Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Síða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Síða 27
rekstraraðili í áratugi? Þetta er áleitin spurning sem stjóm þess og aðrir, sem standa að félaginu, þurfa að bregðast við núna. Ekki er hægt að halda áfram á sömu braut við þau skilyrði sem hér að framan er lýst. Það er ljóst að meginhluti rekstrar- vandans skapast af því félagið er að veita meiri þjónustu en ríkið er tilbúið að greiða fyrir. En sem foreldra- og hagsmunafélag er það og á að vera í mikilli nálægð við sitt fólk og hefur skyldur gagnvart því. Þegar mikil neyð er fyrir hendi, sem vissulega er víða, þá sér félagið sig knúið til að bregðast við og veita einhverja úrlausn. Að mati embættismanna er þetta víst ekki kerfislega rétt, en það er mannlegi þátturinn sem þama kem- ur til skjalanna og hann er leiðarljós í starfi Styrktarfélagsins. Til að koma til móts við breyttar þarfir þeirra sem eru í þjónustu hjá félaginu, svo sem vegna öldrunar og aukinnar hreyfihömlunar, hafa sambýli verið flutt í nýtt húsnæði, m.a. í eigu Hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Með þessu móti hefur verið hægt að skapa rýmri og betri aðstæður fyrir hvern og einn og umfram allt á einni hæð. En þetta eru dýrari lausnir bæði fyrir íbúa og rekstraraðila. Gagnvart íbúum er að skapast mismunun í kostnaði við búsetu sem brýnt er að taka á. Á hinn bóginn er það Ijóst, að vegna aukins rekstrarkostnaðar og mikils þrýstings eftir þjónustu, að það er nauðsynlegt fyrir Styrktarfélagið að gera þjónustusamning við ríkið, eða á einhvern annan hátt að koma bönd- um á þau útgjöld sem þessi þróun hefur haft í för með sér fyrir félagið. Að undanförnu hafa verið uppi raddir um það að ekki fari saman að vera hagsmunafélag og jafnframt rekstraraðili. Ég get að hluta tekið undir þessi sjónarmið og það er ýmislegt að varast í þessu efni. En að mínu mati eru ýmsar leiðir færar til að þetta fari saman. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það sé rétt og skynsamlegt að Styrktarfélag van- gefinna nýti áfram þekkingu sína og reynslu í rekstri og þjónustu, og þann mannauð sem félagið á í sínum félags- mönnum og starfsfólki, þroskaheftum til framdráttar. Með afmörkuðum og vel skilgreindum rekstri og góðu sam- starfi við önnur hagsmunafélög og heildarsamtök er þetta að mínu mati mjög vel framkvæmanlegt. Mitt viðhorf er það að Styrkt- arfélagið eigi að leita eftir því að taka að sér að sjá um sérhæfða dag- þjónustu fyrir þroskahefta á höfuð- borgarsvæðinu. Ég get rökstutt það með ýmsum hætti. Fyrir það fyrsta sér félagið í dag um rekstur þriggja sérhæfðra dagstofnana sem eru Lyngás, sérhæft dagheimili fyrir fjöl- fötluð börn og unglinga, hæfinga- stöðin Bjarkarás og þjálfunarstofn- unin Lækjarás. Þá hefur félagið einnig Vinnustofuna Ás á sínum snærum, en það er vemdaður vinnu- staður. Þetta svið þjónustu er það sem félagið hefur þróað og hefur mesta reynslu í. Mér finnst eðlilegt að í samvinnu við svæðisskrifstofur og fagráðuneyti sé komið á svona verka- skiptingu þannig að Styrktarfélagið taki að sér dagþjónustu, en búseta og stoðþjónusta færist smám saman yfir til svæðisskrifstofu. Félagið hefur ekki og þarf ekki sem sjálfseignar- stofnun að binda sig við landfræðileg mörk, enda er hér verið að tala um svo sérhæfða þjónustu að það er fjárhags- lega óhagkvæmt og faglega illmögu- legt að reka slíka starfsemi í hverju sveitarfélagi. Með því að hafa með höndum einn ákveðinn rekstrarþátt er félagið áfram í daglegum tengslum við þjónustuþega og þá sem þeim tengjast. Þannig styður þessi starf- semi við það sem ætti að vera megin- hlutverk Styrktarfélags vangefinna, sem er að hafa frumkvæði að nýrri þjónustu og tilraunastarf. I því sam- bandi bfða mörg verkefni sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi fram að þessu. Má þar nefna frístunda- og sumarleyfismál, öldrun og vímuefna- vanda, sem stöðugt hefur verið að aukast meðal þroskaheftra. Ég hefi í þessari grein ekki enn nefnt það sem lengi hefur verið mál málanna í umræðu um fatlaða. Þar á ég við yfirfærslu málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Ég ætla að ljúka þessum skrifum mínum með því að lýsa viðhorfi mínu eins og það er í dag gagnvart þessum fyrirætlunum. Það er mín skoðun að það sé öllum fyrir bestu að ganga ekki út frá að slíkur flutningur eigi sér stað í bráð. Það fer of mikil orka og veldur óásættanlegri stöðnun, jafnvel aftur- för, að miða allt út frá því sem stjórn- málamenn hafa ekki vilja til að koma í framkvæmd. Það er margt sem hægt er að gera, og verður að gera nú þegar, og ekki mögulegt að bíða eftir að stjórnmálamenn taki nauðsynlegar ákvarðanir til að flutningurinn geti átt sér stað. En það er sjálfsagt í verkum okkar að taka mið af því að þessi yfirfærsla muni eiga sér stað og skapi vonandi meiri lífsgæði fyrir þroskahefta og aðra fatlaða á Islandi. Kristján Sigurmundsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.