn á myndbönd, tók sem dæmi bækl- ing með skattframtali. Margt slíkt efni væri á of flóknu máli því málskilningur heyrnar- lausra er mjög misjafn. Sigrún Edda kvaðst hafa verið túlkur sl.vetur hjá Berglindi Stefánsdóttur skólastjóra Vestur- hlíðarskóla. Það hefði kennt sér margt m.a. það hve mikið skortir á að málin séu notuð samhliða: íslenskan og táknmálið eða talað mál og táknmál og væru próf t.d. gott dæmi þar um. Sigrún Edda segist hafa byrjað fyrir um 5 árum og henni þætti mjög athyglisvert hversu skilningur hefði aukist á því að heymarlausir þurfi beinlínis á þessu máli sínu að halda og þ.a.l. góðri túlkaþjónustu. Talið barst að starfi táknmáls- túlks sem ritstjóra hefur sýnst afar krefjandi og erfitt. Sigrún Edda ítrekaði sannleiksgildi þeirrar skoðunar ritstjóra og gat um það í leiðinni hve hlutleysið væri í raun þungbært, það að mega aldrei blanda sér í umræðuna, hversu sem hún færi og til hvers sem hún svo leiddi. Af þessu tilefni gat hún þess að skv. könnun sem gerð hefði verið í Bandaríkjunum þá væri lífaldur táknmálstúlka í starfi að meðaltali 5 ár og segði það sína sögu. Sigrún Edda segir að þær stöllur hlakki til að takast á við verkefnið sem sjálfstæðir aðilar og vonar að það verði samfélaginu í heild til góðs og þá heyrnarlausum alveg sérstaklega. Hraðar hendur hafa aðsetur á Laugavegi 26,4 hæð eins og fyrr segir og hægt er að panta túlk í síma 562-8577 og 861- 2626 eða þá með símbréfi: 562- 8577. Sigrúnu Eddu og hennar félög- um er alls góðs árnað og það vonað að sá tilgangur þeirra að opna æ fleiri aðgangsleiðir heyrnarlausra megi sem bestan árangur bera. Sigrúnu Eddu er þakkað fróðlegt og gott spjall. H.S. Sigrún Edda Theodórsdóttir Svör við gátum á bls. 35 1. a. Melur (planta). b. Mölur (fluga). 2. Hattur. 3. Kaffibaunir. 4. Eldast. 5. Tennur. 6. Mynd. 7. Einar (karlmannsnafn) 8. Sjóveiki. 9. Þau hafa bæði betri helminginn niðri íjörðinni. 10. Líkkista. 11.1 kjöltu minni. 12. Ekkert. 13. Buxur. 14. Varða. 15. Samviskan. 16. Grýlukerti. Hlerað í hornum Maður nokkur var afar ómannglögg- ur. Eitt sinn var hann staddur erlendis á hóteli og sem hann kemur út úr herbergi sínu blasir þar við honum á ganginum stór spegill. Sagan segir að hann hafi staldrað við og tautað svo fyrir munni sér: “Heyrðu mig nú. Mér finnst nú endilega að ég kannist við þennan.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.