Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Page 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1998, Page 51
hreyfihamlaðir öryrkjar fái lán til bifreiðakaupa á hag- stæðari kjörum en gerist og gengur og viljinn stendur til afnáms þeirra með öllu. Ekki er ofsögum sagt af því hver rausn manna er þegar vermdir eru valdastólar og hæfir hér amen eftir efninu. * * * * Landlæknir okkar um mörg liðin ár, Ólafur Ólafsson, er nú að láta af störfum. Að honum er mikill missir þó maður komi ugglaust í manns stað. Vakandi áhuga hans á velferðarmálum, varðstöðu hans urn hag þeirra sem höllum fæti standa hefur hér verið vel fagnað þakklátum huga. Hann hefur enga tæpitungu talað til stjórnvalda sem annarra ráðandi afla þegar honum hefur þótt sem á réttlætið og vel- ferðina væri gengið. Hann hefur einnig margsinnis með ýmsum hætti vakið athygli á kjara- stöðu öryrkja, sýnt m.a. fram á hversu veik efnaleg og þá einkum eignaleg staða þeirra er. Nýlega lét landlæknisembættið gjöra könnun á ýmsum högum fólks varðandi heilbrigðisþjónustu og auð- vitað sannaðist það enn einu sinni hve við í mörgu stöndum þar vel að vígi. Einn þáttur hins vegar vakti öðrum fremur athygli en það var hátt hlutfall þeirra sem höfðu af efnalegum ástæð- um veigrað sér við eða dregið úr hófi að fara til læknis og þá átt öðru fremur við grunnþjónustuna. Ekki kom okkur það á óvart þó öryrkjar væru fjölmennir í þeim hópi. Af tíðindum frá Hjálparstofnun kirkjunnar um neyðaraðstoð þeirra að dæma þar sem helmingur hjálparþurfi eru öryrkjar þá kemur í ljós að furðu oft er verið að fá aðstoð vegna læknishjálpar eða lyfjakaupa. etta eru skelfileg tíðindi nú þegar víxlarar og gróðamenn sam- félagsins fitna sem aldrei fyrr og þess skulu menn gæta að einhverjir kosta auðsæld þeirra, hún er ekki sem manna af himni. A þessu var vakin verðug athygli af landlækni og hafi hann hugheila þökk fyrir það sem aðra liðveislu. Staðreyndin um “blessuð” þjón- ustugjöldin í heilsugæslunni er nefni- lega sú, að þau voru ekki til fram á árið 1991, en þá þótti við hæfi að herða sultaról sjúklinga og sú sultaról er enn reyrð af alefli, þó hvarvetna séu sögð blóm á bala þjóðarbúsins. Og það sem verra er, á æðstu stöð- um er skollaeyrum skellt við ótví- ræðum niðurstöðum eins og þeim sem frarn komu í rannsókn landlæknis. Máske aðsteðjandi kosningar megi í einhverju ýta við þeirn sem nú eru haldnir þeirri villu að hjá öryrkjum sé allt í stakasta lagi - hver veit? Landlæknir hefur sannarlega gjört sitt til að leiða staðreyndir í ljós, þær eru ekki grunur, ekki ágiskanir. Með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir heilsu og líf fólks veigrar það sér við eða dregur von úr viti að fara til læknis sakir efnaleysis. Þetta gerist mitt í grósku þess góðæris sem gortað er af. Og við hljótum að spyrja: Hvar er þá hin rómaða, alltumlykjandi velferð okkar allra á vegi stödd. * * * * ✓ Asíðsumardögum ár hvert leggja óvenjumargir leið sína hingað vegna “blessaðra” álagningarseðlanna sinna. Margt kemur þar eðlilega til og ævinlega leitar sú spurn á hugann hvers vegna skattleysismörkin eru svo ofurlág, af hverju eru þau ekki hækkuð og í staðinn lagt rösklega á þá sem gnótt hafa, jafnvel á aðra milljón á mánuði, hvaða veraldarinnar verðleikar sem þar búa nú að baki. Gjaldið í þann annars ágæta sjóð, Framkvæmdasjóð aldraðra, ber oft á góma, það kemur fram sem skuld sem þeir samviskusömu eru ekki ýkja hrifnir af, haldandi sig hafa greitt “keisaranum það sem keis- ai'ans er” og ríflega það þó. Þessar árlegu umræður vekja upp þá gömlu baráttu Öryrkjabandalagsins sem endurnýjuð hefur verið æði oft að öryrkjar verði undan- þegnir þessu gjaldi og til þrautavara að öryrkjar undir ákveðnu tekjumarki - hærra en því sem nú er - verði gjaldfríir. Það er í raun óhæfa að öryrki með rétt rúmar 700 þús. kr í árstekjur og um það eru því miður óteljandi dæmi skuli þurfa að greiða þennan aukaskatt, þó til þarfra hluta fari. Skv. lögum um sjóðinn breytast tekjumörk árlega í samræmi við breyt- ingar á persónuafslætti til skatts og miðað við þróun hans er ljóst að tekju- mörkin eru í engu samræmi við þau upphaflegu, hvorki með tilliti til verð- lagsþróunar og því síður launaþróunar að ógleymdri launavísitölunni. Enn skal knúið á um leiðréttingar þessa máls og þess freistað að fá fram breytingar til bóta. En máske er það til of mikils mælst að menn sem verma valdastóla átti sig á því að hjá þessu fólki er hver þúsundkallinn dýrmætur og að skulda fjóra slíka getur hreinlega verið ógnvekjandi. * * * * Um síðustu áramót var úr gildi felld með lögum grein sem sagði til um hversu frítekjumark skyldi breytast þ.e. við hvaða tekjumörk skerðing skyldi hefjast vegna vinnu- tekna, greiðslna úr lífeyrissjóði og makatekna. Lengi hafa orðið árekstr- ar út af þessu milli samtaka fatlaðra og stjórnvalda og við reynt af megni að halda mönnum við lagabókstafinn með misjöfnum árangri. En nú hafa menn geðþóttann einan fyrir sér og nú 1. sept. kom árangurinn í ljós. Fntekjumarkið var aðeins hækkað um 4%, en hefði að lágmarki skv. fyrri lögum átt að hækka um 8.7%. Við vöruðum hér sterklega við ásamt Sjálfsbjörg á síðasta þingi þegar þessi mál voru til meðferðar en allt kom fyrir ekki. En verkin sýna merkin og ekki erháreistur höfðingsskapurinn á bæ heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytis. Gegn þessum geðþótta þarf að gjöra atlögu það harða að duga megi. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.