Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Side 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Side 14
Af stjórnarvettvangi Fundur í stjórn Öryrkja- bandalags íslands var haldinn í fundarsal að Hátúni 10 hinn ö.september sl. og hófst kl. 16.40. Mættir voru fulltrúar frá 20 félögum. Haukur Þórðarson formað- ur setti fund og stjórnaði honum og bauð velkominn nýjan varafulltrúa Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra, Vilmund Gíslason, sem kynntur var í síðasta Fréttabréfi sem framkvæmda- stjóri félagsins. 1. Formaður rakti nokkuð yfirlit atburða frá síðasta stjórnarfundi. Hann greindi frá gagnlegum fundi með tryggingayfir- lækni og forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, sérstaklega um framkvæmd örorkumats. Laga- grein hér að lútandi er allt frá upphafi og þörf fyrir að sníða hana að nútím- anum. Frumvarp um þetta mál vænt- anlegt nú á þingi þar sem meginatriði verður að læknisfræðilegar forsendur ráði mestu. Við fengum til umsagnar breytingartillögur um reglugerð svæðisráða málefna fatlaðra eftir ábendingu til ráðuneytis frá umboðs- manni Alþingis. Við tókum undir athugasemdir svæðisráðs, síðan hafa verið viðræður í ráðuneyti og endanleg tillaga að breytingum ekki borist til umsagnar enn. Formaður greindi frá erfið- leikum í rekstri Vinnustaða ÖBI sem ættu sér eðlilegar skýringar, en þar þörf að fara í gegnum öll mál og það mun gjört. Væntanlegur er þjónustu- samningur milli Öryrkjabandalagsins og ráðuneytisins um vinnustaðina sem vonandi færir þeim aukið fjármagn, enda fjárframlag ríkisins ekki fylgt auknum umsvifum. A vettvangi ÖBI og Þroskahjálpar hefur nokkuð verið rætt um stóra alþjóðlega ráðstefnu á næsta ári sem opinberir aðilar stæðu þó fyrir en um það engin svör fengist enn af utan- ríkisráðuneytisins hálfu. Ekki fýsilegt að hugsa til hennar nú með svo skömmum fyrirvara, þó jákvætt svar fengist. Ar aldraðra hófst nú l.okt sl. og Öryrkjabandalaginu boðin aðild að undirbúningi og framkvæmd. Guð- ríður Ólafsdóttir mun verða fulltrúi bandalagsins við það starf. Haukur gat um verkefnisaðild okkar í framhaldi af Helios-verk- efninu, þátttöku bandalagsins í Europian Disability Forum. Formað- ur þar Johan Weseman jafnvel vænt- anlegur hingað til lands. Ymislegt fleira kom fram í máli formanns sem ekki er rakið hér. 2. Umsóknir um aðild. Helgi Seljan kynnti umsóknir þeirra þriggja félaga sem sendu inn aðildarumsóknir á síðasta ári en þá var frestað að taka fyrir. Þetta eru Daufblindrafélag íslands, Málbjörg og Tourette- samtökin. Framkvæmdastjórn mælti með því við stjórnina að félögunum yrði veitt aðild að bandalaginu. Einróma samþykkt að leggja til við aðalfund að félögin verði tekin inn. 3. Kjaramál. Garðar Sverrisson hafði framsögu og fór yfir sviðið, minnti á að bætur hefðu ekki fylgt kaupmætti lægstu launa, enn síður launavísitölu. Kaupmáttur örorku- bóta nú lægri en fyrir 10 árum síðan. Frítekjumark hefði fráleitt haldið verðgildi sínu, ekki einu sinni gagn- vart bótum. Tók tekjuskerðinguna vegna makatekna sér í lagi og minnti á að umboðsmaður Alþingis hefði gjört ótal athugasemdir við þessa skipan, þó lokaniðurstaðan hefði verið að þetta væri ekki ólöglegt. I viðræð- um við Ragnar Aðal- steinsson hrl. hefði komið fram mjög skýrlega að hann teldi fullt tilefni til málshöfðunar á hendur ráðuneytinu. Að því væri nú stefnt afhálfuÖBÍ. Lagði áherslu á að málið gengi alla leið. Helgi Seljan benti á að þrátt fyrir laga- viðspyrnu hefði verið erfitt að halda frítekjumarkinu í horfi. Lagaviðmiðun felld niður um næst- liðin áramót og nú hefði niðurstaðan orðið 4% hækkun þegar 9% hefði átt að vera lágmarkið. Inn í þessar um- ræður spannst umræða um vel heppn- aða mótmælastöðu við þinghúsið 1. okt. og formaður þakkaði Garðari forgöngu þar. Miklar umræður urðu um málið og í makatengingarmálinu vildu menn fara alla leið með málshöfðun dygði annað ekki og var það samþykkt af stjórnarmönnum öllum. 4. Önnur mál. a. Formaður greindi frá útlínum dagskrár og tilhögun aðalfundar Öryrkjabandalagsins. Skýrslur og reikningar í samandregnu formi verða sendir út tímanlega. Áminnti félögin um að tilnefna sem fyrst fulltrúa á aðalfund, stjórnarmenn til næsta árs og einn til vara. Umræðuefni utan formlegra aðalfundarstarfa mun verða: Fátækt á Islandi m.t.t. öryrkja. Harpa Njáls með framsögu. b. Helgi greindi frá viðræðum við Félagsbústaði hf. vegna hækkunar leigugjalda, en á móti komið 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.